Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Side 36

Skessuhorn - 23.11.2016, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201636 Blakíþróttin hvílir nú orðið á góðri hefð í Grundarfirði. Anna María Reynisdóttir hefur verið prímus- mótor í blakstarfinu innan UMFG undanfarin ár og er í forsvari fyr- ir starfið nú um stundir í góðu samstarfi við iðkendur og foreldra þeirra. Sjálf hefur hún æft blak í rúm þrjátíu ár og er því enginn nýgræð- ingur þegar kemur að íþróttinni. Skessuhorn settist niður með Önnu Maríu á dögunum og ræddi við hana um blakstarfið í Grundarfirði. Blakið farið upp og niður „Það má segja að blakstarfið hafi byrjað hér fyrir um fjórum ára- tugum síðan,” segir Anna María. „Áhuginn hefur farið upp og niður síðan, en íþróttin hefur alltaf haldið lífi sínu hér í bænum.” Uppgangur hefur verið í starf- inu síðastliðin tíu ár sem endaði á þátttöku í úrvalsdeild síðasta tíma- bil. Haustið 2011 var ráðin erlendur þjálfari sem sá um blakstarfið í 1½ ár. Þá tókum við Guðrún Jóna Jós- epsdóttir við eitt tímabil, höfðum reyndar verið með þjálfunina áður. Þennan vetur gekk allt eins og í sögu og við unnum okkur upp í úrvals- deild. Þá réðum við öflugan þjálfara hingað, Jóhann Eiríksson frá Ólafs- vík sem var með okkur síðasta tíma- bil. Það er mjög mikilvægt að hafa til staðar öflugan þjálfara til að leiða starfið og þá er mikilvægt að það séu bæði lið fullorðinna og yngri flokk- ar. Þannig tryggir maður framgang íþróttarinnar,” segir Anna, en nú um stundir er Jóhann blakþjálfari stúlkna á aldrinum 13-18. „Okkur vantar þjálfara frá og með áramótum fyrir alla aldurshópa ef einhver hefur áhuga einnig er allt- af pláss fyrir nýja iðkendur.” Hlúum að yngri hópnum Í fyrra keppti meistaraflokkur kvenna í efstu deild Íslandsmóts- ins í blaki í fyrsta skipti. Eftir hetju- lega baráttu hafnaði liðið hins vegar í neðsta sæti með 4 stig. „Tímabil- ið í fyrra var ákveðinn ísbrjótur og var í reynd mjög merkilegt að svona lítið bæjarfélag gat státað af liði í efstu deild kvenna í blaki. Því mið- ur gátum við ekki haldið áfram þátt- töku okkar í deildarkeppninni í ár, en hluti af ungu stelpunum í liðinu flutti burt og leika sumar nú með öðrum liðum í deildinni. Við erum þó stolt af því að eiga Grundfirðinga í öðrum liðum þó það sé vitaskuld súrt að geta ekki teflt fram liði und- ir eigin merkjum,” segir Anna sem segir að varla hafa liðið ár á undan- förnum árum þar sem Grundfirð- ingur hefur ekki verið í unglinga- landsliði. „Við erum þó hvergi hætt og erum með kvennalið sem tekur þátt í opnum mótum á vegum Blaksam- bandsins. Um leið erum við að hlúa að yngri hópnum,” segir Anna en sjálf kveðst hún draga fram blaks- kónna ef það vantar í liðið. Öldungatitillinn vinsæll Anna segir marga kosti vera við blakið sem sé íþrótt sem eigi gríðar- legum vinsældum að fagna erlendis. „Blakið hefur líka vaxið hér á landi á síðustu árum. Einn helsti kostur- inn er að hægt er að stunda íþróttina fram eftir aldri þannig að þeir sem byrja snemma búa að því alla ævi. Ólíkt hópíþróttum á borð við körfu- bolta, handbolta og fótbolta, skilur netið liðin að og því er miklu minni líkur á meiðslum,” segir hún. „Vinsældirnar eru ekki síst hjá eldra blakfólki. Á stóra öldunga- mótinu sem fram fer á hverju vori hér á Íslandi keppa yfir 1200 manns af báðum kynjum. Það segir allt sem segja þarf um áhugann,” bætir Anna við sem segir marga af þeim yngri bíða spennta eftir því að kom- ast á öldungaaldurinn til að geta tek- ið þátt. „Öldungaflokkurinn er fyrir 30 ára og eldri sem er nokkuð lág- ur aldur til að teljast öldungur. Öld- ungatitillinn er því eftirsóttur í blaki á Íslandi.” Framtíðin í stelpunum Meginverkefnið þennan vetur hjá blakfólkinu í Grundarfirði er að hlúa að ungu kynslóðinni og gera sitt til að ala upp næstu kynslóð blak- kvenna í bænum. „Við erum ein- göngu með stelpur í blakinu núna en af einhverjum orsökum hefur áhug- inn helst verið hjá þeim að stunda íþróttina. Það er mikilvægt að hlúa að krökkunum því í þeim býr fram- tíðin í blakstarfinu,” segir Anna að lokum. hlh Tímabilið í fyrra var ákveðinn ísbrjótur Rætt við Önnu Maríu Reynisdóttur blakleikmann með meiru í Grundarfirði Anna María Reynisdóttir. Blaklið UMFG á móti nýverið í Grundarfirði. F.v. Jófríður, Rakel Mirra, Klaudia, Svana Björk, Brynja Gná, Freyja Líf og Anna María. Stafholtstungur í Borgarfirði hef- ur