Skessuhorn - 23.11.2016, Side 64
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201664
Á þessum árstíma fer jólaljósum og
seríum fjölgandi á húsum og trjám,
jólagardínur og aðventuljós birtast
í eldhúsgluggum landans, kransar
eru hengdir á hurðir víðast hvar og
svona mætti áfram telja. Löngum
hefur fólki þótt skemmtilegt að
skreyta glugga sína fyrir jólin með
ýmsum hætti. Sumir nota til þess
jólaseríur og skraut á meðan aðr-
ir skreyta glerið sjálft. Límmiðar
og gervisnjór úr spreybrúsum voru
lengi vel notaðir á rúður en það má
fara fleiri leiðir. Einfaldast er lík-
lega að teikna á glerið með svoköll-
uðum fljótandi krítarpenna. Teikn-
ingin helst vel á rúðunni og auðvelt
er að ná myndinni af aftur. Hægt
er að nota skapalón til að gera alls-
kyns snjókorn og myndir en einnig
má leyfa sköpunargleðinni að njóta
sín og teikna fríhendis. Þá má einn-
ig nota pennana til að skreyta gler-
krukkur undir kerti. Meðfylgjandi
myndir má finna á samfélagsmiðl-
inum Pinterest, ásamt ótal fleiri
hugmyndum að ýmsu sniðugu jóla-
skrauti. grþ
Teiknaðu á gluggann þinn
- einföld leið til að skreyta fyrir jólin
Sigurður Bjarni Gilbertsson hefur
mörg járn í eldinum í sínu heima-
héraði. Þessi 23 ára Dalamaður úr
Búðardal er allt í senn landpóst-
ur, sjúkraflutningamaður, björgun-
arsveitarmaður og sveitarstjórnar-
maður í Dalabyggð. Vinnudagarnir
eru því stundum langir en það skipt-
ir minna máli þar sem Sigurði finnst
ákveðin forréttindi að fá að þjóna
heimahéraði sínu í öllum þessum
hlutverkum.
270 kílómetrar á dag
„Ég er Dalamaður í húð og hár og
fæddur og uppalinn í Búðardal,” seg-
ir Sigurður við upphaf spjalls. „Ég á
ættir mínar að rekja til Hrappsstaða
í Laxárdal, en þaðan er pabbi minn,
Gilbert Hrappur Elísson. Mamma,
Valgerður Ásta Emilsdóttir, er aftur
á móti úr Borgarnesi. Ég er stundum
á ferðinni þar og á það til að leggja
móðurbræðrum mínum lið í mestu
törnunum, þeim Sigurði Arilíusi og
Gunnari, á bílaverkstæðinu þeirra
við Sólbakka,” segir Sigurður.
Helsta starf Sigurðar er hins vegar
að vera landpóstur sem er með elstu
starfsheitum á Íslandi. „Ég sinni í
grófum dráttum svæðinu sunnan við
Búðardal, það er Laxárdal, Hauka-
dal, Miðdölum, Hörðudal og vest-
ur eftir Skógarströnd. Ætli ég keyri
ekki um 270 kílómetra á dag,” seg-
ir Sigurður.
„Þetta eru tvær ferðir aðra vik-
una og þrjár ferðir hina vikuna sem
ég fer, en ferðum var fækkað hér
eins og í öllu dreifbýli landsins fyr-
ir stuttu. Ég verð að segja að þetta er
skemmtilegt starf og er ánægjulegt
að hitta fólkið á bæjunum. Maður
fær þá að heyra hvað á því brennur
sem kemur sér vel þegar maður er í
sveitarstjórnarmálum.”
Sjúkraflutningar eru
gefandi starf
Þegar póstferðum var fækkað
minnkaði starf Sigurðar. „Ég varð þá
að finna eitthvað annað viðfangsefni
til að fylla í vinnuvikuna. Niðurstað-
an varð sú að gerast sjúkraflutninga-
maður en þá vantaði slíkan mann
til starfa hér í Dölunum. Ég er bú-
inn að vera virkur í björgunarsveita-
starfi í nokkur ár og var því með smá
reynslu til að byggja á,” segir Sig-
urður, en hann er nú um stundir
formaður í Björgunarsveitinni Ósk í
Dölum. „Ég skráði mig því í Sjúkra-
flutningaskólann á Akureyri og lauk
því námi fyrr á árinu. Ég byrjaði síð-
an að standa vaktir í vor.”
Sigurður sér ekki eftir ákvörðun
sinni. „Þetta starf er ótrúlega gef-
andi, en vissulega erfitt. Það er þó
ekkert betra en að sjá fólk sem við
höfum þurft að koma undir læknis-
hendur heilt heilsu úti í búð nokkr-
um dögum síðar. Það gefur starfinu
mikið gildi.”
