Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Page 59

Skessuhorn - 30.05.2018, Page 59
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 59 Leikskólinn Ugluklettur Leikur – Virðing - Gleði OKKUR Í LEIKSKÓLANUM UGLUKLETTI Í BORGARNESI VANTAR LEIKSKÓLAKENNARA í 100% STARF Við erum 65 börn og 20 fullorðnir sem vantar leikskólakenn- ara til starfa hjá okkur. Sá hinn heppni fær að njóta margra forréttinda í sinni vinnu. Hann fær meðal annars að vera mikið úti og njóta frábærrar náttúru, fær að skapa og nýta hæfileika og styrkleika sína út í hið óendalega. Það sem okkur í Uglukletti finnst mikilvægt að nýji leikskóla- kennarinn hafi til brunns að bera er að: Í Uglukletti byggir leikskólastarfið á hugmyndafræði Jákvæðrar sálfræði þar sem meðal annars er horft til hugmynda Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði auk kenninga um sjálfræði barna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans http://ugluklettur. leikskolinn.is/ Umsóknarfrestur er til 5. júní 2018 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra • sveitarfélaga við Félag leikskólakennara. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem • konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem • ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði. Til greina kemur að ráða starfsmenn með aðra uppeldis-• menntun og/eða reynslu. Ráðið verður í starfið frá og með 2. ágúst 2018 • Umsóknum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu leikskólans http://ugluklettur.leikskolinn.is/Upplysing- ar/Starfsumsokn eða til Kristínar Gísladóttur leikskólastjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 4337150 eða á netfang; ugluklettur@borgarbyggd.is. SK ES SU H O R N 2 01 8 Vera skemmtilegur• Vera góður• Góður í að vinna með vináttu• Góður í að læra nöfn• Þarf að hafa áhuga á börnum og samveru• Þarf að vera góður í að fara út í fjöru• Þarf að vera góður í að tala við börn• Þarf að vera góður í útiveru og að ganga• Þarf að hafa hæfileika til að kenna börnum• Leyfa okkur að perla• Góður í að skoða dýrin• Góður í að hjálpa• Kallar beðnir um að sækja um• Skoðun barnanna: Skoðun fullorðinna Jákvæður• Þolinmóður• Hraustur• Glaðlyndur• Opinn• Útsjónasamur• Skapandi• Geti tekið af skarið• Duglegur að leika• Metnaðafullur• Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Viltu læra að skrifa sögur? Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 (f. 2008) -14 ára að taka þátt í ritsmiðju 11.-14. júní. Leiðbeinandi verður Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur. Ritsmiðjan verður kl. 9:30-12.00. Skráning og upplýsingar eru á Bókasafni Akraness, Dalbraut 1, netfang bokasafn@akranessofn.is eða í síma 433 1200. Ekkert þátttökugjald. Hámarksfjöldi á námskeiðið er um 15 börn. Finndu okkur á Facebook! Að skrifa sögu er eins og að baka köku. Allir geta gert það – allt sem þarf er að finna rétta hráefnið og blanda því saman. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Steinþór Logi Arnarsson frá Stór- holti í Saurbæ lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskóla Borgarfjarðar á föstudaginn. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi, en meðaleinkunn Steinþórs Loga var 9,12. Auk þess hlaut hann verðlaun fyrir námsárangur í raungreinum, vandaðasta lokaverkefnið og störf í þágu félagslífs nemenda. Í samtali við blaðamann Skessuhorns segist hann ekki búa yfir neinum töfra- ráðum til að ná góðum árangri í námi. Hann segir námið einfald- lega alltaf hafa legið vel fyrir sér. „Ég gæti haldið því fram að lykill- inn hjá mér sé skipulag en þá væri ég að ljúga,“ segir Steinþór Logi og hlær. „Ég er nefnilega ekki sér- staklega skipulagður. Námsfyrir- komulagið í MB, sem er leiðsagn- armat án lokaprófa, er samt mjög gott að því leyti að það heldur manni við efnið svo maður verð- ur að tileinka sér ákveðin vinnu- brögð, sjálfstæði og eljusemi sér- staklega. Svo ekki sé minnst á kennarana en þeir eru ávallt með manni í liði og metnaðarfullir við að deila sinni sýn á hlutina. En ég held að það sé bara mikilvægast að hafa áhuga fyrir því sem maður er að gera og reyna alltaf að gera sitt besta.“ Stefnir á að klára búfræðina Samhliða námi hefur Steinþór Logi haft nóg að gera en hann var til að mynda formaður nemenda- félags skólans, fór á loðnuvertíðir, var með frjálsíþróttaæfingar, spil- aði sem organisti í Reykhólapresta- kalli um tíma og skrifaði annað slagið greinar og tók myndir fyrir Skessuhorn. Aðspurður hvað taki nú við segir hann það vera að klára annað árið í búfræði við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri. „Námsferillinn minn er frek- ar sérstakur. Í 10. bekk byrjaði ég að taka áfanga á menntaskólastigi. Það ruglaði aðeins því sem kom á eftir og ég lenti oft í að áfangar hjá mér sköruðust. Það leit út fyr- ir að ég gæti útskrifast um síðustu jól svo ég ákvað að byrja í búfræði á Hvanneyri síðasta haust og var í svo til tvöföldu námi í haust og skrifaði lokaverkefnið mitt núna í vor. Ég fékk reyndar ásamt verð- launum frá Háskólanum í Reykja- vík fyrir námsárangur í raungrein- um boð um niðurfelld skólagjöld ef ég kysi að hefja nám þar. Það freistar vissulega en ég er þó allt- af að segja öðrum að vera ekki að flýta sér of mikið með lífið og ætti kannski að líta í eigin barm með það og klára bara búfræðina í ró- legheitum og njóta,“ segir Stein- þór Logi að lokum. arg Dúxaði í Menntaskóla Borgarfjarðar Steinþór Logi Arnarsson útskrifaðist frá Menntaskóla Borgarfjarðar á föstudaginn. Hann hlaut verðlaun fyrir námsárangur í raungreinum, vandaðasta lokaverkefnið, störf í þágu félagslífs nemenda og besta árangur á stúdentsprófi. Síðastliðinn föstudag var braut- skráning frá Menntaskóla Borgar- fjarðar í Borgarnesi. 27 nemend- ur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af félagsfræðabraut, náttúrufræði- braut, íþróttafræðibraut, bæði af félagsfræða- og náttúrufræðasviði og af opinni braut. Hæstur á stúd- entsprófi að þessu sinni var Stein- þór Logi Arnarsson frá Stór-Holti í Saurbæ í Dölum. Steinþór fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur, þar á meðal fyrir besta námsárangur á stúdentsprófi og vandaðasta loka- verkefnið. Svava Sjöfn Kristjáns- dóttir, sem kláraði stúdentspróf um áramót, var næsthæst á stúd- entsprófi við þessa útskrift. „Fjöl- margir nemendur fengu einn- ig viðurkenningu en starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar er ein- staklega stolt af sínu fólki,“ segir í frétt frá skólanum. Ávarp nýstúdenta að þessu sinni flutti Guðrún Gróa Sigurðardótt- ir. Gestaávarpið flutti Helga Hall- dórsdóttir en hún var formaður byggingarnefndar skólans sem er tíu ára. „Við óskum útskriftarnem- um innilega til hamingju með dag- inn og óskum þeim velfarnaðar í því sem þeir taka sér fyrir hendur með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum,“ segir í frétt MB. mm Brautskráð frá Menntaskóla Borgarfjarðar Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.