Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Page 43

Skessuhorn - 23.11.2016, Page 43
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 43 - Reyktur lax, verði þér að góðu ! Snorrastofa í Reykholti hefur um árabil nýtt sér og tekið þátt í sam- starfi um Norrænu bókasafnavik- una, sem haldin er ár hvert um miðjan nóvember þegar skamm- degið umvefur norðurhvel jarð- ar. Þá hvetja bókasöfn um hinn norræna heim til samverustunda í ljósaskiptunum þar sem lesið er upp úr norrænum bókmenntum og hvers kyns viðburðir blómstra þar sem fólk kemur saman og nýt- ur lista og menningar í norræn- um anda. Oftar en ekki ber Dag íslenskrar tungu upp á einhvern vikudag bókasafnavikunnar og hvetur það til enn frekari athafna. Vikuna nýtti Snorrastofa til að bjóða samborgurunum til fjöl- breyttrar dagskrár, sem höfðaði til allra aldurshópa. Þegar litið er yfir vikuna má með sanni segja að vel hafi til tekist og að samfélagið sé ríkara að henni lokinni. Fyrst er að telja ljúft og gefandi sam- starf við leikskólann á Hnoðrabóli og Grunnskóla Borgarfjarðar þeg- ar nemendur þeirra glöddu stofn- unina með heimsókn á fyrsta degi vikunnar, mánudaginn 14. nóvem- ber. Í bókhlöðunni las Steinunn Garðarsdóttir Sumarið hans Her- manns eftir Stian Hole. Eftir lest- urinn bauð Hönnubúð hressingu og börnin áttu góða stund á safn- inu. Bjarni Guðmundsson á Hvann- eyri hélt fyrirlestur þriðjudags- kvöldið 15. nóvember um Mjólkur- skólann á Hvanneyri og rjómabú- in. Skólann taldi hann uppsprettu þekkingar kvenna á störfum við mjólkurvinnslu í upphafi 20. ald- ar, og að sú þekking hafi haft þýð- ingarmikil áhrif á búhætti í sveit- um landsins. Ekki leikur vafi á að Bjarni telst til fremstu merkisbera íslenskrar tungu og því fór vel á að fyrirlestur hans væri eins konar upptaktur að degi hennar. Þá rann upp Dagur íslenskr- ar tungu en þar var Iðunn Steins- dóttir rithöfundur í aðalhlutverki. Hún heimsótti Grunnskóla Borg- arfjarðar, allar deildir, las fyr- ir nemendur og ræddi við þá. Ið- unn hefur um árabil meðal ann- ars skrifað bækur um margs kon- ar málefni, sem ætlaðar eru börn- um í skóla. Má þar nefna bækur um norræna goðafræði. Nemend- ur tóku henni fagnandi og skóla- dagurinn var farsæll ræktunardag- ur íslenskrar tungu. Að skólaheim- sókn lokinni þáði Iðunn og nokkr- ir nemendur grunnskólans heim- boð aldraðra í Brún þar sem börn- in lásu ljóð og rithöfundurinn las úr eigin verki, Hrólfs sögu. Þetta varð úrvals samverustund ungra og aldinna með vel þáðum veitingum og spjalli. Miðvikudagskvöldið 17. nóvem- ber hélt Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti opinn fund og æfingu í bókhlöðunni. Þar voru bæði sungnar og fluttar vísur af ýmsu tagi. Fundirnir eru þriðja hvern miðvikudag í Snorrastofu yfir vetraurinn og eru ánægjuleg- ur sproti í menningarstarfi innan Snorrastofu. Prjóna-bóka-kaffið á fimmtu- dagskvöldinu var lokaviðburð- ur vikunnar en þar sagði Iðunn Steinsdóttir frá langafa sínum og las úr bók sinni um hann, Hrólfs sögu. Páll S. Brynjarsson sagði fréttir af starfi Norræna félags- ins í Borgarfirði. Í Prjóna-bóka- kaffi bókhlöðunnar, sem er ann- an hvern fimmtudag yfir veturinn, skapast góð og eftirsótt baðstofus- temning, sem hefur notið vinsælda og kvöldið að þessu sinni var hið ánægjulegasta. -fréttatilkynning Norrænar bókmenntir og íslensk tunga lýsa upp skammdegið Iðunn Steinsdóttir ásamt ungum ljóðelskendum. F.v.: Kristján Bjarni, Guðmundur Bragi, Þórunn Tinna, Kristrún Anja, Iðunn og Elísabet Ýr. Svipmynd frá bókakaffi á fimmtudagskvöldinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.