Heimsmynd - 01.05.1989, Page 79
Nýju vorlitirnir frá Bourjois eru
Ijósbleikir og appelsínugulir.
Helena Rubinstein framleiðir
varaliti sumarið 1989 í
súkkulaðibrúnum tónum með
gylltri áferð annars vegar og hins
vegar í ávaxtalitum eins og
mangó.
HENTUGUR
KLÆÐNAÐUR
Nú, vorið 1989, segjast
tískuhönnuðir loks
vera með hentug föt fyrir
nútímakonur á hlaupum.
Þægilegan, glæsilegan
hversdagsklæðnað. Hentug
föt? Engar slíkar yfirlýsingar
eru gefnar í sambandi við
karlmannatískuna. Það leiðir
af sjálfu sér að þeirra föt eru
hentug. Annars gengju
karlmenn ekki í þeim.
Hverju er þeim þá lofað?
Mjúkum litum, þægilegum
sniðum og efnum, svo sem
hör, bómull og rayon.
Jakkarnir eru með mýkra
sniði yfir axlirnar og
buxurnar víðari. Að
frátöldum muskulegum
jarðlitum, gráum, hvítum og
navy-bláum, eru nýir litir í
karlmannafötum í ár til
dæmis fjólublár, flöskugrænn
og sinnepsgulur.D
VARIR í
AÐALHLUTVERKI
Bandaríski
tískuhönnuðurinn Geoffrey
Beene farðar fyrirsætur með
daufum varalitum og
dökkum, reyklitum
augnskuggum. Italinn
Giorgio Armani leggur
áherslu á brúna tóna, allt frá
nær litlausu til djúps
kanelslitar.
Áferð varalitarins á að
vera mött í ár en ekki
glansandi eins og forðum.
Hingað til hafa margar
Parísardömur því notað
pensil með kinnalit á varir
sínar en það þurrkar
varirnar og er því ekki
ráðlegt. Fyrirtækið Orlane
framleiðir nú varalit í
púðurformi með jojoba, A
og E vítamínum sem eiga að
gefa raka. Enn ein leið til að
ná mattri áferð er að nota
blýant á útlínur varanna,
pínulítið púður á varirnar og
varalitinn þar yfir.D
Förðun fylgir tísku eins
og hvað annað.
Undanfarin misseri hafa
rauðar varir á la Joan
Crawford sett svip sinn á
andlit tískunnar. Sumarið
1989 eiga útlínur varanna að
breytast og hvassar rauðar
línur að hverfa. Ráðandi
varalitir nú eru annars vegar
skærir, bjartir litir og hins
vegar náttúrlegir haustlitir í
appelsínugulum og brúnum
tónum. Einn af forkólfum
Parísarhátískunnar,
Christian Lacroix, sýndi
sumarfatnaðinn nýlega í
skærbleikum og lime-
grænum litum. Punkturinn
yfir i-ið hjá Lacroix var
appelsínugulur varalitur.
Varaliturinn þarf alls ekki
að passa við liti fatnaðarins
er boðskapurinn í ár.
HEIMSMYND 79