Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 77

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 77
Hljómsveitin kom fyrst fram á árshá- tíð MH í janúar 1970 og flutti þá meðal annars lögin Draumur okkar beggja, Milljóner og Tremeloslagið Someone, sem þeim þótti hátindur væmninnar. Seinna var She broke my heart samið gagngert til að ná enn lengra í væmninni. Þeir vöktu mikla lukku, slógu í gegn strax á fyrsta kvöldi. Þórður segir þó suma gæruhippana ekki hafa verið neitt yfir sig hrifna af þessum uppdressuðu drengjum sem litu út eins og vatn á millu foreldra á þessum tímum Álafossúlpna og gallabuxna, og menningarvitar skól- ans hafi átt þá ósk heitasta að þeir hættu að troða upp. Það gerðu þeir ekki og 1974 kom fyrsta stóra platan, Sumar á Sýrlandi, út. % \Jjrland — forsprakkinn og hinn hljóði kjarni Valgeir Guðjónsson er hættur að vera Stuðmaður. Nú sitja þeir hér, hálffertugir menn, uppteknir við ýmislegt annað en Stuð- mennskuna: Tómas og Ásgeir önnum kafnir við upptökur á plötum annarra, Jakob á leið úr landi til skrafs og ráða- gerða um væntanlega hljómleikaferð Strax í Evrópu, Egill í örstuttu sumarfríi áður en hann byrjar að leika í kvikmynd Lárusar Ýmis Óskarssonar: Bílaverk- stæði Badda, Þórður að hefja kennslu í tónskóla þriðja veturinn í röð og Valgeir á fullu í einkaferli sem tónlistarmaður. Hinir kalla hann óvirkan Stuðmann, sem bendir til þess að þeir álíti Stuðmennsk- una ólæknandi fíkn. Illar tungur vilja þó meina að peningasjónarmiðið ráði meiru um það að Stuðmenn haldi saman en ánægjan sem þeir hafa út úr því, en þeir bera slíkt af sér: „Sjáðu bara Egil. Hann gefur sig hundrað prósent í performans- inn þegar hann kemur fram. Það er ekki á honum þurr tuska eftir klukkutíma. Hann þyrfti ekkert að leggja svona mikið á sig til að halda athygli áhorfenda, hann gerir þetta fyrir sjálfan sig“, segir Jakob. „Við værum ekki að þessu ef okkur þætti það ekki gaman“, segir Þórður „og þótt plötusalan og aðsóknin séu auðvitað stór þáttur í því að við höldum áfram, þá væru vonlaus plötusala og lítil aðsókn gild ástæða til að halda áfram, ef mark- miðið væri að eiga fyrir skuldum.“ Það hefur lengi loðað við að popp- bransinn sé aðeins fyrir unga menn og háðuleg nöfn eins og skallapopari verið valin miðaldra poppurum til háðungar. Stuðmennirnir eru engir unglingar leng- ur en geta þó varla talist komnir að fót- um fram, enda finnst þeim allt tal um aldurinn fáránlegt og vísa til Rolling Stones sem dæmi um að ekkert sé at- hugavert við það að rokka þótt árin fær- ist yfir. „Bandið verður bara áhugaverð- ara eftir því sem árin færast yfir“, segir Jakob, „Það eru svitinn og táfýlan, þess- ir mannlegu vessar, sem gera rokkið að því sem það er og þeir verða kraftmeiri með aldrinum.“ „Ég held að aldurinn hafi frekar lækk- að“, læðir Tómas út úr sér og hinir taka undir það. „Fyrir tuttugu árum voru ekki til gamlir rokkarar", segir Þórður, „ein- faldlega af því að rokkið var ekki orðið nógu gamalt fyrirbæri. Þá voru menn í djassi og blús og öllum bar saman um að þeim færi frekar fram með aldrinum." Þeir viðurkenna þó að á tímabili hafi þeir „vaðið moðreyk" eins og Jakob kallar það, og misst sjónar á „Stuð- mannahugsjóninni“. Hluti af eldri aðdá- endum hafi þá snúið við þeim baki, en eftir nýju plötuna séu þeir sem óðast að snúa aftur. „Þetta græskulausa gaman sem er einkenni Stuðmanna var orðið of græskulaust", segir Jakob, „en á nýju plötunni er háðið orðið beittara aftur." inn skugga ber þó á. Valgeir 1 Guðjónsson er hættur í hljóm- sveitinni, segir þeim kafla í lífi sínu lokið, hann sé búinn að finna sér farveg sem hann sé I sáttari við. „Ég sé ekki eftir í neinu“, segir hann, „en ég er ^ búinn að fá nóg. Þetta var krefjandi og flókið samstarf sem tók sinn toll en það er engin misklíð á milli mín og hinna, langt frá því.“ Hann viður- kennir að Stuðmannastimpillinn fari ör- lítið í taugarnar á sér og erfiðlega gangi að má hann af: „Ég verð sennilega að setja fyrrv. Stuðmaður á eftir nafninu mínu í næstu símaskrá til að fá fólk til að skilja að ég er hættur.“ Og til að undir- strika það að hann sé enginn Stuðmaður lengur neitar Valgeir að leyfa okkur að mynda sig á sama hátt og hina: „Þú get- ur kallað það táknrænt frá minni hendi að neita að vera með í þessari umfjöllun. Ég er að loka hurðinni á eftir mér.“ Það er greinilegt að Jakobi hefur sárn- að sú ákvörðun Valgeirs að spila ekki með á afmælisárinu. „Þegar meiri huti hópsins kemur sér saman um að gera eitthvað er leiðinlegt þegar einhver skor- ast undan“, segir hann. „Við höfum allt- af virt frelsi hvers annars til að sinna því sem hugurinn stendur til, en ég neita því ekki að mér finnst svolítið fúlt af Val- geiri að vilja ekki vera með á plötunni og í sumar.“ Hafa einhverjir aðdáendur snúið við þeim baki vegna brotthvarfs Valgeirs? Ekki vilja þeir meina það, en segja að auðvitað eigi aðdáendur hljómsveitar- innar sér sinn uppáhaldsmeðlim hver um sig og Valgeir hafi verið mjög vinsæll. Hann hafi verið góður fulltrúi út á við, sómakær fyrir eigin hönd og hópsins og passað uppá að grínið gengi ekki of langt. Það hafi líka verið krafa frá hans hendi frá upphafi að hljómsveitin flytti eingöngu frumsamið efni og það hafi sýnt sig í gegnum tíðina að sú stefna hafi verið rétt. „Það þykir kannski ekkert merkilegt í dag“, segir Þórður „en þegar við vorum að byrja var algengast að hljómsveitir létu gera íslenska texta við erlend lög til að flytja á plötum. Sérstaða Stuðmanna var meðal annars fólgin í því að hafa allt efnið frumsamið og það er Valgeiri að þakka.“ Upp úr þessu spinnst dálítil umræða um íslensk dægur- lög sem allir þekkja sem séu í raun er- lend. „Eins og til dæmis Svífur yfir Esj- unni, segir Þórður. „Er það ekki íslenskt lag?“ spyr Jakob gáttaður. „Nei, nei það er eftir einhvern sænskan vísnasöngv- ara.“ Tómas og Ásgeir hafa fyrir löngu yfir- gefið samkvæmið og snúið sér aftur að því að taka upp söng Eiríks Haukssonar, en áður en þeir fóru upplýstist að Tómas eftir FRIÐRIKU BENÓNÝS OG JÓN GÚSTAFSSON HEIMSMYND 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.