lengi verið vettvangur framtaks- samra bænda. Landgæði þar eru góð sem hafa gefið bændum tæki- færi til að stunda búskap af ýmsum toga. Þar í sveit hefur hann líklega hvergi verið fjölbreyttari búskap- ur á liðnum árum eins og á bænum Stafholtsveggjum. Á síðasta aldar- fjórðungi hefur þar verið starfrækt með hléum kúabú, fjárbú, svínabú og hrossbú, en síðustu ár eggjabú á vegum Brúneggs í umsjón Jóhann- esar Jóhannessonar og sonar hans Bergþórs sem þar búa. Bergþór sem er 25 ára fæst einnig við ræktun gul- rófna og gulróta og er því sennilega einn yngsti rófnabóndi á landinu. Skessuhorn hitti Bergþór og frædd- ist meira um búskapinn á Stafholts- veggjum. Studdist við 90 ára gamlar greinar „Eftir að ég tók að mér að vinna við eggjabúið langaði mig að prófa eitt- hvað nýtt meðfram starfi mínu þar við eggjatínslu. Ég vildi til dæm- is nýta landið betur og þá leið mér þannig að ég skuldaði sjálfum mér að prófa eitthvað nýtt,“ segir Berg- þór spurður um hvers vegna hann fór út í ræktun gulróta og gulrófna. „Svo er ég bóndi að upplagi enda al- inn upp hér á þessum hól. Það hef- ur áhrif. Það var ekki sjálfgefið að gulrætur og gulrófur yrðu fyrir valinu, en eftir smá gúgl á netinu varð þetta niður- staðan,“ bætir Bergþór við en hann las meðal annars allt að 90 ára gaml- ar greinar til að afla sér upplýsinga um hvernig ætti að byrja rófnarækt- un. „Það er svo mikið efni til á net- inu. Það þarf ekki að leita langt til að afla sér þekkingar,“ segir hann. Fólk fylgist með á Facebook Ræktun Bergþórs hófst vorið 2015 og afmarkaði hann um einn hekt- ara lands á Stafholtsveggjajörðinni til að planta niður fræjum. „Þetta hefur gengið mjög vel síðan þá, sér- staklega í ár vegna þess að tíðin hef- ur verið afskaplega góð. Uppskeran var á milli 13 og 15 tonn af gulróf- um sem mér finnst býsna gott, en uppskeran af gulrótunum var um hálft tonn,“ segir Bergþór. „Ég sel afurðirnar síðan beint frá býli undir merkjum Stafrófna sem er smá orðaleikur hjá mér. Ég hef nýtt mér Facebook til að koma þeim á framfæri og er með sérstaka Staf- rófu síðu. Þar leyfi ég fólki að fylgj- ast með ræktuninni með því að setja inn myndir og fréttir. Með þessu getur fólk fylgst með því hvernig af- urðirnar verða til,“ bætir hann við og segir viðbrögðin hafa verið mjög góð. „Vinir síðunnar eru nú yfir 500 og fer fjölgandi.” Vilja kaupa beint frá býli „Viðtökurnar hafa almennt verið mjög góðar og er fólk ánægt með afurðirnar. Ég sel bæði til fólks sem er að kaupa í matinn heima hjá sér, en einnig til mötuneyta og veitinga- staða í héraðinu. Ég verð að segja að það er mikill áhugi meðal veitinga- staða og hótela fyrir að bjóða gest- um sínum upp á afurðir sem eru framleiddar á svæðinu. Ég held að hér séu tækifæri fyrir bændur,“ seg- ir Bergþór sem telur ákveðinn kúlt- úr kominn upp hjá mörgum um að kaupa afurðir beint frá bóndanum. „Þetta er mjög góð þróun finnst mér.“ Um framtíð ræktunarinnar segir hann að hún muni ráðast eftir mark- aðsaðstæðum. „Ef eftirspurnin eykst þá ætla ég að skoða að fá meira land undir ræktunina. Þá þarf maður líka að kaupa vélar og sitthvað fleira til að koma uppskerunni hratt og örugg- lega í hús. Hingað til hafa afurðirn- ar verið handtíndar með góðri hjálp. Þetta ræðst allt á því hvernig sölu- málin þróast á næstu misserum.“ Tamningar í hjáverkum Þó hænsnin og Stafrófurnar taki mestan tímann í búskapnum þá eru Bergþór og faðir hans einnig með um 200 fjár á fóðrum á bænum. „Við erum líka með hross og þá hef ég verið að fást við tamningar í hjá- verkum. Að gera upp gamla Staf- holtsveggjabæinn er líka langtíma- verkefni hjá mér, þannig að það er næg verkefni á döfinni. Ég og pabbi höfum einnig verð að vinna að því koma upp verkstæði í gömlu hlöð- unni á bænum. Ég er vélvirki að mennt frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi og finnst nauðsyn- legt að hafa aðstöðu til að sinna við- gerðum og öðru tilfallandi. Kannski verður eitthvað meira úr því í fram- tíðinni,“ bætir Bergþór við að lok- um. hlh Ræktar Stafrófur á Stafholtsveggjum -spjallað við Bergþór Jóhannesson rófnabónda á Stafholtsveggjum í Borgarfirði Bergþór Jóhannesson fyrir framan hænsnabúið á Stafholtsveggjum. Bergþór ásamt rófnauppskeru sum- arsins. Gulræturnar sem ræktaðar eru á Stafholtsveggjum eru best geymdar í sandi. Eins og sjá má eru þær vel vænar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.