Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 97

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 97
ins. Það var greinilega verið að spara hráefnið. Þcgar svo hinn illræmdi matarskattur var lagður á keyrði um þverbak. Virt veitingahús urðu gjaldþrota, öflug starfsmannafélög héldu nú árshátíðir sínar erlendis því þegar öllu var á botninn hvolft var það ódýrara. Erlendir ferðamenn keyptu mat sinn í matvöru- verslunum og borðuðu hann úti undir berum himni stundum í roki og rigningu. Bjórinn var leyfður en hann bjargaði litlu sem engu. Eini aðilinn sem græddi á bjórnum var ríkið. SVARTAMARKAÐURINN GRÆÐIR, RÍKIÐ TAPAR Þegar matarskatturinn illræmdi var lagður á veitingar var komin upp kreppa í íslenskum veitingahúsarekstri. I vel- flestum tilvika kom skatturinn ekki fram á verði veitinganna, það er að segja, gesturinn var ekki rukkaður um hann heldur greiddi veitingamaðurinn skattinn af sínum geira. Ef verð á veitingum er gróflega reiknað út þá gæti dæmið litið svona út: Grunnverð veitinga svokallað húsverð er 100 krónur. Ofan á þetta verð kemur matarskatturinn eða söluskattur sem er 25 prósent. Heildarverð er því 125 krónur. Frá þessu verði dregst 25 króna söluskattur. Launakostnaður er um 38 krónur. Hrá- efni um 45 krónur og rekstrarkostnaður 18 krónur. Samkvæmt þessum tölum er veitingamaðurinn í mínus. Til að endar nái saman verður því að spara, en 25 prósenta söluskattur og 15 prósenta þjónustugjald eru fastir liðir og ekki hægt að spara þar. Veitingarekstur er mannfrek atvinnugrein og því einnig lítið hægt að spara í þeim geira. Þá er eftir hráefni og rekstrar- kostnaður. Hráefni hefur hækkað mjög í verði það sem af er þessu ári. Svartamarkaðsbrask hefur því stóraukist. Allir sem starfa við veitingarekstur kannast við mennina með svörtu pokana. Það eru menn sem eru að selja á svörtu ýmsar vörur svo sem nautakjöt, humar, skötusel og aðrar verðmætar fisk- tegundir. Nú orðið er meira að segja hægt að fá kjúklinga og lambakjöt á svörtu. Þessar vörur eru yfirleitt seldar gegn stað- greiðslu og þá er verðið oftast töluvert undir markaðsverði. Það er langt frá því að allir veitingamenn kaupi hráefni á svörtu. En ef reksturinn á að ganga verður veitingamaðurinn að hafa annan rekstur til dæmis hótel eða bjórstofu. Eins og staðan er í dag þá er ekkert sem bendir til að ástandið sé að lagast. Þeir sem helst fara út að borða eru menn í viðskiptum, ungt fólk sem ekki er farið að búa og eldra fólk. Svo virðist sem fólk á aldrinum tuttugu og fimm til fjörutíu ára hafa stórlega dregið úr heimsóknum sínum á veitingahús. Þetta fólk er önnum kafið í lífsbaráttunni við að ala upp börn og byggja. Það eru hreinlega ekki til peningar til að fara út að borða. Stöðugt fjölgar erlendum ferðamönnum sem hingað koma en eyðsla þeirra eykst ekki að sama skapi. ísland er orðið of dýrt fyrir stóra hópa erlendra ferðamanna. Þessi þró- un er óheillavænleg fyrir íslenska ríkið. Tekjur af veitinga- rekstri skila sér illa en á sama tíma græðir svartamarkaðurinn á tá og fingri. Velflest veitingahús geta ekki tekið við meiri áföllum og allt bendir til að enn muni nokkur þeirra verða gjaldþrota. Hvert gjaldþrot kostar ríkið nokkrar milljónir. Líkur eru á að ferðamannaiðnaðurinn muni skila þjóðarbúinu tæpum tíu milljörðum í ár. Stór hluti þessarar fjárhæðar renn- ur beint til ríkisins í formi skatta og launa. Ef miðað er við ástand í flestum atvinnugreinum hér á landi þá er staðan enn hvað best í ferðamannaiðnaðinum. En hvað verður það lengi miðað við ástand þessara mála í dag? Hótel lind býður YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN! Hótel Lind er fyrsta flokks hótel miðsvæðis i borginni. Stutt er í verslanir, leikhús og söfn öð strætisvagna, Hlemmur TJATr'T ■ Ikl I | rskammt frá, þaðan eru IIUIIjIj fcplLjvjttsS^ A jarðhæð er veitingasalurinn Lindin. Par er boðið upp á fjöl- breyttar veitingar á hóflegu verði. Hótelið leigir út vistlegan sal til ráðstefnu-, funda- og veisluhalda fyrir allt að 100 manns. Öll tæki eru á staðnum ásamt telexi og ljósritunaraðstöðu. Alrr, auglsl SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.