Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 59

Skessuhorn - 30.05.2018, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2018 59 Leikskólinn Ugluklettur Leikur – Virðing - Gleði OKKUR Í LEIKSKÓLANUM UGLUKLETTI Í BORGARNESI VANTAR LEIKSKÓLAKENNARA í 100% STARF Við erum 65 börn og 20 fullorðnir sem vantar leikskólakenn- ara til starfa hjá okkur. Sá hinn heppni fær að njóta margra forréttinda í sinni vinnu. Hann fær meðal annars að vera mikið úti og njóta frábærrar náttúru, fær að skapa og nýta hæfileika og styrkleika sína út í hið óendalega. Það sem okkur í Uglukletti finnst mikilvægt að nýji leikskóla- kennarinn hafi til brunns að bera er að: Í Uglukletti byggir leikskólastarfið á hugmyndafræði Jákvæðrar sálfræði þar sem meðal annars er horft til hugmynda Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði auk kenninga um sjálfræði barna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans http://ugluklettur. leikskolinn.is/ Umsóknarfrestur er til 5. júní 2018 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra • sveitarfélaga við Félag leikskólakennara. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem • konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem • ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði. Til greina kemur að ráða starfsmenn með aðra uppeldis-• menntun og/eða reynslu. Ráðið verður í starfið frá og með 2. ágúst 2018 • Umsóknum skal skilað inn með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu leikskólans http://ugluklettur.leikskolinn.is/Upplysing- ar/Starfsumsokn eða til Kristínar Gísladóttur leikskólastjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 4337150 eða á netfang; ugluklettur@borgarbyggd.is. SK ES SU H O R N 2 01 8 Vera skemmtilegur• Vera góður• Góður í að vinna með vináttu• Góður í að læra nöfn• Þarf að hafa áhuga á börnum og samveru• Þarf að vera góður í að fara út í fjöru• Þarf að vera góður í að tala við börn• Þarf að vera góður í útiveru og að ganga• Þarf að hafa hæfileika til að kenna börnum• Leyfa okkur að perla• Góður í að skoða dýrin• Góður í að hjálpa• Kallar beðnir um að sækja um• Skoðun barnanna: Skoðun fullorðinna Jákvæður• Þolinmóður• Hraustur• Glaðlyndur• Opinn• Útsjónasamur• Skapandi• Geti tekið af skarið• Duglegur að leika• Metnaðafullur• Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Viltu læra að skrifa sögur? Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 (f. 2008) -14 ára að taka þátt í ritsmiðju 11.-14. júní. Leiðbeinandi verður Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur. Ritsmiðjan verður kl. 9:30-12.00. Skráning og upplýsingar eru á Bókasafni Akraness, Dalbraut 1, netfang bokasafn@akranessofn.is eða í síma 433 1200. Ekkert þátttökugjald. Hámarksfjöldi á námskeiðið er um 15 börn. Finndu okkur á Facebook! Að skrifa sögu er eins og að baka köku. Allir geta gert það – allt sem þarf er að finna rétta hráefnið og blanda því saman. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Steinþór Logi Arnarsson frá Stór- holti í Saurbæ lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskóla Borgarfjarðar á föstudaginn. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi, en meðaleinkunn Steinþórs Loga var 9,12. Auk þess hlaut hann verðlaun fyrir námsárangur í raungreinum, vandaðasta lokaverkefnið og störf í þágu félagslífs nemenda. Í samtali við blaðamann Skessuhorns segist hann ekki búa yfir neinum töfra- ráðum til að ná góðum árangri í námi. Hann segir námið einfald- lega alltaf hafa legið vel fyrir sér. „Ég gæti haldið því fram að lykill- inn hjá mér sé skipulag en þá væri ég að ljúga,“ segir Steinþór Logi og hlær. „Ég er nefnilega ekki sér- staklega skipulagður. Námsfyrir- komulagið í MB, sem er leiðsagn- armat án lokaprófa, er samt mjög gott að því leyti að það heldur manni við efnið svo maður verð- ur að tileinka sér ákveðin vinnu- brögð, sjálfstæði og eljusemi sér- staklega. Svo ekki sé minnst á kennarana en þeir eru ávallt með manni í liði og metnaðarfullir við að deila sinni sýn á hlutina. En ég held að það sé bara mikilvægast að hafa áhuga fyrir því sem maður er að gera og reyna alltaf að gera sitt besta.“ Stefnir á að klára búfræðina Samhliða námi hefur Steinþór Logi haft nóg að gera en hann var til að mynda formaður nemenda- félags skólans, fór á loðnuvertíðir, var með frjálsíþróttaæfingar, spil- aði sem organisti í Reykhólapresta- kalli um tíma og skrifaði annað slagið greinar og tók myndir fyrir Skessuhorn. Aðspurður hvað taki nú við segir hann það vera að klára annað árið í búfræði við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri. „Námsferillinn minn er frek- ar sérstakur. Í 10. bekk byrjaði ég að taka áfanga á menntaskólastigi. Það ruglaði aðeins því sem kom á eftir og ég lenti oft í að áfangar hjá mér sköruðust. Það leit út fyr- ir að ég gæti útskrifast um síðustu jól svo ég ákvað að byrja í búfræði á Hvanneyri síðasta haust og var í svo til tvöföldu námi í haust og skrifaði lokaverkefnið mitt núna í vor. Ég fékk reyndar ásamt verð- launum frá Háskólanum í Reykja- vík fyrir námsárangur í raungrein- um boð um niðurfelld skólagjöld ef ég kysi að hefja nám þar. Það freistar vissulega en ég er þó allt- af að segja öðrum að vera ekki að flýta sér of mikið með lífið og ætti kannski að líta í eigin barm með það og klára bara búfræðina í ró- legheitum og njóta,“ segir Stein- þór Logi að lokum. arg Dúxaði í Menntaskóla Borgarfjarðar Steinþór Logi Arnarsson útskrifaðist frá Menntaskóla Borgarfjarðar á föstudaginn. Hann hlaut verðlaun fyrir námsárangur í raungreinum, vandaðasta lokaverkefnið, störf í þágu félagslífs nemenda og besta árangur á stúdentsprófi. Síðastliðinn föstudag var braut- skráning frá Menntaskóla Borgar- fjarðar í Borgarnesi. 27 nemend- ur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af félagsfræðabraut, náttúrufræði- braut, íþróttafræðibraut, bæði af félagsfræða- og náttúrufræðasviði og af opinni braut. Hæstur á stúd- entsprófi að þessu sinni var Stein- þór Logi Arnarsson frá Stór-Holti í Saurbæ í Dölum. Steinþór fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur, þar á meðal fyrir besta námsárangur á stúdentsprófi og vandaðasta loka- verkefnið. Svava Sjöfn Kristjáns- dóttir, sem kláraði stúdentspróf um áramót, var næsthæst á stúd- entsprófi við þessa útskrift. „Fjöl- margir nemendur fengu einn- ig viðurkenningu en starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar er ein- staklega stolt af sínu fólki,“ segir í frétt frá skólanum. Ávarp nýstúdenta að þessu sinni flutti Guðrún Gróa Sigurðardótt- ir. Gestaávarpið flutti Helga Hall- dórsdóttir en hún var formaður byggingarnefndar skólans sem er tíu ára. „Við óskum útskriftarnem- um innilega til hamingju með dag- inn og óskum þeim velfarnaðar í því sem þeir taka sér fyrir hendur með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum,“ segir í frétt MB. mm Brautskráð frá Menntaskóla Borgarfjarðar Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.