Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 26
Konur af þessari kynslóð eru síðast
en ekki síst afsprengi jafnréttisbarátt-
unnar. Flestar þeirra eru þó aldar upp
við fyrirmyndina af hinni heimavinn-
andi húsmóður. Þar af leiðandi eiga
þær einnig í innri baráttu þegar kemur
að heimilishaldi og börnum. Þá vaknar
spurningin um það hvort eiginmenn af
þessari kynslóð séu öðruvísi en eigin-
menn af fyrri kynslóðum. Flestir hafa
verið upplýstir um jafna ábyrgð í barnauppeldi en rannsóknir sýna að þeim
finnst þeir ennþá vera að hjálpa til. Þeir eru að passa börnin af því að . . .
Konurnar eru einfaldlega með börnunum sínum. Þær eru aldrei að passa börn-
in af því að . . . Enda hefur það margsinnis komið á daginn að maðurinn held-
ur sínum starfsframa áfram en konan fœr sér vinnu þótt bæði hafi þau oft sömu
menntun að baki.
Flest ung hjón taka börnin sín með í sumarfrí vegna þess hve lítinn tíma þau
hafa haft með þeim allt starfsárið. Af þessu leiðir að hjón eru sjaldnast tvö ein.
Það hefur komið á daginn að hjónaskilnaðir í Bretlandi eiga sér helst stað eftir
sumarleyfi. Fólk hefur gert sér væntingar um að ná saman í sumarfríum en
þegar þar að kemur uppgötvar það fjarlægðina á milli sín sem oft endar með
fyrrgreindum hætti.
Sápuóperur eru sjaldnast til að taka alvarlega. Þótt sjónvarpsþátturinn Á
fertugsaldri sé óneitanlega miðaður við amerískar kringumstæður nýtur hann
ekki síður vinsælda hinum
megin við Atlantshafið.
Sú kynslóð sem hér náði
því að verða nær fimmtíu
þúsund, er í Bandaríkjun-
um á sama tíma um sextíu
milljónir og rúmar tíu
milljónir í Bretlandi.
Þetta er ekkert smáhlut-
fall af íbúafjöldanum. Við
það bætist sú staðreynd
að stór hluti þessa hóps
eru konur og mæður sem
ryðjast út á vinnumarkað-
inn. Slagurinn er harðari
en nokkru sinni fyrr. í
umræddum sjónvarps-
þætti er fjallað um líf
venjulegs miðstéttarfólks á þessum aldri þótt umbúðirnar séu ívið glæsilegri en
í hversdagslífinu. Aðalpersónan Hope er sýnd þramma upp og niður stigann
með pela handa barninu sínu og drykkjarföng fyrir veikan eiginmann. Engin
venjuleg kona er í þessu hlutverki íklædd rúskinnsstígvélum og Armanifötum.
Astæðurnar fyrir vinsældum þáttarins eru hins vegar þær, að vandamálin sem
unga fólkið þar á við að glíma eru þau sömu og flestir kannast við. Hjónaband-
ið er ekki dans á rósum, og það er erfitt að sameina starfsframa og fjölskyldu-
líf. Það er lfka erfitt að horfa á lífið líða fram hjá sér og sjá vonirnar um hina
glæstu framtíð verða að litlu. Svoleiðis hefur lífið verið frá örófi alda, fólk lifir
að sönnu aðeins lengur nú, en miðbik ævinnar er alltaf jafnstutt. Þá veit þessi
kynslóð harla lítið um það hver útkom-
an verður með afkvæmi þeirra þegar
upp er staðið.
Nú þegar tíundi áratugurinn gengur í
garð er þessi kynslóð hálft í hvoru að
segja sjálfri sér stríð á hendur. Það
varð uppi fótur og fit í Bretlandi um
daginn þegar Bítillinn Paul McCartney
gagnrýndi hertogaynjuna af Jórvík og
eiginmann hennar, Andrew Breta-
prins, fyrir það að hundsa afkvæmi sitt
þar sem þau eru á stöðugum ferðalög-
um. Við eigum börn og tökum þau
með okkur hvert sem við förum, sagði
Paul McCartney. Ein vinsælasta leik-
kona veraldar um þessar mundir, hin
FORDÓMARí
GARÐ ÚTI-
VINNANDI
MÆÐRA
Emilía Björg Björnsdóttir er 35
ára gamall blaðaljósmyndari og
tveggja barna móðir. Hún er
gift tannlækni sem rekur eigin
stofu.
„Við lifum ágætu lífi og ég
kvarta ekki, allra sfst yfir
skuldum. Við getum bara sjálf-
um okkur um kennt ef við höf-
um stofnað til of mikilla
skulda. Einn er þó sá hlutur
sem veldur mér og flestum öðr-
um útivinnandi foreldrum áhyggjum og
það eru dagvistarmálin. Eg veit um kon-
ur sem hætta að vinna af því þær geta
ekki fengið pössun. Eg veit einnig um
konur sem hafa hætt við að eignast fleiri
börn af sömu ástæðum. Sé fólk búið að
mennta sig til ákveðinna hluta er fárán-
legt að það geti ekki notið þess vegna
aðstöðuleysis í dagvistarmálum. Sumar
konur eru ef til vill í þannig stöðum að
þær geta tekið sér löng frí til að sinna
barnauppeldinu en ég held að það sé
undantekning. Eg er ekki viss um að ég
hefði fengið mitt starf aftur, hefði ég
dregið mig í hlé í nokkur ár. Það er fár-
ánleg della í gangi sem birtist í fordóm-
um í garð útivinnandi mæðra. Það er
ekkert sem sannar það að börn sem eru í
gæslu komi eitthvað verr út úr því en
börn sem eru heima hjá mæðrum sínum
allan daginn. Ég hef orðið vör við það
að sumum finnst eins og manni þyki ekki
vænt um börnin sín, ef maður er útivinn-
andi. Ég get vel ímyndað mér að sumar
konur kysu helst að vera heima hjá börn-
um sínum, en allar konur sem vilja starfa
utan heimilis eiga að hafa fullan rétt á
því að vera úti í atvinnulífinu.“
Astandið í dagvistarmálum er henni
kappsmál sem fleiri ungum foreldrum.
„Einstæðar mæður hafa alls staðar for-
gang á dagvistarstofnunum en mér skilst
að ákveðinn hluti barnanna verði einnig
að koma frá foreldrum í sambúð. Það
gefur auga leið að þetta er Þrándur í
26 HEIMSMYND