Skessuhorn - 23.11.2016, Side 46
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201646
„Ég er fæddur og uppalinn í Hólmin-
um og komin af ágætis fólki. Mamma
er Hólmari og pabbi fellur eflaust
undir þann flokk líka í dag þó hann
komi að norðan,” segir Hólmarinn
Jón Sindri Emilsson, fjölmiðlafræð-
ingur og matgæðingur með meiru
í Stykkishólmi. Jón Sindri er 27 ára
og býr í Hólminum ásamt unnustu
sinni Heiðu Maríu Elfarsdóttur, sem
einnig er þaðan, og tveimur börnum
þeirra. Jón Sindri spilar á bassa og
gítar í frístundum og hefur hugleitt
að sameina fjölmiðlafræði og áhuga
sinn á eldamennsku með því að ger-
ast sjónvarpskokkur í anda Sigga
Hall.
Hafði áhuga á
auglýsingagerð
Jón Sindri lærði fjölmiðlafræði á Ak-
ureyri sem er bær sem hann á sterkar
rætur til. „Akureyri hefur alltaf verið
mitt annað heimili, þar á ég ættingja
og þar átti ég ömmu og afa. Fjöl-
skylduferðirnar lágu því alltaf norð-
ur á Akureyri þegar ég var lítill. Ég
fór örsjaldan til Reykjavíkur og hef
aldrei kunnað vel við mig þar.”
Þegar Jón Sindri skráði sig í fjöl-
miðlafræði hafði hann áhuga á aug-
lýsingagerð og leit á fjölmiðlafræðina
sem upphafspunkt þess að að læra það
fag. „Eftir á að hyggja hefði kannski
annað hentað betur, og þó. Þetta
með auglýsingagerðina voru frek-
ar getgátur en staðreyndir. Kannski
hefði ég gaman af því en veit í sjálfu
sér lítið um hvernig sú vinna gengur
fyrir sig. En fjölmiðlar eru skemmti-
legt fyrirbæri og náminu sé ég ekki
eftir, það hefur oft komið sér vel og á
eflaust eftir að halda því áfram,” seg-
ir hann en geta má þess að Jón Sindri
hefur í hjáverkum verið fréttaritari
Skessuhorns í Stykkishólmi.
„Námið fannst mér á heildina litið
skemmtilegt og áhugavert. Auðvitað
voru einhverjir áfangar sem ég hefði
alveg mátt missa af og mér fannst
koma fjölmiðlum lítið við. Ég hefði
viljað meira af verklegum áföngum
en verklegi hlutinn af náminu fannst
mér bæði skemmtilegastur og gagn-
legastur líka. Reynslan kennir manni
mest.”
Ferðamennirnir kenna
ýmislegt
„Fyrsta starf eftir að ég útskrifaðist
sem fjölmiðlafræðingur var í eld-
húsi, eðlilega,” svarar Jón Sindri í
léttum tón þegar hann er spurður
hvað hafi tekið við að námi loknu.
„Þar kviknaði áhugi sem hefur lifað
síðan. Ég hef nú grínast með það að
læra kokkinn og gerast svo á end-
anum sjónvarpskokkur og sameina
þannig námin tvö. Siggi Hall, Jói
Fel og Jón Sindri. Aldrei að vita!”
„Í dag starfa ég á Hótel Egilsen
og líkar vel,” heldur hann áfram.
„Ferðamannabransinn er ekki bara
skemmtilegur heldur líka fróðleg-
ur. Samskipti við ferðamenn héðan
og þaðan kenna manni ýmislegt, fólk
getur frætt mann um sín lönd og sína
menningu. Stundum hefur fólk meira
að segja sagt mér hluti um Ísland sem
ég hafði ekki hugmynd um.”
