Heimsmynd - 01.05.1989, Page 75

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 75
Bombay. Þetta er lítill fiskréttur með soðnum kartöfluferningum, lauk, græn- meti, grænum pipar og kóríanderblöð- um, þakið með döðlu- og tamarind- mauki. Af aðalréttum er mælt með því að fólk 'velji rétti af ólíkum uppruna. Tikka- kjúklingurinn, sem var í forrétt, er frá norðausturhlutanum. Svokallaðir parsa- réttir eru kenndir við ættbálk sem tilbað eldinn enda sterkir. Sali Boti - lamb með apríkósum - er dæmigerður parsa- réttur og í hefðinni matreiddur í brúð- kaupsveislum. Þetta er léttsteikt lamba- kjöt með þurrum apríkósum og rauðu masalakryddi. Masalarækjur eru dæmi- gerður Góaréttur og mjög sterkur. Bir- yanikjúklingur er mongólaréttur þar sem meginuppistaðan er hrísgrjón og mjög ljúffengur. Pista Korma-kjúklingur er enn einn aðalréttur á matseðlinum, mat- reiddur með gulum pipar, sérstakri kryddblöndu og grænum hnetum. Er nokkur furða þótt við segjum að te sé eini almennilegi eftirrétturinn? Vilji fólk fara á Bombay Brasseri er ráðlagt að panta borð þótt ekki sé fyrr en samdægurs en helst fyrr. FRANSKUR MATUR Hápunktur veitingahúsamenningar í heiminum er franska eldhúsið. Hafi Frakkar ekki fundið upp matargerðar- listina þá hafa þeir svo sannarlega komið henni í skipulegt kerfi. Bestu veitinga- staðirnir í London eru án efa þeir sem kenndir eru við franska matargerðarlist sem einokar toppinn í veitingahúsa- bransanum. Það eru margar ástæður fyr- ir franskri sælkerahefð en sú helsta er kannski lífsviðhorf Frakka. Máltíðir eru næstum helgiathafnir í Frakklandi. Frá unga aldri eru börn hvött til að reyna bragðlaukana og foreldrar taka- þau gjarnan með á veitingahús. Séu foreldr- arnir áhugasamir um matargerð eru börnin jafnvel rifin upp fyrir allar aldir til að fara í sveppa- eða berjatínslu áður en skólinn hefst. Sýni börnin sérstakan áhuga á matargerð er sá áhugi virkjaður, þau send á námskeið og hvött áfram á þessu sviði. Ungir menn sem gegna her- skyldu og sýna hæfileika í matreiðslu þykja oft sleppa ótrúlega vel við önnur skyldustörf og þess eru dæmi að þeir fái einkabílstjóra sem fer með þá á mark- aðinn á morgnana. S kipulag innan franska eldhúss- ins er ekki ósvipað og skipu- lagið innan hersins. Sérhver matsveinn er ábyrgur fyrir sinni deild og gefur le Chef, matreiðslumeistaranum sjálf- um, skýrslu. Le Chef er aldrei ávarpaður með nafni af undir- mönnum sínum. Nemar í mat- reiðslu þurfa að eyða mörgum mánuðum í eldhúsinu áður en þeim er hleypt ná- lægt eldavélinni sjálfri. Nám í matreiðslu hefst strax á unglingsaldri og mánuðum saman eru nemar látnir endurtaka sömu Hinn stórglæsilegi salur franska veitingastaðarins The Oak Room á Le Meridien hótelinu við Piccadilly. Veggir eru klæddir ástralskri eik, maturinn er trábær og vínlistinn einn sá dýrasii sem sést í London. athafnirnar eins og að skera grænmeti nákvæmlega þannig að það hitni jafnt. Smám saman vinnur neminn sig upp og finnur sitt sérsvið, hvort sem er í súpum eða eftirréttum. Alla dreymir þá um að verða Chef og komast á góðan veitinga- stað. Þekktustu frönsku matreiðslu- meistarnir, Bocuse, Vergé, Guérard og fleiri, eru álíka þekktir í Frakklandi og Hermann Gunnarsson hér. Þessir snill- ingar eru meðlimir í Académie Culinaire, sem er hópur þeirra sem standa fremst í franskri matargerðarlist. Á hverju ári stendur akademía þessi fyrir nokkurs konar ólympíuleikum matreiðslumeist- ara í Frakklandi, Les Meilleurs Ouvriers de France, þar sem markmiðið er að til- nefna besta kokk landsins. Paul Bocuse, höfundur nouvelle cuisine, varð til dæmis ekkert ágengt með þá tegund matreiðslu fyrr en hann vann keppnina á sínum tíma. Nokkrir þekktir, franskir matreiðslu- meistarar hafa sest að í Bretlandi sem víðar og stofnað hliðstæð samtök við frönsku matarakademíuna. Samtökin í Englandi voru stofnuð 1980 af þekktustu frönsku matreiðslumeisturunum þar, Michel Bourdin (Connaught Hotel), Al- bert Roux (La Gavroche) og fleirum. Samtökin gefa út handbók um þessi efni, Guide Michelin. Frönskum matsölustöðum í London má skipta í þrjá flokka. í fyrsta sæti eru ósvikin veitingahús með ósvikna, fyrsta flokks matreiðslu, í annan stað eru veit- ingahús með ágætu frönsku eldhúsi og í þriðja lagi veitingahús sem þykjast vera frönsk og fín. Á stöðum sem falla undir fyrsta flokk verður að panta borð með fyrirvara og muna eftir krítarkortum og seðlum, því þau eru flest dýr (á breskan mælikvarða, jafnvel íslenskan líka). Það er þó vel hægt að finna góðan franskan matsölustað án þess að borga of mikið. Sumir þessara staða eru í út- jaðri London, til dæmis Clapham (lestir þangað fara frá Viktoríustöðinni) en þar er staður sem heitir The Grafton og er til staðar í elsta húsinu í Clapham. Frönsk veitingahús má finna í flestum hverfum London sem og franska kaffistaði, þar sem hægt er að fá ýmsa franska smárétti á öllum tímum dags með góðu, svörtu kaffi. í þetta sinn fórum við á einn af fínni, frönsku veitingastöðunum í London, The Oak Room á Le Meridien hótelinu á Piccadilly. Þessi staður er nokkuð formlegur en hann hefur fengið viður- HEIMSMYND 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.