Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.11.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201618 -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar -Berjagreinar Lagerhreinsun Kaupfélagsins Kynnið ykkur úrvalið Við erum í tiltektarstuði og erum með fullan lager af tilboðsvörum fyrir þig! Komið og þiggið hjá okkur kaffi, kökubita og góðar stundir! Allt að 70% afsláttur Laugardaginn 26.11 2016 Kl. 12-16 Tilboð á fatnaði, verkfær m, hestamúslí og mörgu fl iru Prúttmarkaður Fúsa, fyrir þá sem að þora að standa á sínu! Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, hafa á þessu árið unn- ið við fráveitu í Borgarnesi og á Akranesi. Að sögn Írisar Þórarins- dóttur tæknistjóra fráveitu Veitna er verkefnið örlítið á eftir áætlun en ráðgert að ný fráveita verði tek- in í notkun innan tíðar. Í sumar og haust var unnið að lagningu sjólagna í Borgarnesi. Að sögn Írisar var unnið við erfið- ar aðstæður á Borgarfirði en mikill straumur er út fjörðinn. Búið er að koma lögnum á réttan stað en hæð- arlega þeirra er ekki ennþá sam- kvæmt hönnun fráveitunnar. „Byrj- að var að dæla sandi undan lögnun- um til að koma þeim í rétta hæð en vegna óhagstæðra veðuraðstæðna í haust tókst ekki að ljúka því verki. Dælingu undan lögnum hefur því verið frestað til vorsins 2017. Það er þó hægt að setja dælustöðvarnar í gang þó sjólagnirnar séu ekki al- veg í réttri hæð, svo þetta verk mun ekki tefja gangsetningu stöðvarinn- ar í Borgarnesi,“ segir Íris. Í ár hefur einnig verið unnið við lagnavinnu og smíði dælubrunns við Krókalón á Akranesi. Lagnavinn- an er langt komin og smíði dælu- brunnsins einnig, en framkvæmdir hafa þó dregist lengra fram á vet- ur en upphaflega var gert ráð fyrir. Framkvæmdir við Krókalón klárast fyrir áramót. „Samhliða þessum framkvæmd- um hefur verið unnið að uppsetn- ingu vél- og rafbúnaðar í hreinsi- og dælustöðvum á Akranesi og Borgarnesi. Uppsetning á búnaði er langt komin og hefjast prófan- ir í lok árs. Þegar prófunum á öll- um kerfum lýkur er hægt að setja hreinsistöðvarnar í gang. Verið er að setja upp flókin kerfi, þar sem dælur og hreinsibúnaður þurfa að ganga í takt, og mikilvægt er að ganga úr skugga um að allt virki og allar stillingar séu réttar áður en skólpi verður hleypt á stöðvarn- ar. Eins er verið að setja upp nýtt stýrikerfi og tengja það við stjórn- stöð Veitna í Reykjavík, svo hægt verði að vakta kerfið frá stjórnstöð og frá starfsstöðvum Veitna í Borg- arnesi og á Akranesi.“ mm Dómur var kveðinn upp í Héraðs- dómi Vesturlands 16. nóvember síð- astliðinn í máli Þorgeirs & Ellert hf. á Akranesi gegn Þörungaverksmiðj- unni hf. á Reykhólum og gagnsök. Málareksturinn er tilkominn vegna samninga sem gerðir voru um end- ursmíði á kúfveiðiskipinu Fossá ÞH-363 sem breyta átti í þangflutn- ingaskipið Gretti BA-39 hjá skipa- smíðastöð Þ&E. Fljótlega komu upp meiningar um leynda galla í skipinu og ófullkomna útboðs- og verklýsingu. Tafir urðu á verkinu og forsvarsmenn Þ&E vildu meina að verkkaupinn stæði ekki við gerða samninga um greiðslur en verk- kaupinn hélt því fram að tímaáætl- anir á verkinu stæðust ekki og að það mætti rekja til ágreinings milli aðila um framgang verksins. Fyrst höfðaði Þ&E mál á hendur Þörungaverksmiðjunni 14. júní 2011 og því næst 16. september sama ár. Loks höfðaði Þörungaverksmiðjan gagnsakarmál á hendur Þ&E með stefnu birtri 27. október 2011. Í þinghaldi í apríl 2012 voru öll mál- in sameinuð í eitt. Í fyrstnefnda mál- inu krefst Þ&E rúmlega 55,5 millj- óna króna greiðslu frá Þörunga- verksmiðjunni auk dráttarvaxta og í öðru málinu eru kröfur Þ&E tæp- ar 22 milljónir króna auk dráttar- vaxta. Í báðum tilfellum krefst Þ&E þess að stefndi greiði málskostnað. Í þriðja málinu, gagnsakarmáli Þör- ungaverksmiðjunnar, er þess kraf- ist að viðurkennd verði riftun verk- samnings við Þ&E og jafnframt að skipasmíðastöðin greiði Þörunga- verksmiðjunni rúmar 53 milljón- ir króna auk vaxta og greiði einnig málskostnað. Niðurstaða Héraðsdóms Vestur- lands var sú að Þörungaverksmiðj- an greiði Þorgeiri & Ellert hf. rúm- lega 26,6 milljónir króna auk drátt- arvaxta. Þörungaverksmiðjunni var einnig gert að greiða málskostnað, fjórar milljónir króna. kgk Þörungaverksmiðjan gert að greiða Þ&E bætur Hér má sjá þegar brúin var hífð af Gretti BA-39, þá Fossá ÞH-363, við skipa- smíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi í nóvember 2009. Ljósm. úr safni/ ki. Akranes og Borgarnes: Styttist í að ný fráveitumannvirki verði tekin í notkun Hér er verið að draga fráveitulögn út á Borgarfjörð. Ljósm. þg. Unnið við lagningu fráveitulagnar við Krókalón á Akranesi. Ljósm. jo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.