Ágætt að framtíðin
komi á óvart
„Hólmurinn er fallegur bær og þar
er gott að búa. Helsti kosturinn
er fólkið. Við unnustan mín erum
bæði Hólmarar og eigum hér fjöl-
skyldu og vini. Auk þess finnst mér
mjög gott að búa ekki í of stóru
samfélagi. Því fylgir mikið frelsi og
hér er gott að ala upp börn,” seg-
ir Jón Sindri um kosti þess að búa
í Stykkishólmi þar sem nóg er um
að vera. Og ekki vantar áhugamál-
in í Hólminum svarar hann spurð-
ur um iðju utan vinnunnar. „Tvö
áhugamál koma upp í hugann.
Annars vegar er það tónlist, ég spila
á bassa og gítar og geri mest af því
bara heima við núna. Af og til hitti
ég nú samt einhverja félaga mína og
spila með þeim. Hitt áhugamálið er
matur, bæði hef ég mikla ánægju af
því að borða og elda.”
Jón Sindri er sallarólegur í svörum
þegar hann er spurður út í framtíð-
arplön. „Í raun hef ég litla þörf fyrir
að plana framtíðina. Framtíðin kem-
ur og ágætt að hún komi bara á óvart,
þetta kemur allt í ljós.” hlh
„Við höfum verið á fullu síðan við
opnuðum,“ segir Rúna Björg Sig-
urðardóttir, einka- og styrktarþjálf-
ari, sem opnaði líkamsræktarstöðina
Metabolic Akranesi rétt eftir páska á
þessu ári. „Við opnuðum eiginlega á
versta tíma, að vori,“ segir Rúna, en
aðsóknin hafi þó verið mjög góð.
„Þetta hefur gengið vonum framar í
allt sumar.“ Líkamsræktarstöðin er til
húsa við Ægisbraut á Akranesi. Í hús-
næðinu var áður rekin fiskverkun, en
hefur nú algjörlega breytt um svip.
Húsnæðið er lítið, eða um 130 fer-
metrar, en Rúna segir að það sé alveg
nógu stórt eins og er. Nú þegar eru
um 120 manns í áskrift hjá Metabo-
lic Akranesi.
Sól í ræktinni og
skynsamleg takmörk
Húsnæðið við Ægisbraut býður upp
á að hægt sé að opna bílskúrsdyr út.
„Við vorum meira og minna með
opið út í allt sumar. Ég held að fólk
hafi ekki upplifað það þannig að það
væri að koma inn á æfingu yfir há-
sumarið. Sólin skein inn meirihlut-
ann af deginum og við æfðum reglu-
lega úti,“ segir Rúna.
Hópurinn sem æfir hjá henni er
mjög fjölbreyttur. „Við reynum að
halda vel utan um fólk þegar það er
að byrja,“ segir Rúna og viðurkenn-
ir hlæjandi að hún og hinir þjálfar-
arnir geti verið hálf pirrandi stund-
um. „Við setjum fólki takmörk. Við
vitum hvernig það er að byrja of
geyst.“ Stundum gleymi byrjendur
sér og hrífist með hópnum sem hefur
æft lengur. Þjálfararnir reyni að hafa
hemil á áköfum byrjendum til að þeir
ofkeyri sig ekki. „Við reynum að gera
fólki grein fyrir því að það er algjör
óþarfi að taka þyngstu lóðin og klára
fyrstur. Góð tækni og að líða vel eft-
ir æfingar skiptir höfuðmáli.“ Mik-
ilvægast sé að fólk taki æfingarnar á
sínum hraða til að minnka hættu á
meiðslum og ná sem bestum árangri.
