Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 42
ýmsum öpum hafa fundist veirur
sem minna á HIV. Ein 30-70%
af grænum marköttum (Cercop-
ithecus aethiops) í Súdan og
Eþíópíu hafa í sér „apaalnæmis-
veiru“ (SIV, simian immunodef-
iciency virus), en virðist ekki
verða meint af. Ef apar frá Asíu
taka þessa veiru, sem dæmi eru
til í dýragörðum þar sem teg-
undirnar lifa saman, veikjast
þeir og fá að lokum alnæmi.
Afrísku aparnir hafa aðlagast
veirunni og veiran þeim, enda er
báðum fyrir bestu að sambúðin
sé áfallalítil. í nýrri tegund veld-
ur veiran hins vegar usla.
Menn hafa getið sér þess til að
alnæmisveiran hafi á einhvern
máta borist úr öpum í menn í
Afríku fyrir fremur skömmum
tíma. Gallo nefnir tuttugu til
á nokkrar aldir.
Gallo og Montagnier telja að
HlV-veiran hafi svo leynst í
einangruðum byggðum til sveita
þar til smit hafi borist til borga í
Afríku og þaðan út um heiminn.
Bandarískur farsóttafræðing-
ur, Robert M. Swenson, birti nú
í ár grein (sjá heimildaskrá) þar
sem hann ber alnæmi saman við
farsóttir fyrri tíma. Þar er að
vísu ólíku saman að jafna: I
fyrstu svartadauðaplágunni í
Evrópu um miðja fjórtándu öld létust á
aðeins þremur árum um 25 milljón
manns, eða helmingur til þriðjungur
Evrópubúa, og síðari faraldrar héldu
íbúatölunni niðri næstu 150 árin. Aðeins
kjarnorkustríð og hörmungarnar í kjölfar
þess gætu valdið slíku hruni nú á dögum.
Samanlagður manndauði af völdum al-
næmis á enn nokkuð í land að ná dánar-
tölunni í spænsku veikinni 1918.
Faraldur brýst ekki út nema ákveðin
skilyrði séu fyrir hendi. Á elleftu og
tólftu öld ríkti þokkalegur friður í Evr-
ópu og matvælaframleiðsla jókst mjög,
svo að íbúatalan þrefaldaðist - fór úr 25 í
75 milljónir á árunum 950 til 1250. Um
aldamótin 1300 kólnaði veðurfar veru-
lega um alla álfuna. Af því leiddi upp-
skerubrest og hungursneyð; fólk flykkt-
ist í borgirnar og lifði þar við þrengingar
og örbirgð. Allt stuðlaði þetta að út-
breiðslu plágunnar, þegar við bættist að
rottum fór við þessar aðstæður stórfjölg-
andi í borgunum, en svartidauði berst í
menn úr rottum með flóm.
Á sama hátt má finna ýmsar aðstæður
nú á tímum sem ýta undir útbreiðslu al-
næmis. Samgöngur eru greiðari en
nokkru sinni fyrr og ferðalög milli landa
afarvenjuleg. Þá ber að nefna að veiran
barst inn í lokuð samfélög samkyn-
hneigðra karla á tímum þegar losnað
Þessi mynd af bandarískri fjölskyldu var
tekin árið 1985.
Fjölskyldufaðirinn, Patrick Buck, var
dreyrasjúkur og smitaðist af HIV við
blóðgjöf. Áður en honum var það ljóst
smitaði hann konu sína, Lauren, sem
smitaði son þeirra, Dwight, á með-
göngutíma eða við brjóstagjöf. Dóttirin,
Nicole, er ósmituð. Þegar myndin var
tekin voru feðgarnir komnir með al-
næmi. Þeir eru nú látnir.
hafði um ýmsar hömlur á kynlífi. Loks
varð útbreidd notkun fíkniefna með
samnýtingu á sprautum til að koma veir-
unni út meðal gagnkynhneigðra.
Þegar faraldur gýs upp eru viðbrögðin
alltaf og alls staðar áþekk. Fyrst reyna
menn að loka augunum, afneita vandan-
um. Svo er öðrum kennt um. Kristnir
menn kenndu múslímum um svartadauð-
ann, múslímar töldu hina kristnu eiga
sök á farsóttinni, og báðir skelitu svo
skuldinni á gyðinga, sem m.a. voru sagð-
ir hafa eitrað vatnsból.
Þegar kólera flæddi yfir Bandaríkin á
19. öld var fátækt af ýmsum talin til
ódyggða, afleiðing leti og óreglu, og fá-
tæklingar, einkum fátækir innflytjendur,
voru taldir eiga sök á útbreiðslu farsótt-
arinnar. Vændiskonur áttu með ósiðlegu
líferni að kalla kóleru yfir sig og gesti
sína, þótt ekkert benti til að
sjúkdómurinn smitaðist við kyn-
mök.
Inflúensan sem Frakkar köll-
uðu spænsku veikina (eða Veiki
hinnar spænsku frúar) gekk á
Englandi undir nafninu franska
veikin.
Alnæmi hefur orðið tilefni
margra ásakana. Umheimurinn
ásakar Afríkubúa fyrir að þar
hófst faraldurinn. Hommum og
eiturlyfjaneytendum er kennt
um að færa veiruna til Banda-
ríkjanna og halda henni þar við.
Prédikarar telja alnæmi refsi-
vönd guðs yfir þessu fólki vegna
syndsamlegs lífernis.
Meðan engin lækning er í
vændum, er fyrir öllu að út-
breiða þekkingu á eðli sjúk-
dómsins. Smitleiðirnar eru
þekktar og menn geta verulega
dregið úr hættunni á að smitast
með því að forðast ákveðna lífs-
hætti. Smitun með blóðgjöf er
nú eiginlega útilokuð á vestur-
löndum. Flestum stafar mest
hætta af óvarlegum kynmökum.
Hér er því brýn þörf á tæpi-
tungulausri kynfræðslu.
Sums staðar er viðbúið að
þekkingin hrökkvi skammt.
Sprautufíklar láta t.d. lítt segjast
við fræðslu. Víða í Afríku, þar
sem veikin er útbreidd, eru eng-
in tök á að fylgjast með mótefnum í
blóði til blóðgjafar.
Eg sótti fyrstu málsgrein þessa pistils í
grein þeirra Callos og Montagniers, og
nú ætla ég að gera lokaorð þeirra að
mínum:
„Við verðum öll að axla nokkra
ábyrgð; læra hvernig HlV-veiran berst,
draga úr áhættusömum lifnaði, láta til
okkar heyra hvar sem reynt er að mæla
lífsháttum eiturlyfjaneytenda bót, og
forðast að stimpla og úthrópa fórnar-
lömb sjúkdómsins. Ef við getum tekist á
herðar slíka ábyrgð verður verstu mar-
tröðinni létt af alnæmisfarsóttinni.“
Helstu heimildir:
What science knows about AIDS. Scientific Amer-
ican, allt októberheftið 1988, tíu greinar um ýmsa
þætti alnæmisvandans. Orðrétt er vitnað í fyrstu
greinina, AIDS in 1988, eftir Robert C. Gallo og
Luc Montagnier.
Robert M. Swenson, Plagues, History and AIDS.
Dialogue, 83. 1/1989.
AIDS Monitor, fastur þáttur í enska tímaritinu New
Scientist.
Skýrslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO).
Skýrslur landlæknisembœttisins.
Dr. med. Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir las
greinina yfir í handriti.
Höfundur er líffræðingur og á sæti í landsnefnd um
alnæmisvarnir á vegum Heilbrigðisráðuneytisins.
42 HEIMSMYND