Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 70
„Aðalatriðið er að komast í svo nána
snertingu við fólk og staði, að úr verði
ný sköpun.“
iwik kom til íslands í því skyni að hvfla sig eftir erfiða törn, en hafði
meðferðis ljósmyndagræjur af gömlum vana. Komið var framí október
og hann átti ekki annarra kosta völ en fara á bflaleigu og leigja sér
traustan bfl. Hann langaði að komast í snertingu við landið sjálft og var
við öllu búinn þegar hann lagði upp suður- og austurum land. Samt kom
það sem gerðist honum í opna skjöldu. Sem hann ók í kringum landið
uppgötvaði hann alltíeinu að hann var í fyrsta sinn um langan aldur einn
með sjálfum sér (en ekki einmanna) og hinu nakta landslagi. Kannski
var það einmitt þetta sem hann þurfti mest á að halda: að vera aleinn
með sjálfum sér. Og í því efni var landið honum hjálplegt: í þrjár vikur
sá hann varla nokkra lifandi hræðu nema rétt kvölds og morgna á gisti-
stöðum.
Verkefnið í Feneyjum hafði knúið Siwik til að leita uppi raunverulegar mann-
eskjur að baki litskrúðugum grímunum á kjötkveðjuhátíðinni. A Islandi fann hann
sig knúinn til að gægjast bakvið eigin grímu. Hann telur sig ekki hafa losnað við
grímuna, enda er hún honum oft gagnleg í varnarskyni, en honum þykir mikilvægt
að gægjast bakvið hana og gera sér grein fyrir hvað hún felur.
Siwik kveður vandkvæðum bundið að tiltaka nákvæmlega, hvað það var í ís-
lensku landslagi sem heillaði hann. Þegar hann kom heim til Þýskalands var hann
furðu lostinn yfir því sem á filmunum var. Það var þá sem hann afréð að búa til bók
um ísland.
Siwik kom öðru sinni til landsins sumarið 1984 og kannaði það rækilegar, en það
var ekki fyrren sumarið 1985 að hann lagði upp í langferð í jeppa yfir hálendið um
Landmannalaugar og Sprengisand til Mývatns og víðar um Norðurland. Hann
leigði sér líka litla flugvél til að taka myndir úr lofti. í fjórðu heimsókninni 1986 reið
hann ásamt hópi Islendinga í tíu daga um óbyggðirnar með eitt hundrað og fimmtíu
hesta og lifði þá dæmafáu reynslu sem hestaferðalög um ísland eru.
Allar heimsóknir Hans Siwiks til Islands eru ferðir inní hans eigið sálardjúp frem-
ur en athuganir í íslenskri náttúru. Þetta á hann bágt með að útskýra á röklegan
hátt, þareð það felur í sér sjálfsmótsögn: að vera einn ánþess að vera raunverulega
einn.
Eftirað Siwik hafði áttað sig á sjálfum sér og íslensku umhverfi sneri hann sér að
því að skoða fólkið í landinu og festa það á filmu. Hann var svo lánsamur að hitta
nokkra mjög minnisverða einstaklinga; sumum þeirra er bókin um Island tileinkuð.
Siwik kveður það í sjálfu sér ekkert sérstakt keppikefli að gefa út bók, en hitt sé
eftirsóknarvert að setja saman bók, öðlast reynslu af fólki og landslagi sem leiði til
þess að hægt sé að skapa eitthvað verðmætt og sígilt. Að sjálfsögðu sé mikilsvert að
hafa eitthvað uppúr vinnu sinni, svo hægt sé að halda áfram, en það sé samt auka-
atriði. Aðalatriðið sé að komast í svo nána snertingu við fólk og staði, að úr verði
ný sköpun.
Meginefnið í bók Siwiks eru töfrandi litmyndir af fólki og landslagi, þrungnar
ljóðrænum innileik og máttugri tilfinningu kyrrðar, einangrunar og einsemdar.
Myndasíðurnar átta í hverjum kafla eru umluktar völdum köflum úr nokkrum
helstu íslendingasögum. Enska útgáfan birtir kafla úr Eglu, Laxdœlu, Gísla sögu,
Njálu og Grettlu, en sú þýska birtir kafla úr Grettlu, Eglu, Fóstbrœðra sögu,
Laxdœlu og Gísla sögu. Hubert Seelow valdi kaflana í þýsku útgáfuna og samdi for-
mála fyrir henni, en undirritaður hafði veg og vanda af þeirri ensku. Það var Ice-
land Review sem stóð að ensku útgáfunni í samvinnu við þýska útgefandann
Braus.D
70 HEIMSMYND