Heimsmynd - 01.05.1989, Side 79

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 79
Nýju vorlitirnir frá Bourjois eru Ijósbleikir og appelsínugulir. Helena Rubinstein framleiðir varaliti sumarið 1989 í súkkulaðibrúnum tónum með gylltri áferð annars vegar og hins vegar í ávaxtalitum eins og mangó. HENTUGUR KLÆÐNAÐUR Nú, vorið 1989, segjast tískuhönnuðir loks vera með hentug föt fyrir nútímakonur á hlaupum. Þægilegan, glæsilegan hversdagsklæðnað. Hentug föt? Engar slíkar yfirlýsingar eru gefnar í sambandi við karlmannatískuna. Það leiðir af sjálfu sér að þeirra föt eru hentug. Annars gengju karlmenn ekki í þeim. Hverju er þeim þá lofað? Mjúkum litum, þægilegum sniðum og efnum, svo sem hör, bómull og rayon. Jakkarnir eru með mýkra sniði yfir axlirnar og buxurnar víðari. Að frátöldum muskulegum jarðlitum, gráum, hvítum og navy-bláum, eru nýir litir í karlmannafötum í ár til dæmis fjólublár, flöskugrænn og sinnepsgulur.D VARIR í AÐALHLUTVERKI Bandaríski tískuhönnuðurinn Geoffrey Beene farðar fyrirsætur með daufum varalitum og dökkum, reyklitum augnskuggum. Italinn Giorgio Armani leggur áherslu á brúna tóna, allt frá nær litlausu til djúps kanelslitar. Áferð varalitarins á að vera mött í ár en ekki glansandi eins og forðum. Hingað til hafa margar Parísardömur því notað pensil með kinnalit á varir sínar en það þurrkar varirnar og er því ekki ráðlegt. Fyrirtækið Orlane framleiðir nú varalit í púðurformi með jojoba, A og E vítamínum sem eiga að gefa raka. Enn ein leið til að ná mattri áferð er að nota blýant á útlínur varanna, pínulítið púður á varirnar og varalitinn þar yfir.D Förðun fylgir tísku eins og hvað annað. Undanfarin misseri hafa rauðar varir á la Joan Crawford sett svip sinn á andlit tískunnar. Sumarið 1989 eiga útlínur varanna að breytast og hvassar rauðar línur að hverfa. Ráðandi varalitir nú eru annars vegar skærir, bjartir litir og hins vegar náttúrlegir haustlitir í appelsínugulum og brúnum tónum. Einn af forkólfum Parísarhátískunnar, Christian Lacroix, sýndi sumarfatnaðinn nýlega í skærbleikum og lime- grænum litum. Punkturinn yfir i-ið hjá Lacroix var appelsínugulur varalitur. Varaliturinn þarf alls ekki að passa við liti fatnaðarins er boðskapurinn í ár. HEIMSMYND 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.