Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 72

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 72
Kínverskur réttur á Memories of China. Humar að kantónskum hœtti með engiferi og lauk. Þessum humri er flogið ferskum frá Maine-fylki á austurströnd Bandaríkjanna til London tvisvar í viku. Kínversk veitingahús hafa undanfarið tekið mið af þeirri þróun sem átt hefur sér stað annars staðar. Æ fleiri staðir leggja nú meira upp úr útliti en áður, betri þjónustu og þægilegra umhverfi en því hefur verið ábótavant á mörgum stöðum í Soho þar sem þjónustan hefði oft mátt vera betri. Af þessu leiðir að- eins hærra verð en málsverðurinn verður líka ánægjulegri. Rétt eins og Roux- bræður eru þekkt nöfn á frönsku línunni eru tveir kínverskir matreiðslumeistarar í London sem þykja bera höfuð og herð- ar yfir alla aðra. Annar er Mr. Kong, sem rekur meðal annars veitingahús með sama nafni, og hinn er Mr. Kenneth Lo en hann bauð HEIMSMYND að borða á tveimur veitingahúsum sínum, öðru á Ebury Street og hinu við höfnina í Chelsea. Kenneth Lo er á áttræðisaldri. Hann var þekktur tennisleikari og sjónvarps- maður, hefur skrifað á fjórða tug mat- reiðslubóka, rekur matreiðsluskóla í London og hefur skrifað reglubundið um kínverskan mat í fjölmiðla og fjallað um hann í heimildamyndum og sjónvarpi víða um heim. Hann kom frá Kína ungur maður og stundaði háskólanám í Cam- bridge. Um hríð var hann í utanríkis- þjónustunni þar til hann sneri sér alfarið að matargerð og stofnaði fyrsta veitinga- stað sinn, Memories of China, í Belgra- via fyrir áratug. Síðasta vor opnaði hann annan stað undir sama nafni við Chelsea Harbour. Staðurinn í Belgravia er við 67 Ebury Street, rétt hjá Viktoríubrautarstöðinni og Buckingham Palace Road, enda stær- ir Mr. Lo sig af því að gestir úr höllinni líti stundum við hjá honum, þó ekki drottningin sjálf. „Drottningin er ekkert fyrir mat,“ segir Anne, bresk eiginkona Lo. En hertogaynjan af Jórvík er hrifin af kínverskum mat og hefur Lo bæði fært henni bækur sínar og wok-pönnu sem „hin slæma móðir, Fergie" (viðurnefni bresku pressunnar), fikrar sig nú áfram með. Memories of China á Ebury Street er ekki mjög dýr staður þótt þangað sæki margt frægt fólk (nýlega var þar Hussein Jórdaníukonungur og Michael Caine er tíður gestur en hann býr í næsta húsi við veitingastaðinn í Chelsea). Staðurinn er látlaus með hvítum múrsteinsveggjum og kínverskri skrautritun á veggjum. Matseðillinn er mjög fjölbreytt- ur, a la carte og að auki er hægt að fá sérvalinn matseðil með nokkrum réttum fyrir fjóra eða fleiri sem er sniðugt þegar um austurlenskan mat er að ræða. Mr. Lo bauð okkur fyrst upp á stolt stað- arins sem er humar fram- reiddur að kantónskum hætti með engi- feri og lauk. Þessi réttur er dýr miðað við aðra en virði hvers pens. (21 pund á meðan margir aðrir réttir kosta um 8 pund). Þessum humri er flogið ferskum frá Maine-fylki á austurströnd Banda- ríkjanna til London tvisvar í viku. Næst brögðuðum við glóðarsteikt lamb að mongólskum hætti sem er vafið í salat- 72 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.