Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 63

Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 63
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 63 Bjarni Þór Gallerí vinnustofa Kirkjubraut 1 Akranesi Símar 431-1964, 857-2648, 849-6977 listamadur@simnet.is www.listamadur.com Málverk, vatnslitamyndir, skopteikningar, bókaskreytingar, skúlptúrar Jólakveðja frá listamanninum og konu hans Opið alla laugardaga til jóla Jóla- og útskriftargjafir 30% afsláttur af öllu skarti fram að mánaðarmótum SK ES SU H O R N 2 01 6 „Þetta er búin að vera ótrúleg breyting. Þegar ég byrjaði hérna þá gátu ferðamenn ekki keypt sér mat á mörgum stöðum á Vesturlandi á veturna. Núna er staðan allt önn- ur og ganga þeir að þjónustunni vísri á flestum stöðum allan ársins hring.“ Þetta segir Hvanneyring- urinn Kristján Guðmundsson, for- stöðumaður Markaðsstofu Vestur- lands í Borgarnesi, um þær breyt- ingar sem hann hefur upplifað á vettvangi ferðaþjónustunnar á liðn- um árum í störfum sínum. Kristján, sem er 29 ára gamall, hefur leitt starf Markaðsstofunnar undanfar- ið ár eftir að hafa tekið við keflinu af Rósu Björk Halldórsdóttur sem stýrði stofunni um árabil. Hlutverk Markaðsstofunnar er að halda utan um markaðs- og kynningarmál fyr- ir ferðaþjónstuna í landshlutanum og reka upplýsingamiðstöð ferða- manna í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Í mörg horn að líta Kristján er fæddur og uppalinn á Hvanneyri og menntaður ferða- málafræðingur frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal. „Ég hóf störf á Markaðsstofunni strax eftir út- skrift sumarið 2013, þá sem sum- arstarfsmaður í móttökunni okkar í Borgarnesi. Haustið eftir fékk ég starf sem verkefnastjóri og gegndi því þangað til að Rósa Björk hætti í fyrra,“ segir Kristján sem segir vinnuna krefjandi en skemmtilega. „Maður þarf að vera sérfræðing- ur á mörgum sviðum þegar kem- ur að ferðaþjónustu. Greinin er víðfeðm og spannar mörg svið allt frá rekstri hótela til þess að reka dekkjaverkstæði. Það er því í mörg horn að líta.“ Yfir 500 þúsund á Vesturland Vexti ferðaþjónustunnar á undan- förnum árum er best lýst í tölum um heildarfjölda erlendra ferða- manna á landinu. Árið 2010 var fjöldinn tæp 488 þúsund, en árið 2015 tæpar 1,3 milljónir. Nýjustu spár gera ráð fyrir að fjöldinn verði 1,7 milljón í ár. Það segir einn- ig sína sögu að heildarfjöldi ferða- manna frá 2008-2016 er tæplega milljón manns meiri en á árabilinu 1949-2007. „Samkvæmt þeim rannsóknum sem við höfum stuðst við komu um 500 þúsund ferðamenn á Vestur- land í fyrra. Það hefur orðið mik- il aukning á þessu ári og bendir allt til þess að fjöldi gesta verði enn meiri á næstu árum,“ segir Krist- ján. Spurður um hvort sókn ferða- manna til landsins sé bóla sem muni springa segir hann að vitaskuld séu menn með varan á sér. „Eftirspurn eftir flugsætum og gistirými er hins vegar slík að það eru engar vís- bendingar um bólumyndun. Stóra verkefnið er aftur á móti hvernig við getum haldið áfram að taka vel á móti ferðamönnunum og þróað þessa atvinnugrein áfram. Í þess- um efnum verðum við að halda vel á spilunum í uppbyggingu innviða eins og bæta enn frekari aðgengi að náttúruperlum.