Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 71

Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 71
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 71 Fimmtudaginn 15. desember verður jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness að Dalbraut 1 ( Krónuhúsinu, gengið inn bakatil). Úthlutað verður frá kl. 13:00 til 17:00. Tekið er á móti umsóknum í síma 859-3000 (María) og í síma 859-3200 (Svanborg) frá kl. 11 – 14 dagana 25., 28. og 29. nóvember. Allir umsækjendur þurfa að skila inn staðgreiðsluskrá en hana er hægt að nálgast inn á vef RSK eða fá útprentað á skattstofunni. Einnig þarf að koma með búsetuvottorð en það fæst á skrifstofu Akraneskaupstaðar. Tekið er á móti gögnum daganna 30. nóvember og 1. desember frá kl. 16-18 í húsi Rauða krossins að Skólabraut 25 A. Mikilvægt er að sækja um og skila gögnum á auglýstum tíma því úrvinnsla umsókna tekur tíma. Athugið að eftir 15. desember verður ekki úthlutað svo vinsamlegast sækið um tímanlega. Með vinsemd og virðingu, Mæðrastyrksnefnd Akraness Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness SK ES SU H O R N 2 01 6 ÞEIM SEM VILJA LEGGJA MÆÐRASTYRKSNEFND AKRANESS LIÐ ER BENT Á AÐ REIKNISNÚMERIÐ ER: FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2016 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 1. desember Föstudaginn 2. desember Síðasti séns að láta skoða í Stykkishólmi fyrir jól. Mætum aftur í febrúar Tímapantanir í síma 438 – 1385 Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 S K E S S U H O R N 2 01 6 Fimmtudaginn 17. nóvember boð- aði svæðisskipulagsnefnd fyrir lands- svæði Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar til opins fundar í húsnæði Alta við Ármúla í Reykjavík. Bar fundurinn yfirskriftina „Heima- hagarnir og hamingjan“ og var sér- staklega ætlaður ungu fólki, 30 ára og yngri, sem kemur frá sveitarfélög- unum þremur en er búsett á höfuð- borgarsvæðinu eða í nágrenni þess. Skipulagsráðgjafar Alta kynntu vinnu við gerð svæðisskipulagsins og ræddu framþróun svæðisins við fundargesti. Matthildur Einarsdóttir, skipu- lagsfræðingur hjá Alta, er verkefn- isstjóri og kynnti hún vinnu við gerð svæðisskipulagsins og ræddi framþróun svæðisins við fundargesti ásamt Herborgu Árnadóttur arkitekt og landfræðingi, sem hefur séð um kortagerðina og Evu Margréti Reyn- isdóttur Wind skipulagsverkfræð- ingi, en hún hefur sérstaklega kann- að smærri sveitarfélög í rannsóknum sínum. Verkefnið fór af stað um síðustu áramót þegar hafist var handa við að greina hvaða tækifæri gætu fal- ist í sérkennum og auðlindum svæð- isins. Sérstaklega var gefinn gaumur landbúnaði, sjávarnytjum hvers kon- ar og ferðaþjónustu, eitthvað sem sveitarfélögin þrjú eiga öll sameig- inlegt. Gerð svæðisskipulagsins mið- ar að því að reyna að draga fram sér- kenni svæðisins og nýta þau betur, skapa aukna atvinnumöguleika sem byggja á því sem svæðið hefur upp á að bjóða fyrir. „Svona hefur þetta verið gert og við ætlum ekki að koll- varpa því. Höldum því áfram, reyn- um að styrkja það og byggja á þeirri reynslu til framtíðar,“ sagði Matthild- ur. Með öðrum orðum er ekki leit- að eftir alveg nýjum lausnum, held- ur lausnum sem byggja á og sækja í sérstöðu svæðisins. Dæmi um slíkt má sjá í ferðaþjónustu á svæðinu, til dæmis Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum, Eiríksstaði í Haukadal og Galdrasýninguna á Hólmavík. Á öllum þessum dæmum er staðbund- in saga og sérstaða hvers sveitarfélags fyrir sig nýtt til að búa til áfangastað í ferðaþjónustu. Heimamenn stjórni ímyndarsköpun Í máli Matthildar kom fram að svæð- isskipulag væri ekki nauðsynlegt til að skapa ný atvinnutækifæri sem byggja á sérstöðu svæðisins, það gæti líka gerst sjálfkrafa. Hins vegar gæti svæðisskipulag stutt við, flýtt fyrir og skapað jarðveg fyrir slíkt. Sveitarfé- lögin væru með gerð svæðisskipulags að leggja ákveðnar línur til framtíðar sem komi til með að auðvelda þró- un. Þegar svæðisskipulag er gert þá er framtíðarsýn sveitarfélaga lögfest og gerð aðalskipulags í framtíðinni tek- ur mið af því. Nota mörg sveitarfélög svæðisskipulag