Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 73

Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 73
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2016 73 Ýmislegt verður um að vera á aðventunni á Vesturlandi. Tendruð verða ljós á jólatrjám víðast hvar á næstunni og marg- ir fjölbreyttir jólaviðburðir eru á döfinni um allan landshlutann, svo sem helgileikir, markaðir og jólatónleikar - svo fátt eitt sé nefnt. Skessuhorn tók saman það helsta sem er á dagskrá á aðventunni, skipt eftir sveitar- félögum í landshlutanum. At- hugið að listinn er hvergi nærri tæmandi og að fleiri viðburðir geta bæst við þegar líður á að- ventuna. Akranes: Margt verður að gerast á Akranesi á aðvent- unni og hefst dagskráin fyrstu aðventuhelg- ina, en hún er einmitt framundan. Líkt og undanfarin ár fer Útvarp Akranes í loftið á hádegi á föstudag og verður dagskrá fram á miðjan sunnudag. Ýmislegt annað verð- ur um að vera um helgina og má þar nefna kvikmyndahátíðina Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival sem verður í gangi alla helgina. Á laugardag verður afmælishátíð ÍA og Íþróttahússins á Vesturgötu haldin. Þá verður aðventuskemmtun á Akratorgi þeg- ar jólaljósin verða tendruð á jólatré bæjarins klukkan 16:30. Um kvöldið verða tónleikar með Kirkjukór Akraness og Þór Breiðfjörð í Bíóhöllinni. Mun fleiri viðburðir verða á dagskrá á aðventunni á Akranesi. Miðvikudaginn 30. nóvember verða tónleikar í Tónbergi þar sem hljómsveitir nemenda í tónvali grunn- skólanna í samstarfi við tónlistarskólann koma fram en fjölmargir jólatónleikar verða í tónlistarskólanum á aðventunni. Föstudag- inn 2. desember verður Mugison með tón- leika í Bíóhöllinni og laugardaginn 3. des- ember verður jólasamvera í Garðakaffi, þar sem Valgerður Jóns og Doddi munu spila lög og boðið verður upp á föndur fyr- ir börnin. Miðvikudaginn 7. desember mun flautukvartett halda tónleika í Akranesvita og Jólagleði kóranna verður í Tónbergi fimmtudaginn 8. desember kl. 20. Þar munu Karlakórinn Svanir, Grundartangakórinn, Kór Saurbæjarprestakalls og Kvennakór- inn Ymur halda sameiginlega jólatónleika. Í Akraneskirkju verða styrktartónleikar þann 9. desember en þar koma fram söng- konurnar María Dís, Rakel Rún, Rakel Páls og Margrét Eir. Föstudaginn 16. desember verður boðið upp á nýjung í Skógræktinni en „Leitin að jólasveininum“ mun fara fram í Garðalundi kl. 20. Þar munu fjölskyld- ur koma saman, njóta þess að stelast út eft- ir kvöldmat, kveikja á kyndli eða vasaljósi og taka þátt í leitinni að jólasveininum. Laug- ardaginn 17. desember verður jólamarkað- ur í Garðalundi þar sem matur, handverk, tónlistaratriði og fleira verður á boðstóln- um. Þá verða Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens 19. desember í Bíóhöllinni. Sýn- ing Gyðu L. Jónsdóttur Wells, Hver veg- ur að heiman er vegur heim, verður opin í Guðnýjarstofu á Byggðasafninu í Görðum á opnunartímum Garðakaffis alla aðventuna. Þá mun myndlistasýning Sigurbjargar Ein- isdóttur og ljósmyndasýning Töru Wills, sem er lögblind, verða opin í Akranesvita á opnunartíma vitans. Auk þess verða fleiri tónleikar í Tónbergi á aðventunni og má þar meðal annars nefna jólatónleika á veg- um Brynju Valdimarsdóttur 5. desember þar sem nemendur hennar koma fram og tón- leika Huldu Gests og Birgis Þórissonar þann 18. desember klukkan 16. Hvalfjarðarsveit: Árleg Fullveldishátíð Heiðarskóla verð- ur haldin 1. desember næstkomandi. Þar munu nemendur í 1. - 4. bekk sýna leikrit- ið Línu Langsokk og nokkrir nemendur úr Tónlistarskólanum á Akranesi koma fram. