Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 35
Guðrún og Benedikt
ásamt börnum sínum á
Skólavörðustíg 11A,
þar sem hjónin bjuggu
alla tíð. Börnin þóttu
bera svipmót foreldra
sinna hvert með sínum
hætti. Það sem þótti
einkenna þau mörg
voru skarpar gáfur,
skaphiti og ráðríki. Frá
vinstri talið: Sveinn, f.
1905, Ólöf f. 1919,
Ragnhildur f. 1913,
Benedikt Sveinsson,
Bjarni f. 1908, Guðrún
f. 1919, Guðrún
Pétursdóttir, Kristjana
f. 1910 og Pétur f.
1906.
öld og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, sem var af
henni, var áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um miðbik
aldarinnar og sennilega sá umdeildasti. Bræður hans tveir
settu líka mark sitt á íslensk þjóðmál og enn er þessi ætt áber-
andi í kaupsýslu og stjórnmálum. Rætur hennar lágu annars
vegar til framsæknustu sjósóknara við Faxaflóa á síðustu öld,
manna sem of lítill gaumur hefur verið gefinn í þjóðarsögunni,
en hins vegar til Borgfirðinga og þjóðfrelsismanna norður í
Þingeyjarsýslum. Hér verður einkum vikið að Guðrúnu, móð-
ur Bjarna, af Engeyjarætt, systrum hennar og afkomendum
sem víða hafa haslað sér völl og reynt að skilgreina þær eig-
indir sem einkenna þennan harðsnúna frændgarð. Engeyjar-
ættin á raunar rætur langt aftur í öldum og hefur verið rakin
frá Erlendi Guðmundssyni, bónda í Engey, sem fæddur var
árið 1650. Hér verður eingöngu tekin fyrir ein kvísl hennar,
sem kalla mætti Engeyjarættina yngri.
efdr • GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
HEIMSMYND 35