Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 94

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 94
reglur í þessum efnum svo fast mótaðar að ekki má út af breyta frá kyni til kyns, annars staðar eru reglurnar breytingum undirorpnar með tískusveiflum frá ein- um tíma til annars. Sérhver maður virð- ist hafa sína sérvisku í sambandi við hár sitt. Stríðshetja Gyðinga, Samson, trúði því að hann bæri mátt sinn og megin í hárinu og því fengu óvinir hans Delilu til að skerða það og svipta hann með því manndómnum. Haraldur hárfagri sór þess dýran eið að skerða ekki hár sitt eða skegg fyrr en allur Noregur lyti veldi hans. Trú Sikha í Indlandi bannar karl- mönnunum að skerða hár sitt og þeir mega verja til þess drjúgri stund á hverj- um morgni að vefja það upp á kollinn og koma því fyrir undir vefjarhettinum. í harðri lífsbaráttu hefur mörgum gramist sá tími sem fer hjá hárprúðum konum í að hirða um hár sitt. Norður á Kaldbak í Strandasýslu var á síðustu öld uppi stúlka, sem hafði afburðamikið, þykkt og fagurt hár, sem hún á hverjum morgni dró saman í eina, þverhandar- þykka fléttu, sem náði henni í hnésbæt- ur. Einn þurrkdag um hábjargræðistím- ann, þegar hún gerði að hári sínu, gekk hún svo fram af karli föður sínum, sem taldi það hreinlega ókristilega sjálfselsku að eyða tíma í slíkan hégómaskap, að hann seildist eftir skærum og klippti fléttuna við hársrætur. Þessi saga hefur lifað í ættinni síðan sem dæmi um vel meintan níðingsskap. A miðöldum krafðist tískan ríkulegri hárvaxtar en náttúran gat séð fyrir í flestum tilfellum og upp rann öld hár- kollunnar með bylgjandi lokka í beltis- stað. Þá þurftu menn að eiga hárkollur til skiptanna, svo að jafnan væri nýskrýfð kolla tiltæk á hverjum morgni. Eftir að hreintrúarstefna mótmælenda, vélaöld og viðskipti rugluðu saman reitum sín- um, þótti líka sjálfsagt að hafa hárið stutt og greiða það slétt og fellt. Ostýri- látir lokkar voru hamdir með margvís- legu móti, snöggklipptir, smurðir og sléttaðir. Ilmandi smyrsl og vel lyktandi vökvar höfðu reyndar tíðkast frá örófi alda, samsett úr ýmiss konar jurtum og efnum úr náttúrunni. En nú varð hársnyrtingin að iðnaði. Engum líkamsparti öðrum hefur eftir því sem stundir hafa liðið fram verið helgað jafnmikið af tækjum og tólum, föstum efnum og fljótandi. En stundum var sú iðja stunduð meira af kappi en forsjá og framtíðarheill hársins var fórnað fyrir stundlega fegurð augnabliksins. Þess var ekki alltaf gætt að efnablöndurnar væru ekki beinlínis skaðlegar við síendurtekna notkun, eða hefðu miður holl áhrif á við- kvæma húð. Því hafa ný fyrirtæki séð sér leik á borði að brjótast inn á yfirfullan markað hársnyrtitækninnar með vörur eingöngu úr náttúrulegum efnum. Til dæmis hefur hinn mikilvirki tískusýn- ingahönnuður, Gunnar Larsen, sem hér var í sambandi við fegurðarsamkeppni fyrir tveim árum, hafið framleiðslu á heilli línu hárþvotta- og hársnyrtiefna, sem eingöngu eru framleidd úr náttúru- legum efnum, laus við allt alkóhól og framreidd í umbúðum, sem örugglega munu ekki skaða ósonlagið. Vörur hans eru þó fyrst og fremst miðaðar við að ná til sýningarstúlkna, leikkvenna og fyrir- sætna, sem í daglegum störfum sínum verða að nota mikið magn fegrunarlyfja og eiga því meira í húfi en aðrir að þau séu holl hári og húð. Þau eru líka þau dýrustu á markaðnum, í algerum lúxus- klassa. Aðrir hafa ekki sett markið jafn- hátt hvað verðlagninguna áhrærir, stefna á almennan markað, en halda þó sömu stefnu um notkun náttúruefna eingöngu. Sem dæmi af þeim kantinum má taka finnska fyrirtækið Lumene, sem sérhæfir sig í hárþvottaefnum fyrir viðkvæmt, erf- itt, þurrt og litað hár, viðkvæman hár- svörð og exem. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum er hársnyrtiiðnaðurinn kominn þar í heilan hring. Hann leitast við að snúa frá gerviefnablöndum rann- sóknastofanna og ljúka aftur upp þeim leyndardómum náttúrunnar, sem til skamms tíma voru lítils metnir sem kerl- ingabækur og hindurvitni.D agn, Haukur, Símon, Fausto. Helga, Þuríður, Snjólaug, Hrafnhildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.