Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 111

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 111
eftir á held ég að okkur öllum hafi tekist að snúa henni til betri vegar og að flestir hafi haft gott af henni. Þetta hafa verið viðburðarík ár. Það hafa skipst á skin og skúrir, en þegar upp er staðið er þetta reynsla sem maður hefði ekki viljað fara á mis við.D Kókaín..._____________________ framhald af bls. 100 Winnie Mandela House Winnie Mandela House í Oakland er eina viststofnunin í Bandaríkjunum sem annast verðandi mæður og mæður með ungbörn sem eru háðar fíkniefnum. Á Mandela vistheimilinu er stúlkum hjálp- að að glíma við fíkniefnavanda sinn, þær fá starfsþjálfun, foreldrafræðslu og ein- hverja almenna menntun. Að sögn Betty Williams, forstöðukonu Mandela heimil- isins, er tilgangur þess fyrst og fremst sá að skapa samastað fyrir stúlkur sem eru í vandræðum og þurfa nauðsynlega á stuðningi og hjálp að halda. Þær fá ör- uggan samastað fyrir börn sín og tæki- færi til þess að læra að annast þau. I dag hefur Mandela heimilið aðeins vistpláss fyrir tólf stúlkur og nýfædd börn þeirra. En biðlistinn er langur og þörfin mikil fyrir fleiri stofnanir af þessu tagi. Starfs- menn Mandela heimilisins segja lögregl- una vera í stöðugu sambandi við þá vegna þess að lögreglan er í stökustu vandræðum með vanfærar stúlkur sem neyta krakks. í Santa Rita fangelsinu eru í gæslu á degi hverjum fimmtán til tutt- ugu vanfærar konur sem þurfa meðferð. Ástandið er hörmulegt og þó að krakk- vandamálið sé ekki einungis bundið við fátækar konur standa þær langverst að vígi og án aðstoðar hafa þær litla sem enga von. Skaðleg áhrif krakks á verðandi mæður og afkvæmi þeirra Dr. Alex Espinoza, yfirlæknir á fæð- ingardeild Highland sjúkrahússins í Oakland, segir kókaínneyslu barnshaf- andi stúlkna byrjun á hörmulegum endi. Hann segir krakk svo skaðvænlegt og mannskemmandi að heilsa stúlknanna og ófæddra barna þeirra sé í hættu. Stúlka, sem ekki hættir krakkneyslu sinni, stofnar sjálfri sér og afkvæmi sínu í voða, mikið er um fósturlát og óeðlilega þróun fósturs. Fyrirburðir eru mjög al- gengir og ungviðin oft á tíðum mjög veik því lungu þeirra og hjörtu hafa ekki náð fullum þroska. Einnig eru þrjátíu pró- sent þeirra barna, sem kókaínháðar mæður fæða, með mjög lítið höfuð. Á Highland sjúkrahúsinu fæða um tvö hundruð konur í hverjum mánuði og þar af eru þrjátíu til fjörutíu stúlkur háðar fíkniefnum, aðallega krakki, og fer þessi tala stöðugt hækkandi. Nýtt frá Laura Ashley Auk hefðbundinna enskra blómamynstra sem skreyta efni og veggfóður frá Laura Ashley er úrval röndóttra, kínverskra og nú síðast ávaxtamunstra í mörgum spennandi litum og gerðum. Eitthvað við allra hæfi Kistan Laugavegi 99 s: 16646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.