Yngsti sveitarstjórnar-
maðurinn
Vorið 2014 var Sigurður kjörinn í
sveitarstjórn Dalabyggðar, þá ein-
ungis 21 árs gamall og gerir það
hann að einum yngsta sveitarstjórn-
armanni í sögu sveitarfélagsins. „Í
aðdraganda kosninganna fór ég að
spá aðeins meira í sveitarstjórnar-
málum. Mér fannst mikilvægt að
unga fólkið í Dölunum ætti fulltrúa í
sveitarstjórn og því ákvað ég að setja
nafn mitt á lista yfir þá sem ætluðu
að gefa kost á sér,” segir Sigurður en
í Dalabyggð var persónukjör en ekki
listakosning eins og tíðkast víða.
„Svo þegar talið var upp úr kössun-
um kom í ljós að ég var kjörinn og
kom það nokkuð á óvart. En þá var
bara að rísa undir ábyrgðinni.”
Tók tíma að kynnast
formlegheitum
Sigurður segir sveitarstjórnarmál-
in hafa komið sér á óvart. „Það eru
mun fleiri verkefni sem sveitarfé-
lögin sinna en maður gerði sér grein
fyrir í fyrstu. Stóra verkefnið er hins
vegar fyrst og síðast að forgangsraða
verkefnum því við getum ekki fram-
kvæmt allt í einu. Það eru takmark-
aðir peningar til spilanna í fámennu
sveitarfélagi eins og Dalabyggð, þó
það sé stórt að flatarmáli.”
Hann segir að það hafi tek-
ið nokkurn tíma að venjast vinnu-
brögðunum í sveitarstjórn. „Það eru
mikil formlegheit á fundum og það
tók tíma að kynnast þeim og venj-
ast. Stundum finnst mér hlutirnir þó
ganga full hægt fyrir sig.”
Er formaður fræðslu-
nefndar
Sveitarstjórn hefur unnið að ýmsum
málum á kjörtímabilinu og nefnir
Sigurður að nú hylli undir að ráð-
ist verði í framkvæmdir á stóru máli
sem skipti miklu fyrir héraðið. „Við
ákváðum nýlega að hefja undirbún-
ingsvinnu við byggingu nýs íþrótta-
húss og sundlaugar í Búðardal en
það er framkvæmd sem búið er að
bíða lengi eftir. Um leið ákvað sveit-
arfélagið að auglýsa til sölu hlut sinn
í mannvirkjum á Laugum í Sælings-
dal. Nú um stundir erum við svo að
ganga frá fjárhagsáætlun en það er
alltaf vandasamt verk. Sú vinna er
sérstaklega vandasöm núna þar sem
kjarasamningar við t.d. kennara eru
í óvissu. Þetta gerir okkur erfiðara
fyrir í okkar vinnu, en fræðslumálin
er stór útgjaldaliður eins og annars
staðar,” segir Sigurður sem gegn-
ir formennsku í fræðslunefnd Dala-
byggðar.
Samgöngur og fjar-
skipti stór framfaramál
En það eru fleiri mál sem brenna á
þessum unga sveitarstjórnarmanni.
„Maður bindur vonir við að ríkið
auki framlög til samgöngu- og fjar-
skiptamála á næstunni. Það þarf að
gera meira í ljósleiðaramálum en
um er að ræða stórt byggðamál fyrir
okkur Dalamenn,” segir hann. Hvað
samgöngurnar snertir þá nefnir Sig-
urður nýlega ákvörðun um að gera
bætur á Skógarstrandarvegi sem
skref í rétta átt.
„Það þarf hins vegar að gera
meira. Með bættu vegakerfi eykst
öryggi á vegum og tækifærum fjölg-
ar, t.d. í ferðaþjónustu. Þá eru meiri
líkur á því að ungt fólk flytjist í Dal-
ina,” segir Sigurður sem sér ekki eft-
ir því að hafa hellt sér út í pólitík.
„Það getur svo vel verið að ég haldi
áfram á þessu sviði. Það verður bara
að koma í ljós,” segir hann að end-
ingu.
hlh
Sér ekki eftir því að hafa
hellt sér út í pólitík
Rætt við Sigurð Bjarna Gilbertsson landpóst og sveitarstjórnar-
mann með meiru í Búðardal
Sigurður Bjarni Gilbertsson, landpóstur og sveitarstjórnarmaður í Dölum.
Sigurður ásamt samnemendum síðasta daginn í Sjúkraflutningaskólanum fyrr á
árinu. Nemendur í þessum hóp voru af Vesturlandi og Suðurlandi.