Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Side 51

Skessuhorn - 23.11.2016, Side 51
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 51                     Hún kveðst vera mikil áhuga- manneskja um forystufé en er sjálf ein skipulögð óreiða og bókaorm- ur sem þó sé almennt glaðvær og með húmor fyrir lífinu. Þannig lýs- ir Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir, 25 ára þjóðfræð- ingur frá Gróustöðum í Gilsfirði, sjálfri sér þegar hún er spurð út í eigin hagi og áhugamálin. Skessu- horn ræddi við þennan hressa þjóð- fræðing á dögunum sem nú starf- ar að eigin sögn í hjarta skagfirska efnahagssvæðisins, nánar tiltekið í Kjötafurðastöð Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki. Málabraut og rafmagn Líkt og í tilfelli margra Vestlend- inga lá leið Guðlaugar eftir grunn- skóla í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Ég fór á málabraut í FVA af því að mér fannst félags- fræðabraut of mainstream. Eftir að hafa lokið stúdentinum þar hélt ég áfram í skólanum og tók eina önn í grunndeild rafiðna. Lærði meira á þessari einu önn þar heldur en öll hin árin í framhaldsskóla. Þurfti svo að hætta eftir þessa einu önn því ég átti engan pening eftir, vann í rækjuvinnslu í nokkra mánuði og skráði mig svo í BA nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands,” segir Guðlaug sem hefur ekki rifjað upp kynni sín af rafmagninu síðan. Allur andskotinn í þjóðfræðinni Guðlaug lauk þjóðfræðináminu í fyrra en hún segir það spennandi og fjölbreytt. „Ég þjáist af miklum valkvíða í lífinu og þjóðfræði virt- ist ná yfir nógu breytt svið. Það er hægt að taka allan andskotann fyr- ir þar. Norræna trú, þjóðsögur, nú- tíma flökkusagnir, pælingar um þjóðbúninginn, pönkara, brandara og meira segja andskotann sjálfan,” segir hún. „Þetta nám er góður grunnur fyrir ýmislegt tengt kennslu, listum eða ferðaþjónustu. Þess utan voru bæði kennararnir og samnemendur mínir æðislegasta fólk sem ég hef kynnst,” bætir Guðlaug við og rifj- ar upp að á samkomum nemenda hafi hún fengið útrás fyrir áhuga sinn á rímum. „Ég fékk líka að stýra hringdansi á sameiginlegu þorra- blóti þjóðfræðinema og þjóðfræð- inga. Það er líf í þjóðfræðinni.” Ræddi forystufé á Rás 1 Einlægur áhugi Guðlaugar á forystufé setti svip á námið og að endingu fjallaði hún um þessi merku dýr í lokaverkefni sínu. „Ég tók fyrir sögu forystufjár ásamt því að greina viðtöl við bændur. Ég tók nokkur viðtalanna sjálf en svo fékk ég aðgang að viðtölum gegnum Fræðasetur um forystufé á Þórs- höfn. Reyndar var langur aðdrag- andi að ritgerðinni. Fyrsta verk- efnið sem ég gerði í þjóðfræði var örstuttur útvarpsþáttur þar sem ég tók viðtal við pabba minn, Berg- svein Reynisson, um forystufé. Þættinum var svo útvarpað á Rás 1. Svo tókst mér einhvern veginn að troða forystufé inn í a.m.k. eitt verkefni á hverri önn eftir það svo ég var komin með góðan grunn fyrir lokaverkefnið,” segir Guðlaug sem vonast til að geta haldið áfram að fjalla um forystuféð í framtíð- inni. „Það er stórskemmtilegt að spjalla við fólk um þessa tegund því flestum finnst svo gaman að lýsa hegðun þess og segja frá því sem þetta fé gerir.” Efni í fínustu þjóðsögur Síðustu misseri hefur Guðlaug starfað í Kjötafurðastöð KS á Sauð- arkróki. Ekki er annað hægt en að spyrja hana hvort það starf hafi ein- hverja þjóðfræðilega vídd. „Klár- lega,” svarar hún að bragði. „Skag- firska efnahagssvæðið og KS mafí- an eru efni í fínustu þjóðsögur. Þess utan er stórkostlegt að sjá Fram- sóknarmenn í sínu náttúrulega um- hverfi, sérstaklega gallharða stuðn- ingsmenn Sigmundar Davíðs,” seg- ir Guðlaug sem segir vinnustaðinn góðan og skemmtilegan. Endar örugglega í nýsköpunarfyrirtæki Þrátt fyrir áhuga á forystufé þá kveðst Guðlaug ekki hafa á prjón- unum að fara í búskap í framtíðinni. „Ég læt mér nægja að sinni að vera sjálfskipaður þræll foreldra minna í sauðburði og smalamennskum. Mér líkar of vel við helgarfrí og útborgað orlof til að vilja gerast bóndi. Síðan hef ég lítinn áhuga á hefðbundnum 9-5 störfum, mögu- lega af því að foreldrar mínir eru sauðfjárbændur. Ég enda áreiðan- lega í nokkrum hlutastörfum, ný- sköpunarfyrirtæki eða einhverju öðruvísi,” segir hún. „Annars er ég nokkuð sátt með kjötafurðastöðina, þó að það hafi meira með stórbrjál- uðu vinnufélaga mína að gera held- ur en vinnuna sjálfa.” hlh „Stórkostlegt að sjá Framsóknarmenn í sínu náttúrulega umhverfi“ -rættu við Guðlaugu Guðmundu Ingi- björgu Bergsveinsdóttur þjóðfræðing frá Gróustöðum í Gilsfirði Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir ásamt forystuánni Freyju og forystugimbrinni hennar Hnoss í fjárhúsunum á Gróustöðum. Í Kjötiðnarstöð KS á Sauðárkróki, tilbúin í slaginn. Heyrðu umskiptin -fáðu heyrnartæki til reynslu heyrnartækja. Fagleg heyrnarþjónusta. Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is • SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.