Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Page 58

Skessuhorn - 23.11.2016, Page 58
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201658 En fyrst og fremst ákváðum við að taka þetta skref vegna umhverfis- ins.“ Skammaðist sín pínu Elísabet segir viðbrögðin við ákvörðuninni hafa verið svolít- ið eins og vinkona hennar upp- lifði stuttu áður. „Eins og þegar ég sagði fjölskyldunni minni frá þessu þá leið mér aðeins eins og ég væri að svíkja þau og ég skammaðist mín pínu, sem var svolítið undarleg til- finning. En það er auðvitað ekkert til að skammast sín fyrir, að ætla að lifa eftir sinni eigin sannfæringu.“ Aðspurð um hvort hún hafi orð- ið vör við neikvæða umræðu um þá sem eru vegan segist hún alveg hafa séð eitthvað um það á netinu. Það virðist þó ekki koma frá fjölmenn- um hópi. „En breytingar og önnur umræða en fólk er vant tekur alltaf á og hristir fólk svolítið. Ég hef samt ekkert lent í neinu svona persónu- lega þó ég hafi alveg fengið alls kon- ar spurningar, bæði vegna forvitni en stundum samt með smá fussi.“ Bældi samkenndina Elísabet kemur úr sveit. Hún man vel eftir einu atviki sem gerðist þegar hún var 12 - 13 ára og var að borða kvöldmat með fjölskyldunni. „Þá kom til tals að við vorum að borða tungu úr nautinu sem hafði verið í fjósinu vikuna áður. Mér fannst það ógeðslegt. Tengingin var sterk og ég upplifði einhvers konar svik því mér hafði þótt vænt um hann.“ Hún seg- ist hafa áttað sig á því að með árun- um hafi hún lært að bæla vissan hlut innra með sér. „Þessa samkennd með dýrunum sem er svo algeng hjá börnum. Börn tengja við allt og eru svo hrein og bein,“ segir hún. „Það er bara viss hlutur sem gerist, mað- ur einhvern veginn bælir niður þessa samkennd með dýrunum. En sam- kenndin er ekki neikvæð og er ekk- ert til að skammast sín fyrir. Að tjá tilfinningar og hafa tilfinningar.“ Hún segist í dag sjá matinn með öðrum augum. Ef lambalæri er á boðstólnum segist hún til dæmis ekki sjá það sem mat, heldur meira sem fót. „Við eigum hund og ég myndi aldrei borða hund. Það er samfélagslega rangt hér en í Asíu eru hundar borðaðir. Sumum finnst ógeðslegt að borða kanínur á meðan öðrum finnst það ekki og svo fram- vegis. Þetta opnaðist einhvern veg- inn hjá mér. Í dag á þetta ekki bara við um gæludýr heldur öll dýr. Ef ég sé lambalæri í dag sé ég bara fótlegg, sem gæti alveg eins verið fótleggur af hundinum mínum.“ Missti lystina Elísabet segir að gott aðgengi sé að matvöru sem inniheldur ekki dýra- afurðir. Hún upplifði sig engu að síður svolítið týnda þegar hún tók fyrstu vegan-skrefin. „Eftir að ég tók ákvörðunina um þetta þá ein- hvern veginn missti ég alla lyst á því sem ég átti til. Ég ætlaði upphaflega að klára allt sem við áttum til í fryst- inum og í ísskápnum en missti lyst- ina á því og stóð eftir svolítið týnd. En þá opnaði ég internetið og fór að skoða uppskriftir.“ Hún segir veg- anfæði ekki krefjast meiri undirbún- ings en þegar matur er eldaður frá grunni. „Ég var byrjuð að elda flest allt frá grunni og finn því ekki mik- inn mun.