Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 29

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 29
FÓLK Á FERTUGSALDRI „Hvenær er maður bjargálna og hvenær verður aukavinna nauðsyn?" Porbjörn Hlynur Arnason prestur á Borg á Mýrum og synirnir Arni Páll og Guðmundur Björn. ar, segir hann: „Ekkert er eðlilegra en að fólk vilji koma undir sig fótunum, eiga hús og bíl og hafa tekjur til að sjá fjölskyldu farborða með eðlilegum hætti. Það eru býsna margir á íslandi sem þurfa að puða myrkranna á milli til að nálgast það markmið og líða fyrir á líkama og sálu. Hvenær er maður bjargálna og hve- nær þarf maður meiri aukavinnu? Hver sker úr um það? Þau góðu áform geta auðvitað farið út í það, að hlutirnir eign- ist fólkið, gleypi það með húð og hári, svo ekkert annað kemst að. Engin íhug- un verður til nema í kringum hlutina, ekkert verður skemmtilegt í lífinu nema linnulausar bollaleggingar um það nýja sem á að kaupa í staðinn fyrir það gamla. Þannig lífsafstaða eða afstöðu- leysi finnst mér ávísun á hundleiðinlegt líf.“ Þorbjörn Hlynur segir þessa kynslóð búa við hömluleysi. „Við erum afkom- endur bænda og veiðimanna sem gjarna vinna í skorpum, gleðjast í skorpum og gráta í skorpum. Þannig er það ekki bara láglaunafólkið sem hellir sér umyrða- laust út í yfirgengilega vinnu til að kom- ast af. Þeir sem betur mega sín, vinna líka meira en þeim er hollt til að útvíkka lúxusinn. Þá kemur vitaskuld að því, að fólk getur ekki meir og uppgötvar að all- ur þrældómurinn var bara endaleysa, hjónabandið kannski í rúst, börnin van- rækt, allt í uppnámi, enginn friður neinsstaðar, hvergi skjól og tilveran bara eitt gínandi tóm.“ Samt eigir Þorbjörn Hlynur von í þessu ástandi eigin kynslóðar. „Sjálfsagt eru margir fangar efnishyggjunnar en aðrir hafa líka hennar vegna lært að meta andleg sannindi og reyna að kafa ofan í leyndardóma tilverunnar eða hugsa upp fyrir grautarpottana. Það er nú oft þannig að þegar menn fara með sig í þrot, þá vakna þeir. Eg hugsa að það sé auðveldara að vera prestur eða eiga erindi við fólk um andleg málefni nú en fyrir þrjátíu árum. Ég held að efn- ishyggjan hafi verið ríkari þá, þó nægtar- flóðið hafi ekki jafnast á við það sem nú sést.“ Börnin líða fyrir lífsstíl þessarar kyn- slóðar að mati prestsins. „Ofgnótt efnis- gæða gerir mennina gjarnan sljóa. Orkan fer í meltinguna og höfuðið verður tómt. Af dróma efnishyggjunnar eru það börn- in sem súpa seyðið fyrst og fremst. Við erum óþreytandi í því að láta börnin fá hitt og þetta, leyfa þeim að njóta ein- hvers sem er áþreifanlegt en hirðum svo minna um raunveruleg afdrif þeirra. Ég man hvað pulsa á vellinum var mikil há- tíð, eitthvað sem næstum aldrei gerðist, - eins og jólin. Ég er hræddur um að sonum mínum og félögum þeirra þætti svoleiðis traktering ekkert tiltökumál. Börnin hafa auðvitað sitt upplag, hvert og eitt. En samt eru þau líka eins og óskrifað blað sem við skrifum á. Við skreytum þau eins og jólatré, skemmtum HEIMSMYND 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.