“ Þjónustustigið dregur fólkið að Hann segir margar ástæður búa að baki aukningunni á Vestur- landi. „Hér hafa verið byggðir upp nokkrir seglar á liðnum árum sem eiga sinn þátt í því að laða að ferðamenn. Við getum nefnt Borg- arfjörðinn, en þar hafa ísgöng- in í Langjökli og bætt aðgengi að hellinum Víðgelmi í Hallmund- arhrauni leikið hlutverk svo eitt- hvað sé nefnt. Mikil uppbygg- ing hefur einnig verið á Snæfells- nesi með Snæfellsjökulsþjóðgarð í fararbroddi. Markaðsstarf síðustu ára hefur einnig borið ávöxt og má nefna val Lonely Planet ferðabóka- útgáfunnar á Vesturlandi sem einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims 2016,“ segir Kristján. „Þá hefur skipt sköpum að rekstraraðilum í ferðaþjónustu hef- ur fjölgað og að þeir sem hafa ver- ið með rekstur um nokkurt skeið hafa aukið þjónustu sína með því að hafa opið lengur. Þetta gerir það að verkum að ferðamennirnir eru líklegri til að koma. Ef þeir vita að þjónustan er til staðar, þá koma þeir.“ Nýjar áskoranir Ljóst er að með auknum ferða- mannafjölda hafa komið upp nýj- ar áskoranir hjá ferðaþjónustunni og segir Kristján mikilvægt að tak- ast strax á við þær. „Næsta áskorun innan ferðaþjónustunnar í lands- hlutanum er að auka veru ferða- manna hér og fjölga gistinóttum þeirra. Margir koma hingað í dags- ferðir frá höfuðborgarsvæðinu með rútum eða bílaleigubílum. Með því að fjölga gistinóttum og auka afþreyingarmöguleika getum við aukið líkurnar á því að ferðamenn dvelji hér í nokkra daga eða lengur. Nú stefnir í að gististaðir í Reykja- vík muni ekki anna eftirspurn eft- ir gistirými og því mun straumur- inn leita á nærliggjandi svæði eins og Vesturland,“ segir Kristján og nefnir að Markaðsstofan fylgist nú með tilraunaverkefni fyrirtækjanna sem reka flugrútuna frá Keflavík. „Rútufyrirtæki eru byrjuð að lengja ferðir sína frá Keflavíkur- flugvelli og aka nú í gegnum BSÍ og alla leið á Selfoss. Við höfum byrjað samtal við þau um að flug- rútan komi líka á Vesturland, t.d. með því að hafa endastöð í Borg- arnesi. Þetta ætti að auka líkurn- ar á því að ferðamenn komi beint úr flugi og til landshlutans,“ segir Kristján. „Aðrar áskoranir felast í því að koma í veg fyrir ágang ferðamanna á íbúa. Við þurfum að finna jafn- vægi þarna á milli. Það má ekki vera þannig að koma ferðamanna reyni á þolmörk íbúa. Nefna mætti sem dæmi að beina svokölluðum „cam- perum“ í afmörkuð rými.“ Aftur á æskuslóðir Kristján er nú búsettur á Odds- stöðum í Lundareykjadal ásamt sambýliskonu sinni Eydísi Smára- dóttur og tveimur drengjum þeirra, Guðmundur Móberg 2 ára og óskírðum sem er nýfæddur. Fjöl- skyldan er þó búinn að festa kaup á húsnæði á Hvanneyri og mun flytja þangað með vorinu. „Ég er mjög ánægður með að flytja á Hvanneyri á ný þar sem ég er uppalinn. Ég bjó um tíma í Reykjavík fyrir fáeinum árum, en fann að það að búa í sveit á betur við mig. Það er líka gott að alast upp í sveitaþorpi eins og Hvanneyri og því fá börnin okkar Eydísar nú að kynnast. Þar að auki er Hvanneyri vel í sveit sett með góðum skólum og þaðan er stutt í Maður þarf að vera sérfræðingur á mörgum sviðum - rætt við Kristján Guðmundsson forstöðumann Markaðsstofu Vesturlands alla þjónustu og svo á höfuðborg- arsvæðið.“ Mjög líklegt er að ferðaþjónustan verði starfsvettvangur Kristjáns til framtíðar. „Það eru allar líkur á því að fleiri störf skapist í þessum geira í framtíðinni, sérstaklega á Vestur- landi. Þetta mun laða að margt fólk til starfa. Nú starfa margir jafnaldr- ar mínir við ferðaþjónustu, sum- ir meira að segja sem voru samtíða mér í grunnskóla. Ég held að íbú- um sem starfi í þessum geira muni fjölga mikið. Það er því ástæða til að vera bjartsýnn.“ hlh Kristján Guðmundsson í höfuðstöðvum Markaðsstofu Vesturlands í Borgarnesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.