Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 50
og tóku nú að gagnrýna kenningar hans. Mestum tíðindum
þótti sæta þegar Óskar Halldórsson snerist gegn bókfestu-
kenningu Nordals og dró svokallaða sagnfestukenningu fram í
dagsljósið á ný en samkvæmt henni áttu íslendingasögur að
vera að hluta eða öllu leyti arfsagnir sem gengið hefðu munn-
lega mann fram af manni þangað til þær voru skráðar. Hann
efaðist um að rómuð ritgerð Sigurðar um Hrafnkels sögu
stæðust en þar var talið nánast sannað að verkið væri skáld-
skapur og verk eins höfundar. Á seinni tímum hafa ungir bók-
menntafræðingar tekið verk og skoðanir Sigurðar til gagngerr-
ar athugunar. Halldór Guðmundsson telur til dæmis í bók
sinni Loksins, loksins að Sigurður og fleiri menntamenn hefðu
tafið fyrir módernismanum í skáldskap með forræðishyggju
sinni. Hann segir að Sigurður hafi óttast um afdrif íslenskrar
menningar, ef erlend borgarmenning héldi hér innreið sína,
og þess vegna haldið uppi óþarfri lofgerðarrullu um íslenska
bændamenningu. Halldór segir að draumsýn Nordals á þriðja
áratugnum hafi í senn falið í sér afturhvarfsþrá, forræðis-
hyggju og barnslega samfélagssýn. En þannig geta ungu
mennirnir látið sem aldrei kynntust fjallinu Sigurði Nordal.
Hinir eldri stóðu allir í skugga þess.
FORSETAÆTTIN
Þegar Sigurður var ungur maður að búa sig undir að verja
doktorsritgerð sína gekk hann að eiga sænska stúlku, Nönnu
Boethius frá Karlskrona í Svíþjóð. Hjónaband þeirra stóð þó
aðeins í tvö ár og varð barnlaust. Hann kvæntist svo öðru
sinni 1922 og gekk þá að eiga unga íslenska konu sem var tíu
árum yngri en hann. Hún hét Ólöf Jónsdóttir og var af ein-
hverjum fínustu ættum á íslandi.
Faðir hennar var Jón Jensson dómstjóri, bróðursonur þjóð-
frelsishetjunnar miklu, Jóns Sigurðssonar forseta, en móðir
hennar var Sigríður Hjaltadóttir Thorberg, bróðurdóttir Bergs
Thorbergs landshöfðingja. Þegar síðar verður sagt frá sonum
þeirra Sigurðar og Ólafar ber að hafa í huga að þeir sækja
ekki síður svipmót til móðurfrænda sinna en hins áhrifamikla
föður.
Jón Jensson var eitt hinna mörgu barna Jens Sigurðssonar
rektors Lærða skólans og konu hans Ólafar, dóttur Björns
Gunnlaugssonar yfirkennara, „spekingsins með barnshjart-
að“. Um Jón og bræður var það eitt sinn sagt að það væri eins
og hinn náni skyldleiki við þjóðarleiðtogann mikla yrði þeim
byrði alvöru og ábyrgðar líkt og þeim bæri skylda til að halda
uppi virðingu forsetans. Þetta virtist hið alvöruþunga fas
þeirra túlka. Aldrei urðu þeir vændir um að hnika hársbreidd
frá því sem þeir vissu sannast og réttast.
Elstur var séra Sigurður Jensson í Flatey. Hann ásamt Jóni
bróður sínum var einn af helstu leiðtogum Landvarnarmanna
í byrjun aldarinnar en það var flokkur þeirra róttækustu í
sjálfstæðisbaráttunni, þeirra sem vildu hvergi hvika fyrir Dön-
um. Börn hans voru Haraldur Sigurðsson vélstjóri á Gullfossi,
Jón Sigurðsson sem átti eina fyrstu raftækjaverslunina í
Reykjavík, Jens Sigurðsson gasstöðvarstjóri í Noregi, Jón Sig-
urður Sigurðsson póstafgreiðslumaður í Flatey, Brynjólfur
Sigurðsson gasstöðvarstjóri í Reykjavík og Ólöf Sigurðardótt-
ir, kona Ólafs Sveinssonar skipaskoðunarstjóra.
Næstur var Björn Jensson kennari við Lærða skólann. Börn
hans voru Viggó Björnsson bankastjóri í Vestmannaeyjum,
Ólöf Björnsdóttir, kona Péturs Halldórssonar borgarstjóra
(börn þeirra Björn Pétursson bóksali, Halldór Pétursson list-
málari, Ágústa Pétursdóttir, kona Péturs Snælands iðnrek-
anda og Kristjana Pétursdóttir, kona Lúðvígs Hjálmtýssonar
ferðamálafrömuðar), Sigríður Björnsdóttir kaupmaður,
Ágústa Björnsdóttir, kona Kjartans Thors forstjóra (þeirra af-
komendur raktir í Thorsætt (Heimsmynd 1. tbl. 1989)), Þórdís
Björnsdóttir, kona Gunnlaugs Claessens læknis og bæjarfull-
trúa, Arndís Björnsdóttir leikkona og Soffía Björnsdóttir,
kona Helga Péturssonar verslunarfulltrúa.
Þriðji var Jón Jensson, tengdafaðir Sigurðar Nordals, sem
síðar verður komið að.
50 HEIMSMYND