Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Side 57

Skessuhorn - 23.11.2016, Side 57
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 57 !"#$%&'#()*+,,-(./'( !"#$0$1$(0$23456'0(7(08$#962* Jólatónleikar !$'5':8(;"' <=>?@ABCD=;EFDCDC(( GHCFIC(<CDAJ(GECKELLMJ(( MK(ND@E(GECKELLMJ OP*(N;L;!G;C(( C;QF<M=RLFECF>D(( F=(S,T,, !"#$%&'(#)*+$%(#),(#'-.'/#)0+1'234%$'(#'-&5)6(7&#)8.79.:;$$3:5) <&#&)!(=&)3*)>?:()@-A#*B(:$C K&U#6(V:'(W651XYU$(8Z91&"/$([5(XZ1$08&29"956(\&"98(](WX$'8$08$#* „Ég man ekki hvenær ég byrjaði í kraftlyftingum,“ segir Einar Örn Guðnason og hlær. „Það eina sem ég man er að það var í nóvember, því ég keppti á fyrsta mótinu mínu í janú- ar árið eftir. Ég vann á því móti og fékk bikar,“ bætir hann við. „Líklega stendur ártalið á bikarnum sem er uppi á hillu heima í sveitinni.“ Einar tekur upp símann og hringir í móður sína sem getur ekki orðið honum að liði, þar sem hún er ekki heima við. Því næst reynir hann föður sinn, en hann ansar ekki. Síðar í samræðum blaðamanns og Einars kemur í ljós að árið týnda er 2009. En það gildir einu. Síðan þá hefur Einar unnið til fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla í kraftlyftingum og sett hvorki fleiri né færri en 52 Íslandsmet. Hann kveðst hins vegar hafa verið grunlaus um hvað biði hans þegar hann byrjaði að lyfta lóðum 18 ára gamall. „Ég byrjaði ekki að lyfta með það að markmiði að fara að keppa í kraft- lyftingum. Ég byrjaði bara að lyfta með Manga vini mínum í íþróttahús- inu við Vesturgötu á Akranesi þeg- ar við vorum í fjölbraut, eftir æfinga- plani frá Írisi Grönfeldt. En ég smit- aðist strax af bakteríunni og einum og hálfum mánuði síðar var ég farinn að einblína á kraftlyftingar,“ segir Ein- ar. Á þeim tíma þjálfaði hann frjálsar íþróttir í Borgarnesi tvisvar í viku og lyfti stundum þar í leiðinni. „Ég var farinn að spá í að keppa á einhverjum mótum hjá Kraftlyft- ingasambandinu en þá hafði Valdi Borgarnesbolla [Þorvaldur Ásberg Kristbergsson] samband og sagði: „Þú kemur og lyftir hjá okkur,“ og ég gerði það,“ segir Einar. Úr varð að Einar keppti fyrsta árið á vegum kraftlyftingafélagsins METAL, sem er ekki innan vébanda Kraftlyftinga- sambands Íslands og þar með ekki Íþrótta- og Ólympíusambandinu. Öll þau met sem hann setti innan ME- TAL eru því ekki formleg met og njóta ekki viðurkenningar á lands- og heimsvísu. „METAL er hópur af fólki sem er að lyfta og keppa til að þykjast geta sett heimsmet. Iðkend- urnir eru tiltölulega fáir og það eru ekki einu sinni lyfjapróf,“ segir Ein- ar. „Það er allt saman gott og bless- að. Ef þeir vilja gera þetta svona þá er það hið besta mál. En þessi „heims- met“ sem ég setti þar hefðu ekki einu sinni komið mér á verðlaunapall ef ég hefði verið að keppa á heimsmeist- aramótum fyrir Kraftlyftingasam- bandið.