Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 86

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 86
FYRIRLIÐINN að er ekki hlaupið að því að ná viðtali við Þorgils Óttar. í gær- kvöld og fyrrakvöld voru leikir í Evrópukeppni félagsliða, í kvöld er bikarleikur, annað kvöld leikur í deildarkeppninni. Við komum okkur saman um að hittast í hádeginu í Kínahús- inu, veitingastað í næsta ná- munda við vinnustað hans, Iðnaðar- bankann. Hann mætir á slaginu tólf, dæmigerður landsliðsmaður, rólegur í fasi, hæglátur, geislandi af sjálfstrausti, sýnist í fullkomnu jafnvægi. Samræðurn- ar koma auðveldlega, framsetningin er skýr og ákveðin, skýringar á sigrum og ósigrum yfirvegaðar; þetta er maður með allt á hreinu. Talið berst fyrst að þeim fórnum, sem íþróttamenn í fremstu röð á borð við landsliðið, verða að færa til að komast á toppinn og halda sig á honum. Árin í búningsklefunum, íþróttasölunum og sturtunni, svitanum og táfýlunni, eins og einn kunningi minn orðaði það nýlega. Þorgils Óttar vill ekki gera of mikið úr fórnunum. Auðvitað fer í þetta mikill tími, en bæði er að þetta er einmitt það, sem við vildum vera að gera og að þetta er tími, sem gefur mikið af sér. Þetta er tími ög- unar og hörku við sjálfan sig. Maður lær- ir líka að skipuleggja tímann sinn vel, öðruvísi annar maður ekki námi eða starfi með þessu. Það sem er þó kannski mest um vert er félagsskapurinn. Náin tengsl og vinátta meðal manna, sem ár- um saman stilla saman strengi og keppa að sama marki. Smám saman lærist manni líka að taka sigrum og ósigrum með æðruleysi. Þannig að ég held að þessi ár séu mjög góður undirbúningur undir lífið. Fyrstu árin eru erfið. Þegar illa gengur fer maður yfir leikina aftur og aftur í huganum: Hvað gekk úrskeiðis? Hefði það ráðið úrslitum hefði mér tekist betur með þessa sendingu, gefið yfir á Guð- mund í horninu í stað þess að reyna skot? Þannig er farið yfir leikinn aftur og aftur með engum árangri öðrum en að firra sjálfan sig svefni og hvíld. Nú förum við sameiginlega yfir leikina á mynd- bandi, reynum að læra af reynslunni, mistökum og vel heppnuðum atriðum og þar með er málið afgreitt og menn safna kröftum fyrir næsta leik. Auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Eftir að okkur hafði misheppnast að verða við þeim væntingum, sem til okkar voru gerðar í Sól, þrátt fyrir nokkuð góða leiki, en bara ekki alveg nógu góða, voru menn lengi í lægð. Mönnum sveið ósanngirnin og kröfuharkan, fannst að forystan hefði gengið of langt í að byggja upp þessar væntingar, og sum- ir íþróttafréttamenn of óbilgjarnir þótt menn gerðu sér líka grein fyrir því að á því byggist fjáröflunin fyrir áhugamanna- íþróttir, sem gera því meiri kröfur um fjármagn, sem betri árangur næst. En svo er líka eins og menn losni úr viðjum og þá segir margra ára þjálfun til sín. Við fórum til Frakklands án kröfu og skuldbindinga um annað en að gera okk- ar besta, vorum í toppformi og margir okkar við það að segja skilið við hand- knattleikinn og vildum auðvitað helst gera það með glæsibrag. í þetta sinn gekk dæmið upp. Þar sem tilviljanir spil- uðu inn í voru þær okkur í hag. En það má ekki gleyma því að munurinn á bestu liðum er ekki geysimikill. Það gat munað einum leik hvort við féllum alla leið nið- ur í C-keppnina eins og Vestur-Þjóðverj- ar, alveg eins og það munaði sekúndu- Tími sem gefur mikið af sér. Tími ögunar og hörku við sjdlfan sig. Það sem er þó mest um vert er félagsskapurinn. broti í Sól í vítakeppninni við Austur- Þjóðverja, hvort við næðum tilætluðum árangri eða ekki. Gullið eða C. Það er langur vegur þarna á milli, en þó þarf ekki mörg óhöpp til að dæmið geti snúist á verri veginn, og án þess að hægt sé að styðja fingri á að við nokkurn sé að sak- ast. Innbyrðis úrslit annarra liða hafa líka sitt að segja og geta valdið jafnmiklu um hverjum stríðsgæfan snýst í vil, eins og okkar eigin frammistaða. Orðið sjálfstraust gengur raunar sem rauður þráður í gegnum viðræður okkar. Hóflegt sjálfstraust, sem ekki snýst upp í ofmetnað. Það er náttúrlega tilviljun í upphafi, að austantjaldsþjóðirnar, aðrar en Júgó- slavía, skuli endurgjalda Bandaríkjunum fjarveruna frá Moskvu 1980 með því að hunsa ólympíuleikana í Los Angeles og þá komumst við inn. Við tvíefldumst auðvitað við að ná þar góðum árangri, sem okkur tókst svo að staðfesta í heims- meistarakeppninni í Sviss 1986, þar sem austantjaldsþjóðirnar voru aftur mættar til leiks. En fjarvera þeirra frá Los Ang- eles hafði á sama tíma grafið undan þeirra eigin sjálfstrausti. Og þegar það bilar er eins og það smiti út frá sér og nái alveg niður í unglingalandsliðin og tekur langan tíma að vinna það upp aftur. Fall Þjóðverjanna núna niður í C-keppnina á áreiðanlega eftir að hafa afleiðingar fyrir þeirra handknattleik um ófyrirsjáanlega framtíð. Ég get heldur ekki fallist á að við höf- um spilað langt undir getu í Sól. Við átt- um að vísu einn eða tvo slaka leiki, en að öðru leyti gerðist ekki neitt þarna, sem hefði átt að koma mönnum gersam- lega á óvart. En sálfræðilega höfðum við brekkuna í fangið. Ef við lítum til dæmis á lið Tékkanna, sem höfðu engu að tapa þar sem þeir höfðu þegar tryggt sér sæti í A-keppninni sem gestgjafi heimsmóts- ins, þá komu þeir á óvart með léttum og áreynslulausum leik. Og Suður-Kóreu- liðið, sem spilaði á heimavelli frammi fyrir tugum þúsunda hliðhollra áhorf- 86 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.