Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 47

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 47
Sverrir Jónsson flugmaður, er fórst út af Norðfirði 1966, Ey- þór Jónsson, starfsmaður hjá SIS, Eiríkur Jónsson garðyrkju- maður í Hveragerði, Ingibjörg Jónsdóttir, látin, og Kristín Jónsdóttir, gift Guðmundi Þóroddssyni loftskeytamanni. Seinni kona Jóns Eyþórssonar var Ada Holst cand. pharm. Annað hálfsystkina Sigurðar í móðurætt var Guðrún Ey- þórsdóttir, kona Þórðar Kristleifssonar frá Stóra-Kroppi, söngkennara á Laugarvatni. Þau voru barnlaus. Þriðja í röðinni er Benedikt Eyþórsson sem enn er á Iífi há- aldraður og rekur trésmíðaverkstæði á Vatnsstíg 3. Kona hans er Astrid Eyþórsson og börn þeirra Björg matráðskona á Laugarvatni, gift Guðmundi Júlíussyni, Jan starfsmaður Landsvirkjunar og Frank bifvélavirki. Fjórða var Margrét Eyþórsdóttir, gift Eyjólfi Þorsteinssyni byggingameistara. Kjördóttir þeirra er Sigrún kennari. Fimmta var Jónína Eyþórsdóttir, gift Páli Pálssyni bygging- armeistara. Þau voru barnlaus. Sjötta er Björg talkennari í Danmörku sem enn er á lífi. Hennar maður er Egil Folkhammer prófessor og eiga þau kjördóttur. LEIFTURGNEISTAR JÓHANNESAR ÍSHÚSSTJÓRA Jóhannes Guðmundsson, faðir Sigurðar Nordals, hafði misst föður sinn aðeins sex ára gamall og var lífsbaráttan því hörð í æsku. Hann fór 17 ára gamall til Ólafs verts Jónssonar á Skagaströnd og gerðist smám saman með gildustu karlmönn- um til burða. Tamdi Ólafur hann mjög við áræði og harðfengi. Gengu lengi sögur af svaðilförum þeirra Jóhannesar. Upp úr 1881 hófst samfelldur harðindakafli á íslandi, hafís lá fyrir Norðurlandi og bændur misstu fé sitt. Jóhannes sagði síðar svo frá að hann hefði gjörsamlega misst trú á landið að sú hafi verið ástæðan til þess að hann fluttist til Vesturheims vorið 1887. Hann settist að í Manitoba við Winnipegvatn og vann þar hjá auðfélagi sem fékkst við fiskveiðar á vatninu. Fiskur- inn var frystur og fluttur þannig til Bandaríkjanna. Jóhannes, sem nú var búinn að taka sér ættarnafnið Nordal, vann aðal- lega við smíðar og einnig var hann um hríð stýrimaður og vélamaður á gufuskipi félagsins. Einnig kynntist hann vel ís- hústækninni. Eftir 1890 jókst mjög skútuútgerð við Faxafíóa en einn helsti vankanturinn við hana var beituleysið. Um þetta leyti bárust fregnir af nýjustu íshústækni frá Ameríku og beitti Tryggvi Gunnarsson bankastjóri sér fyrir því að fá Jóhannes Nordal heim til að koma hér upp fullkomnu íshúsi þar sem hægt væri að frysta sfldina og hafa jafnframt ís til sölu fyrir skipin. Jóhannes kom heim í október 1894, stóð fyrir byggingu íshússins og var síðan alla sína tíð framkvæmdastjóri þess og eignaðist það að lokum enda var það þá kallað Nordalsíshús. Það var í Hafnarstræti 23 (þar sem nú er bensínstöð á horni Kalkofnsvegar). Jóhannes Nordal þótti með afburðum dug- legur framkvæmdastjóri og lipur í samskiptum. Sérstaklega var rómað hið góða bókhald hans. Honum var svo lýst árið 1915 að hann væri lágur meðalmað- ur á hæð, þéttur á velli, dökkur á brún og brá með ljós augu sem slægju leifturgneistum þegar í hann fyki en þó einkum þegar hann væri glaður. Þá var sagt um hann að hann væri gleðimaður hinn mesti og hrókur alls fagnaðar og hefði vegna meðfæddrar gleði einkennilegt lag á að vera með æskunni og gera jafnvel óknyttastráka að dugandi mönnum. Hann var tal- inn gjöfull langt um skör fram og mætti ekkert aumt sjá. Ekki safnaði hann veraldlegum auði og eitt sinn sagði Tryggvi Gunnarsson við hann: „Það er svo einkennilegt með þig, Jó- hannes, þú kærir þig aldrei um að eiga neitt, en gleðst yfir því þegar dónarnir græða“. í fyrrnefndri mannlýsingu sagði enn- fremur um hann: „Allra manna lagnastur að synda milli skers og báru til þjóðnytja hér á þessu sundrungarinnar landi og tala þó ætíð í þarfir þess málstaðar sem hann vill verja.“ Eins og sjá má af þessari lýsingu sótti Sigurður Nordal margt til föður síns. Jóhannes mun þegar í Ameríku hafa lagt vel til hins unga sonar síns á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og átti frumkvæði að því að koma honum til náms. Þessa naut gamli maðurinn því að eftir að Sigurður var fluttur til Reykjavíkur HEIMSMYND 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.