Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 110

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 110
Engeyjarætt framhald af bls. 42 sat um árabil í kjörstjórn fyrir Alþýðu- bandalagið. Kristinn Baldursson (f.1924) lögfræðingur. Hann starfaði lengst af á skrifstofu Sveins Benediktssonar frænda síns og var um tíma framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríksins. FÓLKIÐ Á KLEPPI Hálfsystir Engeyjarsystra var Kristín Bjarnadóttir (1894-1949). Hún fékk eins og þær góða menntun og dvaldist meðal annars erlendis á yngri árum. Öfugt við systur sínar var hún hógvær og hlédræg og vildi ekki taka þátt í opinberum mál- um. Hún giftist 1927 Helga Tómassyni geðlækni sem ári síðar tók við yfirstjórn Kleppsspítalans. Það var einmitt hann sem varpaði fram „stóru bombunni“ 1930 er hann lýsti Jónas frá Hriflu geð- veikan og var skömmu síðar vikið frá embætti um stundarsakir. Þau hjónin soguðust því ekki síður inn í heiftarlegar pólitískar deilur en ýmsir aðrir af Eng- eyjarætt. Börn þeirra hjóna á Kleppi voru: Tómas Helgason, (f. 1927) núver- andi yfirlæknir á Kleppi og prófessor, sem margir telja einn valdamesta mann í heilbrigðismálum á Islandi mörg undan- farin ár. Ragnhildur Helgadóttir (f. 1930) lögfræðingur. Hún hefur komist til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum og sver sig í ættina, þykir stjórnsöm og skapheit. Hún var kosin á þing árið 1956 og var þá aðeins 26 ára gömul. Hún sat á þingi til 1963 og svo aftur frá 1974. Hún hefur tvívegis verið forseti neðri deildar Alþingis, var forseti Norðurlandaráðs 1975 og menntamálaráðherra 1983 til 1987. Maður hennar er Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og situr þannig við hlið Benedikts Blöndals, frænda konu hans. Þór er sonur Vilhjálms Þ. Gísla- f sonar og voru þeir Vilmundur Gylfason, maður Valgerðar Bjarnadóttur, því bræðrasynir. Þriðja barn Kleppshjón- anna er Bjarni Helgason (f. 1933), dokt- or í jarðvegsfræði. Það sem ég kalla hér Engeyjarættina yngri er engin stórætt heldur öllu fremur stór fjölskylda sem hefur verið býsna fyr- irferðarmikil í Reykjavík alla þessa öld. Hún er runnin úr búandlegu umhverfi enda verður hún tæpast talin aristókrata- ætt. Framgang hennar má kannski öllu fremur þakka stórgerðri lyndiseinkunn sem er ættarfylgja hennar, afburðadugn- aði, greind og miklum forystuhæfileik- um.D Dustin Hoffman framhald af bls. 67 og ég tel að það hafi laðað mig að þessu hlutverki. Þegar ég kom fyrst til New York árið 1958 til að læra leiklist, fékk ég starf á geðsjúkrahúsi þar í bæ. Á sama tíma var ég að lesa Gaukshreiðrið og hugsaði með mér að ég væri að upp- lifa þá sögu í mínu starfi. Eg bjó með Robert Duvall í þá daga og við æfðum okkur gjarnan heima með því að túlka það fólk sem við umgengumst. Eg náði að endurskapa sumt af þessu fólki en þó að ekkert þeirra minnti á Raymond Babbitt var þetta samt tækifæri til að rifja upp þessa reynslu. Líklega er ég kominn á þann aldur að ég vil ekki sóa tímanum. Ég segist alltaf vera á miðjum aldri þegar ég er spurður um þau mál. En tengdafaðir minn gefur mér engin grið. „Bull og vitleysa,“ segir hann, „eða þekkirðu marga sem eru 102 ára?“ Þetta gerir mann æstari í að reyna að koma reynslu sinni á strigann áður en tjaldið fellur.“D VIÐBÓTARHÁR sem er sérhannaö fyrir þig. Þú syndir, þværö þér um háriö þurrkar það og greiðir - svo eölilegt sem þitt eigið hár. RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN ,p GKKII LW HRINGBRAUT 119 3 22077 Konurnar á bak ... framhald af bls. 91 erlendis. Þær láta keppni manna í liðinu ekki koma sér við. í Þýskalandi tók kon- an alltaf upp þykkjuna fyrir eiginmann- inn, ef honum fannst annar skyggja á sig. Sérstaklega náðum við vel saman þegar við komum saman í Lignano meðan strákarnir voru að keppa í Júgóslavíu. Við vorum saman í heila viku áður en keppninni lauk og þeir komu til okkar og allur hópurinn var svo saman í aðra viku. Þessi vika, sem við vorum einar, skipti máli. Forysta HSÍ hefur oft sakað okkur eiginkonurnar um eigingirni og frekju, en í þetta sinn átti hún frum- kvæðið að þessari ferð með góðri aðstoð Flugleiða og ég er sannfærð um að hún hefur komið liðinu til góða. HSÍ er að þessu leyti tillitssamara en þeir forystu- menn liða, sem ég hef kynnst erlendis eða íslenska knattspyrnuforystan, en hitt er svo annað mál, hvort þar er nóg að gert. íslendingar láta ekki fella sig inn í stífar þjálfunarformúlur, eins og margar aðrar þjóðir þar sem fólk hefur lært að beygja sig og hlýða möglunarlaust, þótt óánægjan sjóði og bulli undir niðri. Óánægja í einkalífi hlýtur að koma niður á frammistöðu þeirra og því hlýtur að vera hyggilegast að forðast árekstra milli íþróttarinnar og kröfu um eðlilegt líf. Við konurnar höfum alltaf staðið mjög vel saman ekki síður en strákarnir. Þetta er búið að vera mikið til sami hópurinn síðan í unglingalandsliðinu 1979, tiltölu- lega fáir hafa bæst við. Við höfum kynnst mjög vel og við í eldri kantinum höfum reynt að miðla þeim nýkomnu af reynslu okkar. Þetta getur oft orðið erf- itt þegar maður verður var við öfund í velgengninni og að það hlakki í mönnum þegar illa gengur. Tíminn eftir ólympíu- leikana í Sól var mjög erfið reynsla, en V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.