Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 41

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 41
ur, miskunnarlaus, sífellt fundvís á snögga bletti andstæðings- ins og stundum allt að því ofsafenginn. Hann hafi vissulega verið maður stórra geðbrigða, skapstór og skapbráður, eink- um á fyrri árum, en síðan orðið mildari og kyrrari þó að ávallt hafi verið stutt í eldglóðina. Lúðvík Jósefsson sagði um hann að hann hefði verið stórbrotinn samferðamaður, mikill stjórn- málamaður, heilsteyptur og minnisverður. Eðvarð Sigurðs- son, verkalýðsforingi og þingmaður, sagði að þó að Bjarni hafi virst harður viðskiptis og stundum fráhrindandi í viðmóti hefðu kostir hans verið augljósir; hann kynnti sér mál vel, var raunsær í ályktunum, afgreiddi mál vafningalaust og treysta mátti orðum hans. Það voru þessir tveir menn, Bjarni og Eð- varð, sem áttu mestan þátt í hinu fræga júnísamkomulagi 1964 sem var eins konar vopnahléssamningur milli verkalýðshreyf- ingar og stjórnvalda og skildi eftir sig drjúg spor. Bjarni Benediktsson stóð eins og bræður hans föstum fótum í íslenskri menningu, hafði djúptæka þekkingu á sögu og bókmenntum og hann var svo minnugur að hann gat rakið gömul mál blaðalaust úr ræðustóli frá orði til orðs. Jafnstórbrotið og líf hans var svo urðu endalokin hörmuleg. Hann brann inni ásamt konu sinni, Sigríði Björnsdóttur frá Ánanaustum í Reykjavík og litlum dóttursyni á Pingvöllum sumarið 1970. Börn Bjarna og Sigríðar eru fjögur. Elstur er Björn Bjarna- son (f. 1944) lögfræðingur. Björn sver sig í ættina, þykir ráðríkur og nokkuð einþykkur. Hann hugði til frama í pólitík eins og ættmenn hans margir en tapaði fyrir Friðriki Sophus- syni í frægum formannskosn- ingum í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna árið 1973 og sner- ist þá á aðrar brautir. Hann var deildarstjóri og síðar skrif- stofustjóri forsætisráðuneytis- ins í tíð Geirs Hallgrímssonar 1974 til 1978 og var þá hægri hönd hans, kunnugir sögðu að hann hefði verið nákomnari og haft meiri áhrif á Geir en nokkur annar maður. Hann er nú aðstoðarritstjóri Morgun- blaðsins. Björn Bjarnason hef- ur látið sig vestræna samvinnu miklu varða og verið einn helsti talsmaður NATO hér á landi. Það er til marks um hversu mikils álits hann nýtur að hann hefur verið áheyrnarfulltrúi í svokölluðum Bilderbergklúbb en í hon- um eru áhrifamestu stjórnmálamenn og fjármálajöfrar á Vesturlöndum. Næst Birni er Guðrún Bjarnadóttir (f.1946). Hún er gift Hrafni Þórissyni, starfsmanni Atlantshafsbandalagsins í Brússel. Þá kemur Valgerður Bjarnadótt- ir (f.1950) viðskiptafræðingur. Hún þykir hafa hinn pólitíska neista, er skapmikil og sjarmerandi, og hafa margra augu beinst að henni sem upprennandi stjörnu í þeim efnum en hún hefur ekki enn sem komið er gefið sig að slíku svo heitið geti. Maður hennar var Vilmundur Gylfason, alþingismaður, ráð- herra og frumkvöðull og formaður Bandalags jafnaðarmanna. Vilmundi auðnaðist á stuttri ævi að verða einhver litríkasti og sérstæðasti stjórnmálamaður landsins. Sambýlismaður Val- gerðar er Kristófer Már Kristinsson sem um hríð sat á þingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna. Þau eru búsett í Brússel. Yngst er Anna Bjarnadóttir (f. 1955) blaðamaður, hún var gift Porvaldi Gylfasyni hagfræðingi, bróður Vilmundar. Seinni maður hennar er svissneskur blaðamaður og búa þau í Sviss. SYSTURNAR - BLÖNDALAR OG ZOÉGAR Auk þeirra Sveins, Péturs og Bjarna eignuðust Guðrún og Benedikt fjórar dætur. Kristjana Benediktsdóttir (1910-1955) var gift Lárusi H. Blöndal mag. art. Hann var árið 1927 einn af stofnendum Heimdall- ar en á kreppuárunum varð hann félagi í Kommúnista- flokki íslands og fór það mjög á skjön við skoðanir mága hans af Engeyjarætt. Þau Kristjana eignuðust fimm börn og þar á meðal þrjá syni sem allir eru fyrirferðarmiklir og áberandi í þjóðfélaginu eins og þeir eiga kyn til. Börnin eru: Benedikt Blöndal (f. 1935) hæstaréttardómari, um langt skeið einn virtasti lögfræðingur landsins. Halldór Blöndal (f. 1938) alþingismaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 1979. Hann sver sig um margt í ættina, er vel að sér í bókmenntum og sögu, skörulegur í ræðustóli og fornyrtur nokkuð sem Bene- dikt afi hans. Halldór kom all- mikið við sögu við stjórnarslit- in 1988 og þykir líklegur til að vaxa á næstu árum til frekari áhrifa innan þingliðs flokksins. Kristín Blöndal (f.1944) kenn- ari, gift Árna Pórssyni barna- lækni. Haraldur Blöndal (f.1946) hæstaréttarlögmaður. Hann hefur látið nokkuð að sér kveða í stjórnmálum og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann er varaborgarfulltrúi í Reykja- vík. Ragnhildur Blöndal (f. 1949), gift Knúti Jeppesen, arkitekt í Reykjavík. Ein dóttir þeirra Guðrúnar og Benedikts dó ung en yngst- ar eru tvíburarnir Guðrún Benediktsdótt- ir (f. 1919) og Ólöf. Guðrún er gift Jó- hannesi Zoega, hitaveitustjóra Reykja- víkur frá 1962, áður forstjóra Landsmiðj- unnar. Börn þeirra eru: Tómas Zoega (f.1946) geðlæknir. Guðrún Zoéga (f.1948) verkfræðingur, nýkjörinn for- maður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat- ar en í stjórn þess hafa löngum setið konur af Engeyjarætt. Hún er varaborg- arfulltrúi í Reykjavík. Benedikt Jóhann- Stórgerð lyndiseinkunn, afburðadugnaður og greind eru œttarfylgja Engeyjarœttarinnar. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrum ráðherra, er sú af Engeyjarætt sem hefur náð lengst á stjórnmálasviðinu á eftir frænda sínum Bjarna Benediktssyni. Ragnhildur er barnabarn Kristínar Bjarnadóttur, hálfsystur Engeyjarsystranna, sem gift var Helga Tómassyni, geðlækni á Kleppi, sem varpaði fram stóru bombunni 1930. HEIMSMYND 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.