Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 65

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 65
tók við verðlaunum frá bandaríska leik- stjórafélaginu," rifjar hann upp, „og undir lok athafnarinnar sagði hann: „Ég er rétt að byrja að skilja hvað kvikmynd- ir eru.“ Þarna talaði besti leikstjóri sem nokkru sinni hefur verið uppi og ég tel mig vita hvað hann átti við. Það er blekking að halda að við höfum náð valdi á kvikmyndinni." The Accidental Tourist snýst um löngunina til að hafa vald yfir kringumstæðunum. Kannski ekki ósvipað starfi kvikmyndastjórans. „Áhorfandinn sér aðeins það sem ger- ist innan mynd- rammans," segir Kasdan, „en leik- stjórinn verður alltaf var við ringulreiðina utan hans sem stöð- ugt reynir að þrengja sér inn. Það er afar þreytandi að reyna að útiloka hana og halda skýrri hugsun." Aðalper- sóna myndarinnar, Macon Leary (Willi- am Hurt), framfleyt- ir sér með því að skrifa ferðabækur fyrir fólk sem kýs að sitja kyrrt á sama stað en samt að vera að ferðast. Markmið þess er að láta líta svo út sem það sé hagvant um víða veröld og geti sagt til um ástand brúð- arsvítunnar á vönd- uðu hóteli í Tókýó sem útsýnið frá fjallaskála í svissnesku Ölpunum. Macon Leary er maður sem stöðugt reynir að stjórna veröld sinni, en henni verður ekki stjórnað. Hann skrifar bækur sem segja fólki hvernig eigi að bregðast við hverju smáatriði en auðvit- að verður ekki við öllu séð. Þannig byrj- ar hin vandlega ofna heimsmynd Learys að trosna upp. Tólf ára sonur hans ferst í skotárás og í framhaldi af því flýr Sarah, kona hans, (Kathleen Turner) að heim- an. Yfirkominn af harmi leitar hann ásjár í faðmi hinnar óútreiknanlegu Mur- iel (Geena Davis) sem veitir honum tækifæri til að byrja aftur frá grunni. William Hurt hættir aldrei að koma á óvart og virðist alltaf eiga nýjar ásjónur í handraðanum. Macon Leary er hægur maður sem alla tíð hefur neitað sér um lífsins gæði en bak við fölleitt augnaráðið brennur eldur ástríðnanna. Kathleen Turner túlkar eiginkonu sem fær nóg af manni sínum en þarf engu að síður að berjast við þá óviðráðanlegu hvöt að snúa aftur til hins tilbreytingarsnauða hjónabands og styðja við mann sinn. Geena Davis er þó fremst meðal jafn- ingja sem hundatemjari og einstæð móð- ir, hreint út sagt snælduvitlaus persónu- leiki og sprengja inn í fábrotið líf rithöf- undarins. WORKING GIRL Sá mæti maður Mike Nichols, höfund- ur mynda eins og Silkwood og Heart- burn, beinir enn og aftur sjónum sínum að straumum og stefnum samtímans í nýjustu mynd sinni Working Girl. Þetta er saga Tess (Melanie Griffith), ungrar konu sem hyggst klífa metorðastigann hjá verðbréfafyrirtæki í New York, þar Muriel Pritchet (Geena Davis) og Malcon Leary (William Hurt) ásamt syni sínum Alexander (Robert Gorman) í kvikmyndinni The Accidental Tourist sem er rómantískur farsi, byggður á metsölubók Anne Tyler. Kathleen Turner fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. sem hún hefur unnið sem ritari um nokkurt skeið. Hennar helsti Þrándur í Götu er valdamikill og gráðugur yfirboð- ari, Katherine (Sigourney Weaver), kona þeirrar ættar sem telur sjálfgefið að fá að halda í alla þræði. Harrison nokkur Ford er hér í aukahlutverki sem ástmað- ur og vinnufélagi Tess og reynist henni þar að auki betri en enginn á frama- brautinni. Myndin er á gamansömum nótum en að hætti Nichols eru þyngri straumar undir niðri. Tess verður að brjótast í gegnum voldugan en þó ósýnilegan stéttamúr þar sem greind og hæfileikar eru vegin, metin og léttvæg fundin í sam- anburði við hinn rétta uppruna. Val Nichols á leikurum undirstrikar þetta. Griffith er kjaftfor „götustelpa" sem verður að kljást við yfirstéttarkvendið Weaver. Joan Cusack leikur Cynthiu, furðufugl og vinkonu Tess. Hún lýsir myndinni þannig: „Þetta er saga um þá sem reyna og taka áhættu til að brjóta upp ríkjandi ástand. Cynthia sættir sig fyllilega við að vera þar sem hún er. Fyrir henni eru til- finningatengsl mikilvægari en frami í starfi. Tess hefur aftur á móti hæfileika sem þurfa farveg. Dyrnar standa henni ekki opnar svo hún verður að opna þær sjálf.“ Leikararnir undirbjuggu sig meðal annars með því að ala manninn meðal verðbréfasala New York-borgar. Cusack komst að því að verðbréfamiðlun er „fyrst og fremst heimur karlmanns- ins. Þetta er þannig heimur að ef kona hyggur á frama verð- ur hún að gerast karlmaður. Konurn- ar á þessum stöðum voru ekki hrifnar af kvenkyns yfirmönn- um. Þær voru jafnan harðari en karlkyns yfirmenn. Þær höfðu lagt svo hart að sér að þær voru ekki í neinni aðstöðu til að gefa eitthvað af sér til fólks sem í raun- inni var aðeins í þjónustu þeirra." Ágæti hinnar kvik- myndalegu uppskeru á sjálfsagt eftir að • ganga upp og ofan á komandi árum. Orð hins aldna meistara Kurosawa eru þó verð frekari hugleið- ingar. Kvikmyndin er hundrað ára á þessu ári og enn er hún miðill ókannaðra möguleika. Vissulega hefur hún notið eiginleika annarra listgreina en um leið, og það hefur gefið henni tækifæri til að stíga fyrstu sporin, horfist hún nú í augu við sjálfstæða tilveru og nauðsyn þess að losa um tengslin. Slíkur viðskilnaður verður sársaukafullur fyrir báða aðila. Aðrar listgreinar hafa hingað til viljað hafa kvikmyndina í hæfilegu tjóðri, eins og ómálga barn. Allar telja þær sig eiga í króganum. En nú hefur hún vaxið úr grasi og tími kominn til að hleypa heim- draganum. Framundan er ferðalag inn í óvissuna. Tækniframfarir eru að opna möguleika sem ef til vill eiga eftir að breyta eðli kvikmyndarinnar, í það minnsta möguleikum hennar til frá- sagnaraðferða. Um leið og kvikmyndin býr að náttúru flestra annarra listgreina mun hún á komandi tímum krefjast frels- is til að skapa á eigin forsendum. Kuros- awa hefur rétt fyrir sér. Við erum rétt að byrja að skilja hvað kvikmyndin er.D HEIMSMYND 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.