Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 44

Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201644 að eyða peningum í loforðabækling. Ég hafði það líka á tilfinningunni að fólk tryði ekki að mér væri alvara og ekki hafði ég tíma né peninga til þess að hringja í þúsund manns og biðja þá um að kjósa mig,“ segir Rúnar. „Í staðinn fór ég þá leið að sýna að ég væri tilbúinn að leggja mikið á mig til þess að verða í einu af efstu sæt- unum. Til að sýna fram á það ákvað ég að burðast með skrifborðsstól á hæsta tind sem ég þekkti, Hafnar- fjall. Og vegna þess hve umhverfis- vænn VG er þá að sjálfsögðu drösl- aðist ég með hann niður aftur,“ segir Rúnar sem naut aðstoðar Kára bróð- ur síns í göngunni sem tók hana upp á filmu. Niðurstaða forvalsins var sú að Rúnar hafnaði í 4. sæti sem verður að teljast góður árangur fyrir tvítug- an nýliða í stjórnmálum. Stemning í kosninga- baráttunni Rúnar segir kosningabaráttuna hafa verið líflega og skemmtilega. „Kjör- dæmið er víðfeðmt og ég gat ekki gert mér í hugarlund hvað brynni á hverjum og einum kjósanda. Þess vegna ákvað ég að fara útum allt með leiðtogum listans, jafnvel þó ég væri ekki beint í baráttusæti. Síðan var mér bara vel tekið þrátt fyrir að vera bara einhver tittur úr Borgarfirði,“ bætir hann við. Rúnar segir góða stemningu hafi einkennt kosningabaráttu VG en flokkurinn bætti við sig miklu fylgi og var hársbreidd frá því að bæta við sig manni. „Eftirminnilegasti hluti kosningabaráttunnar var að fara um Vestfirði. Heiðurshjónin Hilmar og Lilja Rafney buðu mér heim til sín og sýndu mér um allan fjörðinn og það er eitt af mörgum atriðum sem gefa mér mjög heilbrigða mynd af póli- tík. Skoðanabræðurnir og ungstirnin Ingi Hans og Lárus Ástmar urðu líka miklir vinir mínir og framsögur Inga og hreinskilnin á fundum eru akkúrat ástæðan fyrir því að mér finnst póli- tík skemmtileg.“ Gestirnir halda aftur af Ísraelsmönnum Strax eftir kosningarnar vatt Rúnar kvæði sínu í kross og hélt til Palest- ínu sem hann hefur haft á döfinni um langa hríð. „Það má kannski segja að áhuginn hafi kviknað þegar að Ásta Heiðrún frænka mín var sjálfboða- liði í Ghana í Afríku fyrir mörg- um árum. Þá fannst mér ég þurfa að skoða þann hluta heimsins sem nýtur engan veginn þeirra forréttinda sem við þekkjum á Íslandi. Það var mér óskiljanlegt þá og er enn hvers vegna illa er komið fyrir svona stórum hluta mannkyns og oft af völdum okkar sem búum á Vesturlöndum.“ Rúnar hugðist halda til Afríku og gerast sjálfboðaliði í hjálparstarfi eftir stúdentspróf en síðar komst á dagskrá að fara frekar til hinnar um- setnu Palestínu. Það var ekki síst að þakka kynnum sínum af hugsjóna- fólki innan félagsins Ísland-Palest- ína. „Um leið og síðustu kosninga- tölur komu í hús þá dreif ég mig að kaupa miða. Þar hef ég starfað á veg- um ISM (International Solidarity Movement) sem ég komst í sam- band við í gegnum Ísland-Palest- ína. Starfið hérna úti er fjölbreytt en markmið þess er að styðja við bak- ið á Palestínumönnum gegn yfir- gangi Ísraelsmanna. Markmið ísra- elska hersins er að taka yfir Palest- ínu og þurrka þjóðina út en það vilja þeir helst gera fyrir