Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 71

Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 71
ferðalangar munu þó spenntari fyrir ein- hverju frumlegra og meira framandi en hefðbundnum enskum mat og sú tegund matargerðarlistar sem nú er mest í tísku í London flokkast undir nútíma Evrópu- stflinn. Þetta eru staðir þar sem ungir, hugmyndaríkir matreiðslumeistarar ráða ferðinni. Menn sem líta fremur á sig sem listamenn en kokka og eru undir áhrifum víða að. Þeir bera ekki fram mat í anda frönsku nouvelle cuisine línunnar, telja hana tilgerðarlega þar sem diskurinn eigi að líta girnilega út en ekki eins og arki- tekt hafi verið að leika sér. Einn þessara staða er Sutherlands í miðju Sohohverfi en hann er innréttaður í spartneskum stfl. Matreiðslumeistarinn, Garry Holli- head, var áður á Savoyhótelinu. Grískir staðir eiga enn mjög upp á pallborðið í London, þótt fáum þeirra takist að samræma góðan mat og lifandi, grískt andrúmsloft. Þeir staðir sem þykja hvað skemmtilegastir eru oft þeir sem bjóða upp á lélegasta matinn og öfugt. Mörgum finnst það hins vegar þess virði að fara á grískan matsölustað ef þar er hljómsveit, magadansmær og diskaglam- ur. ítalskir matsölustaðir hafa aldrei þótt neitt sérstakir í London og of dýrir mið- að við gæði. Einhverjar breytingar hafa orðið á því upp á síðskastið með tilkomu nýrra ítalskra staða. Þá er og aragrúi portúgalskra, spánskra og mið-evrópskra staða, en margir þeirra síðastnefndu sér- hæfa sig í gyðingafæði og bjóða ekki upp á svínakjöt eða skelfisk (Kosher). Aðrar tegundir gyðingafæðu er svonefndur Ashkenazy-matur sem á rætur að rekja til Póllands og Þýskalands (heimilislegur matur og lítt kryddaður) og Sephardic- matur sem er frá Miðausturlöndum. Veitingastaðir sem sérhæfa sig í arabískri fæðu, allt frá áhrifum Marokkó til Afghanistan, eiga frekar undir högg að sækja. Við fórum á Maroush 11 sem er líbanskur staður í Knightsbrid- ge. Staðir sem þessir eru ekki þeir vinsælustu hjá Bretum þótt uppar í drögtum og jakkafötum njóti þess að borða kryddað eggaldin- mauk og okra, matreitt með tómötum, hvítlauk og olífuolíu, eru flestir við- skiptavinir tyrkneskir eða annars staðar frá vöggu menningar mannkyns. A Mar- oush 11 er ekki hægt að fá frönsk vín en líbanskt rauðvín sem við fengum var höf- ugt og gott. Það pínlegasta við staðinn voru arabísku þjónarnir (í búningum úr Þúsund og einni nótt) sem gáfu hverri konu sem yfirgaf staðinn rauða rós í plastpakka með rauðri slaufu og kom hún með reikningnum. Maroush er á 38 Beauchamp Place, lítilli, sætri götu, rétt hjá Harrods. Staðurinn lætur ekki mikið yfir sér en hann er í kjallara, innréttaður í stfl við Hjá Báru, með gosbrunni, speglum og kristal. Maturinn er góður og verðið li'ka. Þegar minnst er á veitingahús af ólík- Ken Lo, einn þekktasti kínverski matreiðslumeistarinn í London, á stað sínum við Chelsea Harbour. Þennan stað opnaði Mr. Lo nýlega en hinn staðinn sinn, Memories of China á Ebury Street í Belgravia, opnaði hann fyrir tíu árum og nýtur hann mikilla vinsælda. um uppruna má ekki gleyma einni helstu nýjunginni sem er amerískir staðir. Því fer fjarri að allir amerískir veitingastaðir framreiði nautasteikur og hamborgara og séu álíka útreiknanlegir og ameríska sjónvarpið, þar sem þjónninn komi að borðinu og segi: Hi, I’m Dick and I am your waiter this evening. How would you like your burger cooked? Amerísk veitingahús eru eins fjöl- breytt og íbúar landsins frá öllum heims- hornum sem þar hafa búið síðustu tvær aldirnar, allt frá Kóreu til Costa Rica. í London má finna veitingahús undir bandarískum áhrifum, suður-amerísk- um, mexíkönskum og áhrifum frá Kar- íbahafinu. Afrísk veitingahús hafa hins vegar ekki náð eins mikilli útbreiðslu. Við fórum í hádegisverð á dæmigerðan bandarískan stað, Coconut Grove, við St. Christopher’s Place, rétt hjá Bond Street brautarstöðinni. Staðurinn er hannaður í Memphis eða Miami Vice-stfl og maturinn táknrænn amerískur en mjög fallega fram borinn. Staður þessi er vinsæll af fólki sem er í verslunarleið- angri. Hann er ekki mjög dýr og þjónust- an skilvirk. Við bendum einnig á lítinn veitingastað beint á móti Coconut Grove sem er með heilsusamlegt og fljótafgreitt fæði í hádeginu. KÍNVERSKUR MATUR Kínverskir staðir eru mjög margir f London en að sama skapi ekki þeir eftir- sóttustu. Þó má finna í London kín- verska matargerðarlist á heimsmæli- kvarða. Margir þessara kínversku staða taka stöðugum framförum auk þess sem fjölbreytnin er æ meiri. Hér áður fyrr voru flestir kínverskir innflytjendur í London frá Kanton í suðurhluta Kína og matargerð þeirra bar þess merki, þar sem áherslan var á lítt kryddaða fiskrétti ólíkt þeirri fæðu sem neytt er í Beijing, norður-, mið- og vesturhluta landsins. Hins vegar er óhætt að reikna með því að kantónskt eldhús í London er með því besta sem gerist á Vesturlöndum. Fólk getur valið úr kínverskum veitinga- stöðum í Chinatown þangað sem stöðug- ur straumur liggur frá Hong Kong þessa dagana (af ótta við hvað gerist 1997, þeg- ar Hong Kong fellur undir kínversk yfir- ráð). Margir kannast við Gerrard Street í Soho sem er alveg kínverskt en engin trygging fyrir gæðum að labba inn hvar sem er. HEIMSMYND 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.