Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 66

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 66
LITLIRISINN HOFFMAN ustin Hoffman er 51 árs. Enn er hann talinn einn af bestu ungu leikurunum í Hollywood! Dag einn þegar Dustin Hoff- man er að vinna að kvikmynd- inni Marathon Man kemur hann til vinnu illa útlítandi og ósofinn. Mótleikari hans, Laurence Oli- vier, lítur á hann spyrjandi og Hoffman segir: „Ég hef ekki sofið í þrjá sólarhringa.“ „Hvers vegna þá?“ spyr Olivier. Hoffman svarar: „Svo ég geti upplifað ásigkomulag persónunnar." Olivier virðir hann fyrir sér með nokkr- um furðusvip. „Hefur þér ekki dottið í hug að leika?“ spyr hann. Vissulega mætast þarna tvær kynslóðir kvikmyndaleikara og fulltrúar ólíkrar leikhefðar. En fleira kemur til. Þessi stutta saga lýsir ekki aðeins viðhorfum Hoffmans til persónusköpunar heldur og muninum á honum og flestum öðrum. I meira en tuttugu ár og í álíka mörgum hlutverkum hefur hann sýnt heiminum hversu leikari getur tekið starf sitt alvar- lega. Myndin sem við höfum af honum er af manni nákvæmni og einbeitni. „Ég vil komast að takmörkum mínum,“ segir hann í nýlegu viðtali. „Ég hef aldrei ver- ið hræddur við að mistakast. Ég hræðist annað, eins og það að gera slæma hluti af ásettu ráði.“ Önnur mynd sem birtist heiminum er myndin af Dorian Gray - manninum sem gat ekki elst. Ónefnd kona rekst á hann á veitingahúsi og biður um eigin- handaráritun. „Ég held . . . já, ég held virkilega,“ segir hún æst og leitar að réttu orðunum, „já, mér finnst þú vera einn af bestu ungu leikurunum í Holly- wood!“ Dustin Hoffman, 51 árs, lætur sér hvergi bregða. „Já,“ segir hann þegar konan er farin, „ungi er góður punktur.“ Ráðvillti stúdentinn Benjamin úr The Graduate, myndinni sem gerði hann að stjörnu árið 1967, er tengdur kynslóð bítla og blómabarna órjúfanlegum bönd- um. Myndin er minnismerki sjöunda áratugarins og þeirrar ungu kynslóðar sem snerist gegn gildismati foreldra sinna í ríkari mæli en áður hafði þekkst. Ef til vill er þetta kynslóðin sem hefur ekki leyft honum að eldast. Tíminn líður engu að síður og fáir gera sér betur grein fyrir kröfum hans en Dustin Hoffman. „Á þessu eru tvær hlið- ar,“ segir hann. „Ég reyni vissulega að eldast eins hægt og mögulegt er. Ef mað- ur reykir ekki og passar upp á þyngdina hjálpar það mikið. Faðir minn er 81 árs og lítur ágætlega út svo ég vona að þetta sé í ættinni. Á hinn bóginn getur þetta verið mér fjötur um fót. Þegar ég byrjaði að vinna við leikritið Sölumaður deyr fyrir nokkrum árum, sagði einn vinur minn við mig: „Vandamálið sem þú stendur frammi fyrir gagnvart Sölu- manninum er að þú ert ekki faðirinn heldur sonurinn.“ Það getur eitthvað verið til í þessu og ég held að það sé erf- iðara fyrir leikara að vera tekinn alvar- lega ef hann er „sonur“. Fólk segir „hann hefur ekki hinn nauðsynlega þunga til að leika föðurinn." Þetta er raunar ástæðan fyrir því að mér líkaði vel að kljást við Sölumanninn. Ég vil mjaka mér í þessa átt.“ Vilji Hoffmans til að takast á við hlut- verk sem krefjast mikils hugrekkis hefur ávallt verið fyrir hendi. Þegar hann tók að sér að leika hinn aumkunarverða Rat- so Rizzo í Midnight Cowboy (1969) fórn- uðu menn höndum og töldu hann vera að eyðileggja feril sinn. „Fólk flúði unn- vörpum frá forsýningunum. Umboðs- maður minn sagði að ef myndin yrði rökkuð niður væri afar mikilvægt að birt- ast í næstu mynd sem venjulegur mað- ur,“ segir Hoffman. „Þetta gerði mig mjög óstyrkan og fékk mig til að taka ákvarðanir í fljótræði.“ Næsta hlutverk hans var á hefðbundnari nótum, þar sem hann lék gegn Miu Farrow í John and Mary (1969). En útkoman varð sú að Midnight Cowboy hlaut óskarinn meðan vandræðalegur samleikur hans og Miu Farrow gerði John and Mary að leið- indavellu. „Ég tók þetta hlutverk að mér á röngum forsendum - til að bjarga ferl- inum - og ég sór að láta slíkt aldrei henda mig aftur.“ Áttundi áratugurinn varð nær samfelld sigurganga Hoffmans þar sem hann lék aðalhlutverkin í mörgum bestu myndum áratugarins. Little Big Man, Straw Dogs, Papillon, Lenny, All the Presidentá Men, Marathon Man og Kramer vs. Kramer, sem ávann honum óskarinn, bera allar vitni ákafamanni sem þorir að taka áhættur án tillits til stöðu sinnar sem „stjarna“. Handritshöfundurinn Larry Gross vann um tíma með Hoffman að handriti Rain Man. Hann lýsir eiginleikum Hoff- mans á eftirfarandi hátt. „Hann er of skapandi til að láta sér nægja eina mynd á ári, en aftur á móti er hann of erfiður í samstarfi til að gera jafnvel þessa einu mynd. Hann er stöðugt leitandi að góð- um efniviði og auk þess snjall höfundur sjálfur. Hann hefur kannski ekki neinar stórkostlegar hugmyndir um söguþráð og efnisuppbyggingu en hann hefur sjaldgæft tak á persónusköpun. Redford, Stallone og Newman vilja allir láta pers- ónur sínar gangast undir vissar fegrunar- aðgerðir. En Hoffman segir aldrei „nei, þetta myndi persónan aldrei gera.“ Þvert á móti er hann alltaf langt á undan öðr- um í hugmyndum sínum um uppátæki og einkenni persónunnar. „Sýndu mér hvers vegna þessi maður ætti að hafa samfarir við kind og ég geri það,“ segir hann. Vissulega getur hann kallað yfir sig andúð en hann er þess alltaf fullviss að hann geti náð áhorfendum aftur á sitt band með því að veita þeim ótrúlega reynslu.“ Ferill Hoffmans á níunda áratugnum hefur verið með hæðum og lægðum. Hann hefur aðeins leikið í þremur mynd- um, Tootsie, Ishtar og Rain Man, auk þess sem hann lék Willy Loman í Sölu- maður deyr, bæði á Broadway og fyrir sjónvarp. Undir lok síðasta áratugar gerði hann ágreining við framleiðendur tveggja mynda sinna, Straight Time og Agatha, varðandi framsetningu efnisins. í kjölfar þess fékk hann á sig orð fyrir að vera erfiður í samstarfi. Leikstjórar hafa kveinað undan honum sem og handrits-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.