Heimsmynd - 01.05.1989, Page 112

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 112
Á Highland var gerð rannsókn á eitt hundrað og átta ungum, vanfærum kon- um sem háðar voru kókaíni. Helmingur þeirra var blökkukonur, þrjátíu prósent hvít og tuttugu prósent spænskumæl- andi. I ljós kom að meira en helmingur kvennanna hafði ekki fengið neina lækn- isaðstoð meðan á meðgöngu stóð. Marg- ar báru kynsjúkdóma, svo sem sárasótt og lekanda, eða þjáðust af lifrarbólgu, sykursýki, eyðni og öðrum alvarlegum sjúkdómum. Einnig kom fram í sömu rannsókn að yfir fimmtíu prósent þess- ara kvenna og barna þeirra komu ekki til meðferðar eða læknisskoðunar eftir að þau fóru af spítalanum. Kókaín-börn, ólíkt börnum heróín- neytenda, hafa væg fráhvarfseinkenni en þurfa þess í stað að búa við lífstíðarfötl- un. Sérfræðingar, kennarar og aðrir upp- alendur. sem fást við fleiri og fleiri krakkbörn, segja hegðun þeirra mjög frábrugðna hegðun annarra barna. Eng- ar formlegar rannsóknir hafa verið gerð- ar en flestir sérfræðingar eru sammála um að þrátt fyrir ólíkar heimilisaðstæður eigi kókaínbörn við sömu vandamál að glíma. Mörg eru talin vera á eftir í þroska, eru fjarlæg, brosa sjaldan og eiga erfitt með að mynda persónulegt sam- band við sína nánustu. Skap þeirra er mjög sveiflukennt, þau eru talin ofbeld- ishneigð, óróleg, eiga erfitt með að ein- beita sér og hafa tilhneigingu til að vera innhverf. I Bandaríkjunum eru tuttugu og fjórar milljónir manna taldar hafa notað kóka- ín og þar af hafa sex milljónir farið í meðferð. Pessi gífurlega aukning á notk- un kókaíns á níunda áratugnum er áhyggjuefni og vekur upp margar spurn- ingar sem ekki er auðvelt að fá svör við. Spurningar eins og: Hvers vegna streym- ir kókaín svo auðveldlega inn í landið? Er áhugi yfirvalda takmarkaður fyrir þessu málefni? Hversu miklu er varið til fyrirbyggjandi aðgerða gegn fíkniefna- smyglurum? Hvers vegna er milljónum dollara varið í löggæslu og fangelsis- stofnanir en litlu sem engu í fyrirbyggj- andi aðgerðir, svo sem fíkniefnafræðslu í skólum og vinnustöðum, fleiri atvinnu- möguleika, fleiri meðferðarheimili á borð við Winnie Mandela House og svo framvegis? Þannig má lengi spyrja. Með tilkomu krakks er eiturlyfja- vandamál Bandaríkjanna enn ógnvæn- legra en áður því sá auðfengni gróði sem fæst af sölu fíkniefnisins og vanabind- andi máttur þess laða sífellt að sér stærri hóp manna. Yfirvöld Bandaríkjanna standa frammi fyrir alvarlegu vandamáli sem þarf að uppræta fljótt því krakk er í höndum barna og unglinga þessarar þjóðar.D PYRIT GULLSMIOJA ÖNNU MARIU VESTURGATA 3 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 20376 112 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.