til að tryggja ákveðna hagsmuni sína til langs tíma og kort- leggja möguleika. Það starf gæti síðan leitt til nýrra fyrirtækja, þjónustu og vöru sem byggir á sérkennum svæð- isins. Þegar kemur að því að sækja peninga til að koma slíkri starfsemi á koppinn getur svæðisskipulag kom- ið sér vel því ef fyrir liggur heildstæð áætlun til framtíðar er alltaf auðveld- ara að sækja um styrki eða lán til að hefja einhverjar framkvæmdir. „Þessi vinna er í raun sóknaráætlun svæðis- ins,“ sagði Matthildur. Til að geta skapað heildstæða áætl- un sagði Matthildur að þyrfti sýn í samfélags-, atvinnu- og umhverfis- málum, skipulagið væri bara verkfæri til að sú sýn gæti orðið að veruleika. Til að komast að því hver framtíðar- sýn svæðisins er þarf að leita til íbú- anna og þar koma til sögunnar íbúa- fundirnir sem haldnir hafa verið til þessa, sambærilegir fundinum sem boðað var til með unga fólkinu síð- astliðinn fimmtudag. Fundargestir eru beðnir um að deila reynslu sinni og upplifun af svæðinu og ráðgjaf- arnir leita eftir endurteknum þem- um sem mynda kjarnann í heildar- sýn svæðisins. Má nota slíkt í mark- aðssetningu svæðisins í framtíðinni og er það gert til að þeirri markaðs- setningu verði ekki stjórnað utan frá heldur stjórni heimamenn ímyndar- sköpun svæðisins, því oft hafa heima- menn aðra upplifun af sínu heima- svæði en gestir þess. Tækifærin ekki síst í ferðaþjónustu Gestir á fundinum á fimmtudaginn voru fengnir til að merkja nokkra staði inn á kort og hver og einn beðinn um að segja hvaða þýðingu staðir hefðu fyrir þá. Gestir voru enn fremur beðnir um að greina frá ímyndaðri starfsemi sem þeir myndu koma á legg á svæðinu. Í umræðum gesta kom fram að unga fólki sér fjölda tækifæra á svæðinu og bar þar mest á möguleikum í ferðaþjónustu. Upp kom hugmynd að gistiheimili á fallegum stað sem væri hulinn byggð, þar sem gert yrði út á ró og næði og afturhvarf til for- tíðar því gististaðurinn væri net- og sjónvarpslaus. Þá greindi Dag- rún Jónsdóttir, einn fundargesta, frá starfi sínu við Náttúrubarnaskólann sem hún starfrækir í tengslum við Sauðfjársetrið á Ströndum. Þar er börnum sem fullorðnum boðið upp á fjölda lifandi námskeiða sem fara fram í fjörunni og náttúrunni í ná- grenni Sauðfjársetursins. Sagði hún það hafa gefist vel og taldi sig geta gert meira úr því verkefni sínu. Þá sáu gestir fyrir sér að hægt væri að skipuleggja fjölda gönguferða um falleg svæði, dagsferð um Fells- og Skarðsströnd í Dölum, kajaksigling- ar á innanverðum Breiðafirði, nátt- úrulaugar og opnar laugar líkt og Guðrúnarlaug á Laugum í Sælings- dal og pottana í fjörunni á Drangs- nesi og fleira tengt ferðaþjón- ustu. Einnig komu fram hugmynd- ir tengdar raforkuframleiðslu með smáum en vel arðbærum vatnsafls- virkjunum. Auk þess sáu fundargest- ir fyrir sér að betur mætti nýta jarð- varma á Reykhólum, hvort heldur til að búa til rafmagn eða í tengslum við heilsuböð og ferðaþjónustu. Að umræðum loknum fór Matt- hildur verkefnisstjóri yfir næstu skref í vinnu við svæðisskipulagið. Næst á dagskrá er kynning á grein- ingarskýrslu ráðgjafafyrirtækisins og síðan tekur við stefnumótun- arvinna fram á vor. Í sumarbyrjun er síðan stefnt að því að heildstæð vinnslutillaga verði tilbúin og næsta haust er stefnan að formleg svæðis- skipulagstillaga verði kynnt og aug- lýst í opinberu auglýsingarferli. Að því loknu getur Skipulagsstofnun tekið hana fyrir og þegar stofnun- in hefur samþykkt svæðisskipulag- ið verður það orðið opinbert og öll vinna við gerð aðalskipulags í fram- tíðinni verður að taka mið af því. kgk Ungt fólk sér fjölda tækifæra í heimabyggð Hópur fólks undir þrítugu fenginn til að ræða heimabyggð og tækifærin þar Hluti fundargesta sem ræddi sérstöðu og framtíðarmöguleika í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð við ráðgjafa Alta síðastliðinn fimmtudag. Skyggða svæðið er landssvæði sveitarfélaganna þriggja sem um ræðir. Inn á kortið merktu fundargestir fjölda staða og greindu meðal annars frá framtíðarmöguleikum sem kynnu að liggja á hverjum og einum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.