Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 112
Á Highland var gerð rannsókn á eitt
hundrað og átta ungum, vanfærum kon-
um sem háðar voru kókaíni. Helmingur
þeirra var blökkukonur, þrjátíu prósent
hvít og tuttugu prósent spænskumæl-
andi. I ljós kom að meira en helmingur
kvennanna hafði ekki fengið neina lækn-
isaðstoð meðan á meðgöngu stóð. Marg-
ar báru kynsjúkdóma, svo sem sárasótt
og lekanda, eða þjáðust af lifrarbólgu,
sykursýki, eyðni og öðrum alvarlegum
sjúkdómum. Einnig kom fram í sömu
rannsókn að yfir fimmtíu prósent þess-
ara kvenna og barna þeirra komu ekki til
meðferðar eða læknisskoðunar eftir að
þau fóru af spítalanum.
Kókaín-börn, ólíkt börnum heróín-
neytenda, hafa væg fráhvarfseinkenni en
þurfa þess í stað að búa við lífstíðarfötl-
un. Sérfræðingar, kennarar og aðrir upp-
alendur. sem fást við fleiri og fleiri
krakkbörn, segja hegðun þeirra mjög
frábrugðna hegðun annarra barna. Eng-
ar formlegar rannsóknir hafa verið gerð-
ar en flestir sérfræðingar eru sammála
um að þrátt fyrir ólíkar heimilisaðstæður
eigi kókaínbörn við sömu vandamál að
glíma. Mörg eru talin vera á eftir í
þroska, eru fjarlæg, brosa sjaldan og eiga
erfitt með að mynda persónulegt sam-
band við sína nánustu. Skap þeirra er
mjög sveiflukennt, þau eru talin ofbeld-
ishneigð, óróleg, eiga erfitt með að ein-
beita sér og hafa tilhneigingu til að vera
innhverf.
I Bandaríkjunum eru tuttugu og fjórar
milljónir manna taldar hafa notað kóka-
ín og þar af hafa sex milljónir farið í
meðferð. Pessi gífurlega aukning á notk-
un kókaíns á níunda áratugnum er
áhyggjuefni og vekur upp margar spurn-
ingar sem ekki er auðvelt að fá svör við.
Spurningar eins og: Hvers vegna streym-
ir kókaín svo auðveldlega inn í landið?
Er áhugi yfirvalda takmarkaður fyrir
þessu málefni? Hversu miklu er varið til
fyrirbyggjandi aðgerða gegn fíkniefna-
smyglurum? Hvers vegna er milljónum
dollara varið í löggæslu og fangelsis-
stofnanir en litlu sem engu í fyrirbyggj-
andi aðgerðir, svo sem fíkniefnafræðslu í
skólum og vinnustöðum, fleiri atvinnu-
möguleika, fleiri meðferðarheimili á
borð við Winnie Mandela House og svo
framvegis? Þannig má lengi spyrja.
Með tilkomu krakks er eiturlyfja-
vandamál Bandaríkjanna enn ógnvæn-
legra en áður því sá auðfengni gróði sem
fæst af sölu fíkniefnisins og vanabind-
andi máttur þess laða sífellt að sér stærri
hóp manna. Yfirvöld Bandaríkjanna
standa frammi fyrir alvarlegu vandamáli
sem þarf að uppræta fljótt því krakk er í
höndum barna og unglinga þessarar
þjóðar.D
PYRIT
GULLSMIOJA
ÖNNU MARIU
VESTURGATA 3 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI 20376
112 HEIMSMYND