“ Elísabet segist hafa far- ið aðeins á undan eiginmanninum í þessum efnum, en í dag sé hann veg- an líka. Sonur þeirra veit hins veg- ar ekkert hvað það er. „Hann borð- ar allt sem er í boði þar sem hann er og við erum svo einstaklega heppin með það að hann borðar allt, nema eldaða sveppi og súpur,“ segir hún. Viðkvæmt að breyta hefðum Aðspurð um hefðbundinn dag út frá mataræðinu segist hún geta borðað ansi margt sem aðrir borða. Í morgunverð borðar fjöl- skyldan yfirleitt hafragraut, morg- unkorn með haframjólk eða soja- jógúrt með múslí, sem er svona spari. „Svo kaupum við bara brauð úti í búð eins og aðrir og vegan ost. Ég nota mikið hummus, hnetu- smjör og sultu og þegar við förum til Reykjavíkur kaupum við stund- um kjötlíkisálegg. Það er gaman að prufa það til dæmis ofan á pítsur. Í kvöldmat borðum við svo yfirleitt allskonar grænmetisrétti og ba- unarétti.“ Eins segist Elísabet geta bakað nánast hvað sem er, þrátt fyrir að nota ekki egg eða kúa- mjólk í baksturinn. Annað kemur í staðinn. „Ég get bakað nákvæm- lega það sem mig langar að baka. Það eru svo margar leiðir hægt að fara og ýmislegt hægt að gera. Og varðandi matreiðsluna þá snýst hún auðvitað mikið um krydd, hráefni og bragð. Ég hef náð að kalla fram það bragð sem bragð- laukarnir hafa sóst eftir.“ Hún seg- ir að á vissan hátt þurfi þó að læra að elda upp á nýtt. „Það er helst að vera tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. Þetta er ferli og partur af því er að vera opinn fyrir nýjungum,“ bætir hún við. Um jólin eldar Elísabet græn- metis wellington með sósu, brún- uðum kartöflum og hefðbundnu jólameðlæti. Hún segir fólk ein- blína mikið á matinn og að við- kvæmt sé að breyta hefðum. „Fólk hefur vanist á að borða þetta eða hitt um jólin og finnst erfitt að breyta því. En hefðir geta breyst og mega breytast. Stundum er bara vafasamt að festast í einhverj- um hefðum.“ Sjálf segist hún ekki sakna neinnar fæðutegundar eftir að hún gerðist vegan og þau hjón- in hlakka mikið til að gæða sér á jólamatnum. Betri heilsa Elísabet segir allar þessar pæling- ar um umhverfismál og mataræði hafa haft áhrif á heimilinu. Hjón- unum líður báðum betur heilsu- farslega séð og finnst þessi hugsun hafa hægt á þeim, til dæmis í inn- kaupum. „Við erum nægjusamari. Ef okkur vantar eitthvað, þá auðvitað kaupum við það. En við spyrjum okkur að því hvort okk- ur langi til að eiga þetta eftir til dæmis tvö ár. Við líðum eng- an skort og okkur líður ekki illa,“ segir hún. Það vill oft vera þannig að þegar umhverfisvitundin vakn- ar, þá vindur það upp á sig líkt og það gerð í tilfelli Elísabetar. Hún segir fólk geta gert ýmislegt í um- hverfismálum og til að axla sam- félagslega ábyrgð en erfitt sé að ætla að gera allt. „Það er eiginlega ekki hægt að gera allt en allir geta gert eitthvað,“ bendir hún á. Sjálf segist hún reikna með því að hún verði vegan það sem eftir er af líf- inu. „Þetta er skref sem ég get ekki stigið til baka. Maður fer í siðferð- ispælingar, kjöt er bara vöðvi. Ég get ekki hugsað mér að neyta dýra- afurða í dag og held að það muni ekki breytast.“ Elísabet tók við heimasíðunni veganlifid.is ásamt nokkrum vin- konum fyrir stuttu. Þar stendur til að birta ýmsan fróðleik um vegan lífið, ásamt uppskriftum. „Þetta er áhugamál hjá okkur og við viljum deila uppskriftum á svona bloggi en við höfum eiginlega ekki haft tíma til að sinna síðunni eins og til stóð. Það stendur þó til að virkja hana í framtíðinni og setja til dæmis inn fleiri uppskriftir,“ segir Elísabet að endingu. grþ Elísabet Ósk Jónsdóttir er ung kona búsett á Akranesi ásamt eig- inmanni sínum og þriggja ára syni þeirra. Hún er nemi í iðjuþjálfun- arfræði og hefur alla tíð verið um- hugað um umhverfisvernd. Eft- ir að hún komst á fullorðins ár urðu skoðanir hennar á umhverf- ismálum enn sterkari og þegar hún gekk með barn sitt ákvað hún að taka skref í áttina að því að reyna að minnka sitt