luktum dyrum. Því er nærvera erlendra gesta mik- ilvæg, sérstaklega með myndavél- ar að vopni enda eru þeir feimnir að gera okkur mein vegna stöðu okk- ar,“ segir Rúnar. Hjálpar börnum og bændum Sjálfboðaliðarnir hjá ISM koma að ýmsum verkefnum, m.a. að að- stoða palestínska bændur. „Við höf- um verið að hjálpa bændum að tína ólífur en með nærveru okkar þá fæl- um við frá landtöku- og hermenn úr hópi Ísraela sem annars eru ófeimn- ir að gera þeim mein. Þeir eiga til að kveikja jafnvel í trjánum þeirra,“ segir Rúnar. „Við fylgjum einnig börnum í skólann sem þurfa að fara í gegn- um eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna (check points) á leið sinni í skól- ann. Þau eiga það á hættu á hverj- um degi að vera handtekin eða verða fyrir barðinu á táragasi. Á föstudög- um, sem eru frídagar hjá Palest- ínumönnum, þá tökum við þátt í mótmælum gegn ástandinu ásamt heimafólki. Á fyrstu mótmælunum sem ég mætti á voru tveir handtekn- ir en við náðum að semja um að fá þeim sleppt,“ segir Rúnar sem seg- ir ótrúlegt að upplifa þær aðstæður sem Palestínumenn búa við. Magnað viðhorf þrátt fyrir harðræði „Hingað til hef ég verið heppinn í þessum átökum. Ég vaknaði þó við sprengju frá ísraelska hernum einn morguninn. Þeir „vöruðu“ íbúa við eins og ISIS væri að verki, til að hræða þá. Sjálfur verð ég oft fyr- ir áreiti frá hermönnum sem spyrja mig spjörunum úr af hverju ég er að dvelja hérna. Ég þarf því alltaf að hafa vegabréfið á mér til að komast leið- ar minnar í gegnum eftirlitið,“ segir hann. „En ég er ekki í nærri því sömu hættu og þeir sem hér búa og ég dvel aðeins hér í rúman mánuð. Eftir það þá fer ég heim og fer í Geirabakarí og spinning til Gunnu Dan og hetju- skapurinn er því lítill.“ Rúnar telur mikilvægt að halda umræðunni um stöðu Palestínu- manna áberandi og lifandi. „Palest- ínubúar eru frábærir og með glatt og gestrisið viðmót þrátt fyrir að búa í reynd í stærsta fangelsi í heimi. Ég verð að segja að viðhorf þeirra til lífsins er magnað þrátt fyrir að þess- ar aðstæður. Þetta er fólk sem býr við það að geta verið fangelsað eða jafn- vel drepið fyrir engar sakir líkt og hendi væri veifað. Saga þeirra þarf að heyrast og þetta fólk eru hetjurn- ar - stelpurnar og strákarnir okkar. Við megum ekki gleyma þeim sem minna mega sín þó vandamálin séu okkur ekki bersýnileg í póstnúm- erinu okkar heima á Íslandi.“ Fer allt eftir veðri Rúnar er fljótlega á förum frá Pal- estínu og er stefnan sett aftur heim til Íslands. „Ég ætla þó að byrja á því að fara til Egyptalands í nokkra daga áður en ég kem heim. Eftir það er allt frekar laust í reipunum. Ég er líkleg- ast búinn að landa spennandi tíma- bundnu starfi en ég þarf að finna eitthvað annað að því loknu og síðan stefni ég á háskólanám næsta haust. Fer allt eftir veðri.