“ Dansinn besti grunnurinn Eftir að hann gekk úr skafti METAL og hóf að keppa fyrir kraftlyftinga- sambandið hefur Einar sett 52 Ís- landsmet, sem fyrr segir. Metin eru þó ekki það sem heldur honum við efnið. „Það er auðvitað gaman að setja met en það er skemmtilegast að vera stöðugt að bæta sig, þess vegna er maður í þessu. Metin eru bara rós í hnappagatið,“ segir Einar. Þrátt fyr- ir að hafa ekki byrjað að lyfta til að keppa í kraftlyftingum kveðst hann engu að síður alinn upp við að horfa á aflraunir í sjónvarpinu. Fyrirmyndir hans voru aflraunakapparnir Magnús Ver Magnússon og Jón Páll Sigmars- son. „Ég hef meira að segja keppt einu sinni í aflraunum en það er ekki til umræðu hér,“ segir hann léttur í bragði og hlær hálf skömmustulega. Áður en Einar hóf að lyfta lóð- um stundaði hann frjálsar íþrótt- ir. Segir hann að þær séu prýðileg- ur grunnur fyrir kraftlyftingarnar. „En ég æfði líka dans, og það er ein- hver besti grunnur sem kraftlyftinga- fólk getur haft,“ segir Einar. „Dans- inn gerði það að verkum að ég var með gott vald á öllum hreyfingum og var sterkur þegar ég byrjaði að lyfta,“ bætir hann við. Hvetur alla til að prófa kraftlyftingar Einar er frá Brautartungu í Lund- arreykjadal en er búsettur á Akra- nesi ásamt sambýliskonu sinni Evu Ösp Sæmundsdóttur og syni þeirra Sigurði Erni. Einar lærði málmiðn í Fjölbrautaskóla Vesturlands og starf- ar í vélsmiðju Héðins á Grundartanga á dagvinnutíma. „Síðan fer ég nánast beint á æfingu eftir að ég kem heim úr vinnunni, þrjá daga í viku. Auð- vitað væri óskastaða að æfa á hverj- um degi en æfingarnar eru tímafrek- ar, allt að fjórir tímar í senn og ég er fjölskyldumaður í fullri vinnu,“ segir Einar. Það virðist þó ganga ágætlega upp, því hann hefur aðeins misst af gullinu á einu móti á þessu ári. Hann æfir, líkt og aðrir kraftlyftingamenn á Akranesi, í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu í aðstöðu Kraftlyft- ingafélags Akraness, þar sem Einar er jafnframt formaður. Hann segir félagið hafa verið í sókn undanfarin misseri. „Þetta er flott félag og iðk- endur hafa staðið sig vel í keppnum bæði á Íslandi og erlendis. Félagið hefur unnið níu Íslands- og bikar- meistaratitla á þessu ári og fullt af silfurverðlaunum. Það er býsna góð- ur árangur,“ segir Einar. „Iðkendum fer fjölgandi og við erum nú þegar að sprengja aðstöðuna utan af okkur eftir að við stækkuðum hana í sumar. Við erum líka farin að sjá fleiri stelp- ur æfa kraftlyftingar sem er mjög ánægjulegt. Við eignuðumst einmitt aftur Íslandsmeistara í kvennaflokki á árinu og það er frábært. Það er nefni- lega mikill misskilningur að kon- ur eigi ekki eða geti ekki lyft,“ bæt- ir hann við og mælir með kraftlyft- ingum fyrir alla sem hafa áhuga á og hvetur þá til að kíkja á æfingu hjá fé- laginu. „Þetta er eitthvað það besta sem þú getur gert ef þú vilt halda þér í formi eða byggja upp styrk. Kraft- lyftingar eru fyrir alla og ef fólk hef- ur hug á að prófa þá er um að gera að kíkja á okkur og fá leiðbeiningar, við erum með bestu þjálfara á landinu,“ segir Einar Örn Guðnason á lokum. kgk Smitaðist undir eins af kraftlyftingabakteríunni Rætt við Einar Örn Guðnason kraftlyftingakappa Kraftlyftingamaðurinn Einar Örn Guðnason. Einar klárar hér hnébeygjulyftu á Bikarmótinu í kraftlyftingum sem fram fór í byrjun mánaðarins. Einar varð bikarmeistari og stigahæstur karla óháð þyngdar- flokkum. Hann setti Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu á mótinu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.