Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 106
TVÆR SYSTUR MEÐ
DOKTORSGRÁÐU
Ekki er algengt að tvær
systur verði doktorar,
hvað þá að þær leysi slíka
þraut rétt um þrítugt. En
þannig er því varið um tvær
dætur Þórhalls Tryggvasonar
bankastjóra og konu hans,
Estherar Pétursdóttur. Þóra
Ellen, fædd 1954, varð doktor
í plöntuvistfræði frá háskólan-
um í Wales 1984 og í haust
hlaut systir hennar, Anna
Guðrún, fædd 1957, og því
þremur árum yngri, doktors-
gráðu í beitarfræði frá ríkishá-
skólanum í mormónafylkinu
Utah í Bandaríkjunum. Þóra
Ellen er settur prófessor í
grasafræði við Líffræðistofn-
un Háskóla (slands, en Anna
Guðrún var að flytja sig frá
Búnaðarfélagi íslands yfir til
Landgræðslunnar.
Það hlýtur að verða gróð-
ursælt kringum þær systur.
í doktorsritgerð Þóru Ellen-
ar kannaði hún forsendur
þess hvernig plöntur raða sér
saman i samfélög, einkum
hvort það gerist af tilviljun
eða fyrir samkeppni þeirra í
milli. Tilraunir hennar á tún-
bletti bentu til hins síðar-
nefnda. Anna Guðrún athug-
aði fæðuval lamba, hvort það
stjórnaðist af meðfæddri eðl-
ishvöt, eigin tilraunum eða
einhverju öðru og varð niður-
staða hennar sú að lömbin
lærðu mest af mæðrum sín-
um.
Það hlýtur að verða gróðursælt
kringum doktorana tvo, Önnu
Guðrúnu beitarfræðing (til hægri)
og Þóru Ellen plöntuvistfræðing,
báðar Þórhallsdætur.
106 HEIMSMYND