“ hlh Rúnar Gíslason í Borgarnesi hefur verið iðinn á félags- og stjórnmála- sviðinu á undanförnum misserum. Rúnar ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þrátt fyrir ungan ald- ur, og nýverið í aðdraganda alþing- iskosninga sóttist hann eftir sjálfu oddvitasætinu á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Forvalsbarátt- an hans vakti nokkra athygli, ekki síst það uppátæki þegar hann gekk með skrifborðsstól upp og niður Hafnar- fjall, sýndi þar með táknrænum hætti að hann stefndi á efsta sætið. Skessu- horn setti sig í samband við þennan uppátækjasama og líflega Borgnesing sem dvalið hefur í Palestínu frá lok- um alþingiskosninga við sjálfboða- störf. Með ríka réttlætiskennd Rúnar segir að framboð sitt til met- orða í VG hafi haft skamman aðdrag- anda. „Ég hef alltaf fylgst með póli- tík en fyrst af alvöru þegar ég smit- aðist af góðum vini mínum Bjarka Grönfeldt. Fljótlega komst ég að því að Vinstri grænir áttu best við mig þó ég hefði enga tengingu við þann flokk. Bjarki var örugglega eini með- limurinn sem ég þekkti áður en ég gekk í flokkinn. Ég hef alltaf verið áhugasamur um umhverfi mitt og haft sterkar skoðanir á hlutunum. Ég er einnig með ríka réttlætiskennd og því átti VG vel við mig.“ Eftir að hafa mætt á kjördæmis- ráðsfund á Hvanneyri blossaði upp áhugi að taka þátt af krafti í alþing- iskosningum. Í fyrstu hafði Rún- ar áhuga á að taka sæti neðarlega á væntanlegum lista VG. „Eftir fund- inn þá velti ég því fyrir mér af hverju ég hefði áhuga á sæti sem gerði lítið annað en að prýða nafnið mitt. Fyrst ég var kominn í þær hugleiðingar þá áttaði ég mig á því að ég var tilbúinn að leggja mikið á mig. Þá ákvað ég að gera atlögu að efsta sætinu,“ seg- ir Rúnar og beið hans ærið verkefni að ná til félaga í nýja flokknum og kynna sig. Vildi sýna fordæmi Rúnar þurfti að vera frumlegur til að koma sér á framfæri enda hafði hann takmarkaða reynslu og fjárráð til að fara um kjördæmið og kynna sig. „Forvalið var líka á óvenjuleg- um tíma, fólk í heyskap eða sumar- fríi og lítill áhugi á pólitísku starfi. Ég vissi að mótframbjóðendurnir voru þaulreyndir, margir og sterkir og ég óþekktur. Þess vegna þurfti ég að reyna að finna upp á leiðum til að vekja athygli á framboði mínu án þess Laugardaginn 3. desember er stefnt að árlegum jólamarkaði í hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal. Opið verður frá klukkan 13 til 17. Á boðstólnum verður m.a. Erpsstaða-ís, nautakjöt, lamba- kjöt beint frá býli, ilmkjarnaolí- ur, náttúrulegar sápur, ýmis mat- vara, smákökur og tertur, hand- verk úr tré, kósýföt, jarðaberja- sýróp, flottir límmiðar, sinnep, mysudrykkur, gærur, leðurtösk- ur og glerlampar. Ungmenna- félag Reykdæla verður með til sölu kaffi og vöfflur. Íslensk jólatré verða auk þess til sölu. Allir eru velkomnir og sem fyrr er það Framfarafélag Borgfirð- inga sem stendur fyrir markað- inum. -fréttatilkynning Jólamarkaður í Nesi verður 3. desember Upp á Hafnarfjall og til Palestínu -rætt við eldhugann Rúnar Gíslason úr Borgarnesi Rúnar Gíslason að störfum á ólífuakri í Palestínu. Rúnar ásamt hressum palest- ínskum krakkahópi í borginni Hebron. Palestínumenn búa við stöðugt eftirlit. Hér er bakpoki Rúnars skoðaður af ísraelskum hermanni á einni af mörgum eftirlitsstöðvum (check points) ísraelska hersins í Palestínu. Andstæðurnar eru miklar fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelskir hermenn, gráir fyrir járnum, ræða við palestínska konu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.