Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 78
og Jakob áttu það sameiginlegt að hafa
stælt Ingibjörgu Þorbergs á skóla-
skemmtunum í æsku. „Það var þess
vegna stór stund í lífi okkar þegar Ingi-
björg söng Aravísur með okkur í beinni
útsendingu í útvarpinu um áramótin 83/
84“ segja þeir.
Popparar njóta almennt kvenhylli um-
fram aðra menn og Stuðmenn hafa ekki
farið varhluta af henni. Egill var fyrir
nokkrum árum valinn kynþokkafyllsti
maður landsins og Valgeir var í öðru
sæti. Hafa þeir merkt minnkandi áhuga
kvenþjóðarinnar eftir því sem árunum
hefur fjölgað?
Þeir gefa lítið út á það, segja aðalá-
hyggjuefnið í gegnum árin hafa verið
skort á „grúpíum“, en í sumar hafi þær
áhyggjur horfið þar sem skyndilega hafi
skotið upp kollinum tvær ungar „grúp-
íur“. „Kærkomin afmælisgjöf", glottir
Jakob. Allir eru þeir fjölskyldumenn,
nema Tómas, og viðurkenna að hljóm-
sveitarbransinn sé erfiður fyrir menn í
slíkri stöðu, taki toll af einkalífinu. „Eig-
eru svitinn
og táfýlan, þessir
mannlegu vessar,
sem gera rokkið
að því sem það er
og þeir verða
kraftmeiri með
aldrinum.“
inkonunum finnst eðlilega ekkert gaman
að sitja heima og skipta um bleyjur á
ungunum meðan við erum að spila fyrir
fleiri hundruð manns“, segir Jakob, sem
reyndar nýtur þeirrar sérstöðu að hafa
eiginkonuna innan hljómsveitarinnar.
Stundum fara þó fjölskyldurnar með í
ferðir út á land og einu sinni á sumri
reyna allir að koma saman þar sem þeir
eru að spila. „Þetta er eins og ein sam-
hent og heilsteypt stórfjölskylda þegar
best lætur“, segir Jakob. „Börnin hafa
kynnst vel og leika sér mikið saman,
Erna okkar Röggu, dóttir Þórðar og
dóttir Geira eru miklar vinkonur og eins
strákarnir þeirra Egils og Valla. Við höf-
um meira að segja farið saman í sumar-
frí!“
En á tuttugu árum hljóta að koma upp
súrar hliðar til jafns við þær sætu og Jak-
ob viðurkennir fúslega að ýmsir árekstr-
ar hafi átt sér stað: „Lykillinn að sam-
heldni hljómsveitarinnar er að við höfum
alltaf haft vit á að taka okkur pásur hver
frá öðrum til að sinna öðrum áhugamál-
78 HEIMSMYND