umhverfisspor. „Ég horfði þá á umhverfisverndar- myndband sem kveikti á einhverju hjá mér. Mér fannst eitthvað öm- urleg tilhugsun að eignast barn og þurfa að kaupa mörg þúsund blei- ur, sem allar myndu enda á rusla- haugunum og vera þar enn þegar sonur minn myndi sjálfur eignast börn. Ég datt því í taubleyjurn- ar þá,“ segir Elísabet sem saumaði margar af taubleyjunum sjálf, auk þess sem hún seldi taubleyjur und- ir eigin merki á tímabili. Hún segir að í framhaldinu hafi hún farið að hugsa aðeins meira út í þessa hluti, svo sem um hreinsiefni, snyrti- vörur og fleira ásamt því að flokka rusl. Elísabet stoppaði þó ekki þar og í dag er hún vegan, sem þýð- ir að hún neytir ekki dýraafurða í neinu formi. Þrjár ástæður „Þetta byrjaði í raun bara þann- ig að á þeim tíma sem strákurinn minn var um eins árs þá tókum við okkur til og fórum að elda allt frá grunni. Við vildum gefa barninu okkar hreinar afurðir. Við minnk- uðum sykurinn og fórum að verja meiri tíma í eldhúsinu,“ útskýr- ir Elísabet. Hún segir vegan um- ræðuna ekki hafa verið mjög há- væra fyrir einu og hálfu ári síðan. „Allavega ekki eins og í dag. En í fyrrahaust þá kom ein vinkona mín svolítið út úr skápnum og sagði okkur að hún væri búin að vera vegan í nokkra mánuði en hafði ekki þorað að segja frá því. Þá fór maður að ræða um þetta,“ útskýr- ir Elísabet. Í framhaldinu horfði hún á heimildarmyndina „Cowspi- racy“ en þar eru áhrif landbúnað- ar á umhverfið sýnd. Elísabet seg- ir myndina hafa verið áhrifamikla. „Í myndinni er fyrst og fremst ver- ið að skoða landbúnað út frá um- hverfissjónarhornum, ekki sið- ferðismálum. Þetta var grunnur- inn sem ég þurfti til þess að spá í þessu.“ Elísabet segir þessar um- hverfispælingar fyrst og fremst hafa verið ástæðan fyrir því að hún tók þá ákvörðun að gerast vegan enda telur hún það ekki endilega vera óhollt að borða kjöt af og til. Hún segist verða mjög ástríðufull þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur og þannig hafi það verið með þessa ákvörðun. Hún las því mikið um efnið áður en hún tók skrefið. „Það var eiginlega þrennt sem lá að baki ákvörðuninni; umhverfissjónarmið, siðferði og heilsufarsástæður. Það er mikið um ristilkrabbamein í ætt- inni minni og eftir lesturinn komst ég til dæmis að því að tíðni ristil- krabba er mun minni hjá þeim sem neyta ekki dýraafurða en þeirra sem neyta þeirra, þó það sé í litlu mæli. Ákvað að gerast vegan vegna umhverfisins Rætt við umhverfissinnaða unga konu sem velur að neyta ekki dýraafurða Elísabet Ósk Jónsdóttir gerðist vegan fyrir 14 mánuðum. Hún finnur mikinn mun á sér heilsufarslega séð eftir að hafa tekið dýraafurðir út af matseðlinum. 10 msk. baunavatn 320 gr hvítur sykur 1 tsk vínsteinslyftiduft 60 gr saxaðar salthnetur 100 gr saxað suðusúkkulaði Aðferð Galdurinn er að þeyta vel og þeyta mikið. Vatnið af baununum er þeytt eitt og sér í hreinni skál, á fullum hraða í 15 mínútur þar til góðir toppar myndast. Sykri og vínsteinslyftidufti er blandað saman í skál og bætt út í hrærivé- laskálina, 1 msk í einu. Síðan en þeytt meira, eða 10-15 mínútur í viðbót. Á meðan er gott að saxa niður salthnetur og suðusúkku- laði. Því er að lokum bætt varlega við með sleif. Að lokum er bland- an sett á bökunarpappír með te- skeið og inn í heitan ofn. Mikil- vægt er að leyfa marengstoppun- um að kólna alveg áður en þeim er lyft af pappírnum. Bakað í 15-20 mín á 160 gráð- um. Vegan marengstoppar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.