Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 63

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 63
Að lokum féllst Barry Levinson (Good Morning, Vietnam) á að taka vandræða- barnið að sér og koma því til manns. Vinnan með Levinson reyndist „eins og í draumi," segir Hoffman. En hvað segir hann um það orðspor sem af honum fer sem manni sem erfitt er að vinna með sökum óheyrilegrar nákvæmni og full- komnunaráráttu? „Ég skil ekki hvað það merkir," segir hann. „Myndatökumaður eða hljóðmaður fær aldrei skammir fyrir fullkomnunaráráttu, annaðhvort hef- urðu hana eða þú missir vinnuna. Petta er svipað og að liggja á skurðarborðinu og það er sagt við þig: „Þér á eftir að líka vel við þennan skurðlækni. Hann er góður maður og alls ekki haldin full- komnunaráráttu.“ Hoffman hlær. „Ætli ég gæti kannski fengið einn slíkan?" MISSISSIPPI BURNING Mississippi Burn- ing er um mannrétt- indi og -rangindi. Frásögnin byggir á atburðum sem áttu sér sér stað í Missis- sippi-fylki árið 1964, í kjölfar morða á þremur baráttu- mönnum gegn kyn- þáttamisrétti. „Frelsissumarið" 1964 streymdu að minnsta kosti þús- und stúdentar, mannréttindasinnar, læknar og lögfræð- ingar til Mississippi í þeim tilgangi að kæra blökkumenn á kjörskrá og setja á fót „frelsisskóla“ og önnur skjólshús í hjarta hins svokallaða „svarta beltis“ mið- og suðurfylkjanna. Þann 21. júní sama ár hurfu þrír úr þess- um hópi, tveir hvítir og einn svartur. Eftir að þeir höfðu heimsótt kirkju sem brennd hafði verið til ösku, hafði lög- reglan handtekið þá fyrir hraðakstur og í framhaldi af því beinlínis selt þá í hendur Ku Klux Klan. Lík þeirra fundust nokkru síðar og höfðu hvítu mennirnir verið skotnir í brjóstið en sá svarti hafði þurft að þola þung höfuðhögg áður en hann var skotinn í kviðinn. Eftir að inn- fæddum manni hafði verið mútað fund- ust líkin í myllu á bóndabæ. í desember handtóku starfsmenn alríkislögreglunnar nítján innfædda og ákærðu þá fyrir að hafa svipt fórnarlömbin mannréttindum sínum. Sjö voru sakfelldir. Hlutverk fylkisins var að leggja morðákærur fram en af því varð aldrei. Allir þeir sem sak- felldir voru hlutu náðun áður en þeir höfðu setið inni þann tíma sem dómsorð sagði til um. Mississippi Burning tekur á þessum harmleik án þess að nota hin eiginlegu nöfn manna og staða en heldur sig við innihald atburða. Myndin hefur vakið upp miklar deilur, sumir telja að hún dragi upp alranga mynd af tíðaranda og gangi atburða, aðrir telja að sér vegið persónulega og hóta málaferlum. Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Gene Hackman og Willem Dafoe. Báðir eru þeir FBI-menn en það er nokkurn veginn það eina sem þeir eiga sameigin- legt. Uppruni þeirra og starfsaðferðir eru gjörólík en þeir verða að vinna sam- an til að leysa málið. Rupert Anderson (Hackman) er fyrrum lögreglustjóri frá Mississippi sem þekkir aðstæður en er Cecile (Uma Thurman) notar bak elskhuga síns sem skrifborð. óvandur að meðulum. Hann stendur skyndilega frammi fyrir fulltrúa dóms- málaráðuneytisins Alan Ward (Dafoe) sem flytur með sér opinberar venjur, gráður frá Harvard og Yale ásamt gust- miklu andrúmslofti Kennedy-áranna. Sameinaðir verða þeir að takast á við óttann sem gripið hefur um sig í kjölfar atburðanna og veita ódæðismönnunum makleg málagjöld. Leikstjórinn, Alan Parker, er um- deildur maður með sterkan persónuleg- an stfl þrátt fyrir ólík viðfangsefni. Myndir eins og Midnight Express, The Wall og Angel Heart eru ólíkar á yfir- borðinu en mynda engu að síður inn- byrðis tengsl í gegnum óttann sem étur sálina. „Upphaflega var þetta meira í ætt við lögreglusögu sem byggði á ákveðn- um atburðum og var skreytt með ofur- litlum skáldskap,“ segir Parker. „Sagan hafði ekki þennan pólitíska þunga sem ég vildi, svo ég skrifaði hana aftur. A sama hátt hafði ég þá ábyrgð að ná til stórs áhorfendahóps, svo sagan hefur aðra þætti sem uppfylla þær kröfur. Myndin er þannig alls ekki yfirþyrmandi pólitísk, en engu að síður með sterkan boðskap bak við orð og gcrðir." Orðrómur var á sveimi um ósam- komulag Parkers við framleiðanda myndarinnar, Frederick Zollo, og við upptökur heyrðust athugasemdir um stórmennskubrjálæði beinast að Parker. Zollo neitar að um ósætti hafi verið að ræða en lýsir því varlega yfir að „allir leikstjórar hafa stórmennskubrjálæði. Þeir verða að hafa það.“ Hann bætir því að við að Parker sé „afar kurteis, gef- andi og rausnarleg- ur. Hann er stoltur, öruggur og blátt áfram, en hann er líka bæði harður og erfiður.“ „Hálfur galdurinn er að láta þá halda að þú vitir hvað þú sért að gera, jafnvel þótt þú hafir ekki hugmynd um það,“ segir Parker. „Þeir verða að hafa ein- hvern til að vísa þeim veginn. Kvik- myndastjórn er skyndipróf í stór- mennskubrj álæði. “ LES LIAISONS DANGEREUSES í sjónvarpsmynd- inni Saigon: Year of the Cat eftir Stephen Frears frá árinu 1983 er fjallað um brottflutning síðustu Ameríkananna frá Víetnam. Þar er að finna senu sem næstum kæfir áhorfand- ann í þrúgandi spennu. í yfirfullri þyrlu af óttaslegnum Bandaríkjamönnum er að finna fulltrúa CIA sem skyndilega gerir sér grein fyrir því að hann hefur gleymt lista yfir víetnamska samstarfs- menn sína á skrifborði sínu þar sem sig- urvegararnir frá Norður-Víetnam munu valsa um innan stundar. Þetta er rauður þráður í verkum Frears: stund hinna tilgangslausu svika. Gegnumgangandi í myndum hans særir einhver annan að því er virðist án til- gangs og án þess að fá við það ráðið. I The Hit ráðast atvinnumorðingjar gegn hvor öðrum til að klekkja á gömlum bófa sem gerist uppljóstrari. í Prick Up Your Ears myrðir ástmaður rithöfundar- ins Joe Orton hann í afbrýðikasti. Á hinn veginn finnast einnig í myndum hans stundir hinnar óviðráðanlegu vænt- HEIMSMYND 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.