Nokkur ár í bígerð
Kúnnahópurinn hjá Metabolic er að-
allega frá Akranesi. „Hér er afslapp-
að andrúmsloft, það þarf enginn að
setja sig í neinar stellingar. Þú mæt-
ir ekki einhverjum sem er að fara að
gera eitthvað annað en þú hérna,“
segir Rúna. „Hérna er svo heimilisleg
stemning, sem á kannski vel við fólk
sem er að glíma við félagsfælni af ein-
hverju tagi.“ Aðspurð segir Rúna að
hún hafi fundið fyrir því að fólk komi
frekar til hennar og líki betur í Me-
tabolic Akranesi, en að fara í líkams-
ræktarsalinn á Jaðarsbökkum. „Við
reynum samt bara að hugsa vel um
okkur og leiðum þá gagnrýni hjá okk-
ur. Við reynum bara að gera vel hér.“
Rúna segir að hugmyndin að því að
stofna einkarekna líkamsræktarstöð
á Akranesi hafi gerjast með henni
í nokkur ár, áður en hún og eigin-
maður hennar létu til skarar skríða.
Þau fóru þó varlega af stað og þegar
þau duttu niður á húsnæðið þar sem
líkamræktin er í dag hafi þau stokk-
ið til og lagt allt í það. Rúna starf-
aði áður sem einkaþjálfari í íþrótta-
miðstöðinni á Jaðarsbökkum. „Mað-
ur var orðinn svo vanur því að vera
með stóra hópa, svo við vorum alltaf
að leita að einhverju stóru.“ Fljótlega
hafi hún þó séð að það væri kannski
ekki rétta leiðin. „Lítið bil í iðnaðar-
húsnæði virtist henta okkur betur en
við héldum.“
Fullkomin stærð
Á sama tíma og þau fundu húsnæðið
var Rúna í fæðingarorlofi. Hún lýs-
ir því svo að þá hafi orðið kaflaskil í
huga hennar. „Ég bara gat ekki hugs-
að mér að fara aftur í sama farið,“
segir Rúna og bætir við að hún hafi
verið komin upp að vegg í starfi sínu
á Jaðarsbökkum. „Það var rosalega
gott að vera á Jaðarsbökkum. En að-
staðan þarna er mjög heftandi.“ Hún
hafi til dæmis ekki getað bætt við sig
búnaði vegna plássleysis og þrátt fyrir
mikla aðsókn í tímana var ekki hægt
að fjölga þeim. Því stökk hún á tæki-
færið að prófa eitthvað nýtt þegar það
bauðst.
Framtíðarsýn Rúnu er ekki endi-
lega að stækka við sig. Hún starfar
sem styrktarþjálfari hjá handknatt-
leiksdeild Aftureldingar nokkra daga
í viku sem heftir starf hennar hjá Me-
tabolic. „Eftir þetta tímabil þarf ég
svolítið að ákveða hvort ég ætla að
halda áfram þar, eða ekki.“ Ef hún
minnkar við sig hjá Aftureldingu eða
hættir, er hún tilbúin til að gera meira
úr Metabolic, en ekki endilega að
stækka húsnæðið. „Stærðin er eigin-
lega alveg fullkomin,“ segir Rúna þar
sem hópastærðirnar verði fyrir vikið
minni og öll þjónusta við hvern iðk-
anda betri. „Þegar maður fer í svona
minni hópa þá verður einhvern veg-
inn stemningin í hópunum betri og
mórallinn allt annar. Hóparnir eru
þéttari og við þjálfararnir eigum auð-
veldara með að veita persónulega og
góða þjónustu. Ég er ekki tilbúin til
að missa það.“
klj
„Þetta hefur
gengið vonum
framar“
- segir Rúna Björg Sigurðardóttir um móttök-
urnar við nýrri líkamsræktarstöð á Akranesi
Rúna segir að hún vilji ekki stækka
húsnæðið hjá Metabolic Akranesi
eins og er, það sé passlega stórt.
Aðstaðan er snyrtileg og falleg. Rúna segir að hún hafi lagt mikið í að hafa flæðið
í salnum gott.
„Siggi Hall, Jói Fel og Jón Sindri - Aldrei að vita!”
- segir Jón Sindri Emilsson fjölmiðlafræðingur og matgæðingur í Stykkishólmi
Jón Sindri Emilsson
ásamt Hrafni Ágústi,
yngri barni sínu.
Matgæðingurinn hugar að pönnunni í
eldhúsinu.