Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 109
ERU
EYÐNIRANNSÓKNIR
Á YILLIGÖTUM?
Um aldamótin 1600 æddi
sjúkdómur um Evrópu
eins og eldur í sinu. Margir
töldu hann eiga rætur að
rekja til heimkomu
Kólumbusar og áhafnar hans
frá Haiti. Sjúkdómur þessi,
sem breiddist út við
kynmök, var heiftarlega
bráður, smitandi og illkynja
og leiddi marga til dauða á
örfáum vikum eftir smit.
Talið er að hann kunni að
hafa fækkað íbúum Evrópu
um allt að þriðjungi.
Um það bil öld síðar hafði
samt þetta bráðbanvæna
form sjúkdómsins vikið og
hann breyst í þá niðurbældu
en landlægu sótt, sem við
þekkjum í dag, þar sem
hann ágerist smám saman
með langvinnum
mismunandi
sjúkdómsstigum. Vegna
hæfileika sjúkdómsins til að
taka á sig gervi og einkenni
annarra sýkla, vitnuðu
læknar oft til hans, sem
„dulgervingsins mikla“, en
við þekkjum hann sem
sárasótt (sýfilis).
í þessum mánuði kemur
út í London bókin The HIV-
Myth eftir Jad Adams. í
þeirri bók eru rakin á mjög
sannfærandi hátt hin
augljósu meinafræðilegu
líkindi milli sárasóttar og
eyðni. Þetta er heillandi og
hrollvekjandi bók, sem ber
brigður á kenninguna um
hinn svokallaða eyðnigrunn,
sem byggist á því að eyðni
orsakist af mannlegri
ónæmisbæklunarveiru (á
ensku skammstafað HIV).
Augljósasta röksemdin
gegn því að HIV orsaki
eyðni er sú, að sumir
eyðnisjúklingar sýna engin
merki um viðvist veirunnar.
Læknar eru reyndar orðnir
svo vanir þessu
sjúkdómseinkenni, að aðeins
sjö prósent sjúklinga eru
látin undirgangast HIV
mótefnapróf. Á hinn bóginn
er heimurinn svo fullur af
fullkomlega heilbrigðu fólki,
sem ber HlV-veiruna í sér,
en sýnir engin merki um að
þróa með sér eyðni.
Reyndar er kunnugt um
fjölda tilfella þar sem HIV-
veiran er áfram óvirk, enda
þótt sjúklingurinn sé að
dauða kominn úr eyðni. Þá
er bent á að fjöldi
eyðnitilfella í Englandi var
einu þúsundi minni en spár
gerðu ráð fyrir þrátt fyrir
aukningu HlV-sýkingar.
Höfundur bókarinnar, Jad
Adams, sem er blaðamaður,
skýrir svo frá að lítill en
vaxandi hópur vísindamanna
sé þeirrar skoðunar, að
HlV-veiran sé af rangri gerð
til að geta orsakað
banvænan sjúkdóm.
Afleiðing þessarar
greiningarskekkju, segir
hann, er sú að öllu
rannsóknarfjármagni hefur
verið beint að HIV og
vanrækt að rannsaka aðrar
mögulegar orsakir eyðni.
Ein slík orsök, eða
meðorsök, sem Adams
heldur fram að gæti verið
skyld eyðni er sárasóttin, en
eitt höfuðeinkenni hennar er
einmitt ónæmisbæling.
Eyðnihrörnun líkist mjög
taugasárasótt. Húðsár vegna
sárasóttar eru óþekkjanleg
frá húðkrabbasárunum í
Kaposis Sarcoma (Kaposi
lýsti fyrst því ástandi húðar,
sem ber nafn hans, hjá hópi
sárasóttarsjúklinga). Þar að
auki, segir Adams, gæti
verið um að ræða uppsafn
ómeðhöndlaðra
sárasóttartilfella í samfélagi
samkynhneigðra (þar sem
eyðnitilfelli eru fjórtán
sinnum tíðari en annars
staðar). Svo er að sjá, að
sárasótt þurfi mun lengri
meðferð með mun stærri
lyfjaskömmtum en hingað til
hefur verið talið; og með
þessum hætti gæti
stökkbrigði
sárasóttarsýkilsins hafa náð
að þróast og breiðast út, að
því er Adams heldur fram.
Sumir eyðnisjúklingar hafa
sýnt batamerki með
fúkkalyfjagjöf (óhugsandi ef
eyðni stafaði af sannri veiru)
og Adams heldur fram að
brýn þörf sé á rannsóknum á
sambandinu milli þessa
tvenns, auk mögulegra
annarra orsaka til eyðni en
af veiruvöldum.D
ARÐBÆR
KVENNABARÁTTA
Viðskipti eru viðskipti“
er alþjóðlegt kjörorð
kaupsýslumanna og þýðir,
að í þau blöndum við hvorki
ást, vináttu, pólitík,
trúarskoðunum né nokkru
Líkan af HIV-
einingunni byggt á
rannsóknum
vísindamanna.
því sem er viðskiptunum
sjálfum óviðkomandi.
Þannig voru hugkvæmir
kaupsýslumenn fljótir að
finna út að markaðssetja
mátti byltingarhreyfingu
unga fólksins 1968 á
margvíslegan hátt:
Framleiða fatadruslur með
litlum tilkostnaði og selja
með drjúgri álagningu,
skyrtuboli og plaköt með
byltingar- og
friðarslagorðum,
byltingarsöngva á plötum að
því ógleymdu að sjá
æskulýðnum fyrir hassi, sýru
og öðrum efnum, sem lyftu
þeim upp úr gráum
hversdagsleikanum inn í
fyrirheitna landið.
Nú eru að spretta upp úr
kvennabaráttunni margvísleg
viðskipti, sem ekki eru
endilega einskorðuð við
konur. Eitt sem konur hafa
fundið sjálfum sér til foráttu
er skortur á sjálfstrausti í
heimi karlaveldisins. Það er
því fyrsta verk
kvennasamtaka víða um
heim að halda
sjálfseflingarnámskeið fyrir
konur. Evelyn Thurmond,
sem sótt hafði slíkt
námskeið í London, sá í
hendi sér, að karlinn hennar
hefði ekki síður gott af að
lappa upp á sjálfstraustið.
Og ásamt nokkrum
námskeiðssystrum kom hún
á fót sjálfstraustsnámskeiði
fyrir karla og fljótt kom í
ljós að eftirspurnin var
gífurleg. Hér er tækifærið,
konur: Eftir að hafa lært að
auka sjálfstraust ykkar í
heimi karlaveldisins getið
þið skapað ykkur atvinnu
við að auka sjálfsöryggi
karla, sem eru í rusli eftir
vaxandi innrás kvenna á
fyrri yfirráðasvið þeirra.D
HEIMSMYND 109