Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 98

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 98
Skáldsögur Thor Vilhjálmsson heldur sig við saka- málin, en nú eru það ekki sifjaspell og morð á nítjándu öldinni, sem hann gerir að yrkisefni, heldur undirheimar Reykjavíkur nútímans og er þar efalaust að finna gnótt þeirra myndrænu stemmninga og sérstæðu karaktera sem Thor er meistari í að skapa. Agnar Þórðarson sendir einnig frá sér Reykjavíkursögu, en með fjölþjóðlegu ívafi, þar sem sendiráð Sovétríkjanna og Bandarikjanna koma mjög við sögu. Frá Einari Kárasyni kemur síðasta bókin í þrennunni um íbúa braggahverf- isins, sem reyndar er búið að rífa þegar hér er komið sögu. Það er yngsta kyn- slóð afkomenda spákonunnar sem leikur aðalhlutverkið í þessari sögu og berst leikurinn víða, meðal annars til Ameríku þar sem sumir af ættinni hafa sett sig niður, og mætti segja mér að þar skyti upp kolli eftirlæti ömmu sinnar, erkitöf- farinn Baddi. Arnmundur Bachmann, lögfræðingur, hefur ekki fyrr látið að sér kveða á akri skáldsagnanna, en skáldsaga eftir hann er væntanleg í haust. Hún heitir Her- mann. Reykjavíkursaga, að sjálfsögðu, þjóðfélagsádeila með gamansömu ívafi, sem segir sögu nokkurra ijölskyldna í stigagangi í Breiðholtinu, lýsir lífsbaráttu þeirra og árekstrum. Engill, pípuhattur og jarðarber nefnist ný skáldsaga eftir Sjón. Astarsaga ungl- inganna Steins og Mjallar og gerist í tveimur heimum. Annars vegar heimi ástarinnar, fullum af birtu og yndisleika og hins vegar heimi einsemdarinnar. Einar Heimisson er ungur höfundur sem sendir frá sér sína fyrstu bók, skáld- söguna Götuvísa gyðingsins. Einar hefur lagt sig eftir því að kynna sér örlög þeirra gyðinga sem hingað flúðu í upp- hafi valdatíma Hitlers og byggir sögu sína á örlögum einnar gyðingafjölskyldu á Islandi. Úlfar Þormóðsson tvinnar saman skáldskap og veruleika í uppgjöri sínu við Þjóðviljann og Alþýðubandalagið og er þar í aðalhlutverki maður sem flestir munu þykjast þekkja, en klofnar í tvennt í framrás sögunnar. Kristján Kristjánsson sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu. Það er raunsæ saga úr samtímanum og segir frá sam- skiptum rúmlega fertugs þroskahefts manns, sem meiri hluta ævinnar hefur verið lokaður inni á stofnun, og skrif- stofumanns hjá skattinum. Sögusviðið er Reykjavík nútímans, en félagarnir rifja upp, hvor fyrir sig, samskipti sín tuttugu og þremur árum fyrr, samskipti sem sett hafa mark sitt á líf þeirra beggja. Vigdís Grímsdóttir er eina konan sem á skáldsögu á þessari vertíð. Og hvort sem það er nú táknrænt fyrir stöðu kvenna í bókmenntahefðinni eður ei, þá Reykjavík, o Reykjavík Reykvískur raunveruleiki í brennidepli nýju skáldsagnanna skáldsagnaflóðinu mikla haustið 1987 vakti það athygli manna að Reykja- vík nútímans var undarlega fjarri sögusviðum. A bókamarkaði þessa hausts verður heldur betur bætt úr því. Flestar íslensku skáldsögurnar eru samtímasögur úr borginni okkar, raunsæisbókmenntir, sem margar hveijar hafa sakamál sem bakgrunn. Stefnan virðist tekin frá draum- kenndri ljóðrænu til gallharðs raun- veruleikans, hér og nú kemur í stað fyrr eða seinna. Menn leyfa sér jafnvel að hafa skoðanir, deila á þjóðfélagið, gera grín að ásókninni í efnisleg gæði, staldra við og velta fyrir sér hvert stefni. Aldarlokin eru í nánd, fin de siécle, og tími uppgjörsins við tuttugustu öldina 98 HEIMSMYND runninn upp. Skáldverk eru alltaf að ein- hverju leyti spegill samtíma síns - hvaða aðferðum sem höfundar kjósa að beita til að koma honum til skila - og ekki nema eðlilegt að á þessum tímum kreppu og endurskoðunar skjóti raun- sæið upp kollinum; svona lítur heimur- inn út, hvað er til ráða? Enn hefur ekki að fullu verið ákveðið hjá öllum forlögum hvaða bækur koma út á þessu hausti, önnur verjast allra frétta.l þessu yfirliti hér á eftir er því ekki um að ræða tæmandi útgáfuskrá an- no 1989, einungis stiklað á stóru um þær bækur sem ætla má að verði á hvers manns vörum (eða í hvers manns hendi) eftir svo sem þrjá mánuði. eftir FRIÐRIKU BENÓNÝS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.