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og rennur óskipt- ur í ferðasjóð Nemendafélagsins. Vöfflur og heitt súkkulaði er innifalið í verði. Þá á leik- skólinn Skýjaborg 20 ára afmæli 8. desemb- er og verður opið hús frá kl. 8:30 - 10 í til- efni þess. Borgarbyggð: Líkt og víðast hvar er ýmislegt á döfinni í Borgarbyggð á aðventunni. Næstkomandi föstudagskvöld verður hið árlega jólabingó Kvenfélagsins 19. júní haldið í matsal Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Sama kvöld verða Gosar í Landnámssetri. Þar munu tónlistarmennirnir Valdimar Guðmunds- son, Snorri Helgason, Teitur Magnússon, Örn Eldjárn og Jón Mýrdal sameina krafta sína og halda tónleika kl. 21. Fyrsta sunnu- dag í aðventu, 27. nóvember, opnar í Safna- húsi Borgarfjarðar ljósmyndasýning Jóns R. Hilmarssonar „Ljós og náttúra Vesturlands“. Þar mun Alexandra Chernyshova óperu- söngkona koma fram. Þá verða ljósin tendr- uð á jólatré Borgarbyggðar við Kveldúlfsvöll næsta sunnudag klukkan 17. Þar mun Geir- laug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs flytja ávarp og tendra ljósin. Jólalög verða sungin af Barnakór Borgarness undir stjórn Steinunnar Árnadóttur, Grýla og jólasvein- arnir koma til byggða og nemendur Grunn- skólans í Borgarnesi bjóða upp á heitt kakó. Laugardaginn 3. desember verður árlegur jólamarkaður í gömlu hlöðunni í Nesi í Reyk- holtsdal. Sunnudaginn 4. desember verða tón- leikar með Elmari Gilbertssyni tenórsöngvara og karlakórnum Söngbræðrum í Reykholti. Þriðjudaginn 6. desember flytur Magnús K. Hannesson lögfræðingur og sagnfræðingur fyrirlestur um konungsríkið Ísland 1918-1944 í Snorrastofu og sameiginlegir aðventutón- leikar Freyjukórsins, Reykholtskórsins og Söngbræðra verða fimmtudaginn 8. desember, einnig í Reykholti. Laugardaginn 10. desemb- er verður jólabjórsmökkun á Hvanneyri Pub og mánudaginn 12. desember mun Borgfirð- ingurinn, leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson mæta í Landnámssetrið kl. 18 og lesa úr nýjustu bók sinni. Auk þess mun söngkonan Margrét Eir halda jólatónleika í Reykholti sunnudaginn 18. desember. Snæfellsbær: Næstkomandi laugardag hefst jólaopnun í Pakkhúsinu í Ólafsvík en þar verður opið all- ar helgar fram að jólum frá kl. 14 - 18. Sama dag verður opnun á nýrri sýningu í Pakk- húsinu; „Símstöðvar í Snæfellsbæ“. Þá verð- ur jólamarkaður í Pakkhúsinu frá kl. 15 - 17. Kveikt verður á ljósum jólatrjánna í Snæ- fellsbæ næsta sunnudag. Ljósin verða tendr- uð klukkan 16:30 á Hellissandi og kl. 18 í Ólafsvík. Að vanda munu jólasveinarnir kíkja í heimsókn og dansað verður í kringum jóla- tréð. Aðventuhátíð verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 20 sunnudagskvöldið 27. nóvember. Margt verður um að vera í Snæfellsbæ á aðventunni. Meðal annars verða Borgardæt- ur með tónleika í Klifi 1. desember næstkom- andi. Þá verða tónleikar hjá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar 5. desember og þann 6. des- ember verður jólabókaupplestur í Klifi. Jóla- markaður Pakkhússins verður opinn fimmtu- daginn 8. desember. 12. desember fara jóla- sveinarnir að tínast til byggða og verður Jólapakkhúsið þá opið alla virka daga frá kl. 16 - 19 og koma jólasveinarnir í heimsókn. Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju verður með jóla- tónleika 15. desember og á Þorláksmessu verður opið í Jólapakkhúsinu fram á kvöld. Þar verður jólaglögg og heitt súkkulaði í boði um kvöldið og kirkjukórinn mætir kl. 21 og tekur nokkur lög. Grundarfjörður: Aðventan í Grundarfirði hefst að vanda á að- ventudegi Kvenfélagsins Gleym mér ei í Sam- komuhúsinu. Aðventudagurinn verður sunnu- daginn 27. nóvember og stendur yfir frá klukk- an 14 til 17. Ljósin á jólatrénu í Grundarfirði verða tendruð sama dag klukkan 18 og verð- ur þar sungið og dansað í kringum jólatréð líkt og áður. Hjónaklúbbur Eyrarsveitar verð- ur með spilakvöld í Sögumiðstöðinni kl. 20:30 á morgun, fimmtudag, og aftur fimmtudag- inn 29. desember. Jólamarkaður Lions verður haldinn í Sögumiðstöðinni 8. og 9. desember næstkomandi. Þar verða til sölu jólatré, leiðis- geinar, útikerti og fleira, ásamt heitu kakói og vöfflum. Skraflkvöld með Skraflfélagi Grund- arfjarðar verður haldið á Kaffi Emil 9. des- ember nk. en þann 10. desember verða hug- ljúfir jóla-djasstónleikar með Helgu og Hjalta á sama stað. Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir í Grundarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 15. desember. Jólahekl verður í Sögu- miðstöðinni 7., 14. og 21. desember kl. 16:30. Þá verða tónleikarnir „Jól með Jóhönnu“ með Jóhönnu Guðrúnu og Davíð Sigurgeirssyni í kirkjunni 22. desember kl. 20. Einnig verða jólahlaðborð, dansleikir og jólatónleikar á 59 Bistro Bar á aðventunni, ásamt skötuhlaðborði í hádeginu á Þorláksmessu en á Bjargarsteini verður einnig skötuhlaðborð 23. desember. Stykkishólmur: Laugardaginn 26. nóvember verður jóla- basar í Setrinu. Þar verða munir gerðir af starfsmönnum Ásbyrgis og handavinna frá íbúum Dvalarheimilisins til sölu. Margt fal- legt verður í boði, á verði sem gleður, ásamt heitu súkkulaði og vöfflum. Á fyrsta sunnu- degi í aðventu, 27. nóvember, stendur Aft- anskin fyrir félagsvist í Setrinu kl. 15:30. Þar kostar 500 krónur að taka þátt og eru allir velkomnir. 4. desember, á annan sunnudag í aðventu verður árlegur basar kvenfélagsins haldinn á Hótel Stykkishólmi. Jólatónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms verða haldnir í tónlistarskólanum 5., 6. og 7. desember og munu nemendur úr öllum deildum skólans flytja jólalög og fjölbreytta tónlist. Þriðju- daginn 6. desember verður helgileikrit í Stykkishólmskirkju þegar leik- og grunn- skólabörn fara í kirkjuheimsókn kl. 10:30. Þá verður helgistund og súpa fyrir 60 ára og eldri sama dag klukkan 12. Jólastemning verður í Hólmgarði í Stykk- ishólmi föstudaginn 9. desember þegar ljósin á jólatrénu verða tendruð klukkan 18. Kven- félagið mun selja heitt súkkulaði og smákök- ur og lúðrasveit og sönghópur frá tónlistar- skólanum verða með atriði. Jólastund verð- ur á bókasafninu 10. desember næstkom- andi en hátíðartónleikar tónlistarskólans verða haldnir 15. desember í Stykkishólms- kirkju kl. 18. Þá verður að vanda boðið upp á jólahlaðborð á Hótel Stykkishólmi á að- ventunni. Dalabyggð: Lionsklúbbur Búðardals verður með jóla- markað í Leifsbúð næstkomandi föstudag og laugardag frá kl. 14 til 18. Sunnudaginn 27. nóvember verður jólamarkaður í Auðarskóla til styrktar Gleym mér ei frá kl. 13 - 16. Nem- endafélagið verður þar með kaffisölu. Að- ventukvöld verður í Hjarðarholtskirkju næst- komandi sunnudag. Þar mun kirkjukór Dala- prestakalls syngja jólasálma og sérstakur gest- ur er Helga Möller söngkona sem syngur jóla- lög. Krakkar úr kirkjuskólanum syngja og spila jólalög og Hlöðver Ingi Gunnarsson skóla- stjóri Auðarskóla flytur hugvekju. Þriðjudaginn 6. desember verður kveikt á ljósunum á jólatré Dalamanna við Auðar- skóla klukkan 17:30. Súkkulaði og piparkökur verða í boði Dalabyggðar eftir að ljósin verða tendruð og rauðklæddir vinir koma snemma til byggða og láta sjá sig. Aðventukvöld verður haldið í Staðarfellskirkju föstudagskvöldið 9. desember. Þar munu félagar úr Þorrakórnum syngja jólasálma og krakkar úr kirkjuskólanum syngja og spila nokkur jólalög. Eftir hugvekju flytja fermingarbörn kærleiksboðskap og bera ljós um kirkjuna. Reykhólahreppur: Árlegur jólamarkaður verður í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi um næstu helgi. Þar verð- ur meðal annars hægt að finna fallega unnið handverk, bækur, jólakort, jólapappír og fleira, ásamt kaffi og meðlæti. Þau félagasamtök sem þegar hafa staðfest þátttöku eru Hand- verksfélagið Assa, Lionsdeildin á Reykhólum, Björgunarsveitin Heimamenn, Krabbameins- félag Breiðfirðinga og Kvenfélagið Katla. grþ Viðburðir í sveitarfélögum á Vesturlandi á aðventu Ljósin eru tendruð á jólatrjám víðast hvar þegar aðventan gengur í garð. Hér er svipmynd úr Búðardal. Ljósm. sm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.