Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 48

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 48
mt fjölskyldu smm Nordal var þar við hlið hennar er ekir foreldra sína asa afnar þegar Sigurður Ólöf heldur á Beru og i Jóhannesar. og orðinn prófessor tók hann Jóhannes til sín og bjó hann uppi á lofti á Baldursgötunni, heimili Sigurðar. Hann kvæntist aldrei en átti annað barn auk Sigurðar. Það var Jórunn Anna, sem fædd var 1897. Jóhannes lét sér engu síður annt um hana en Sigurð. Hún giftist séra Ingólfi Þorvaldssyni sem lengst af var prestur í Ólafsfirði. Synir þeirra voru Vilhjálmur Ingólfs- son málarameistari, Ragnar Aðalsteinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri og Sigurður Jóhannes Nordal Ingólfsson mál- arameistari, allir í Reykjavík. Jóhannes gamli Nordal lést árið 1946 og var þá orðinn 96 ára gamall. BEINT UPP Á TOPPINN Sigurður Nordal ólst upp á fæðingarstað sínum, Eyjólfsstöð- um í Vatnsdal, hjá föðurbróður sínum, Jónasi Guðmundssyni bónda og konu hans Steinunni Steinsdóttur sem Sigurður kall- aði fóstru sína. Hjónin á Eyjólfsstöðum höfðu misst efnilegan son sinn, sem kominn var yfir tvítugt og farinn að stunda mál- fræðinám í Kaupmannahöfn. Hét hann Sigurður og drukknaði á heimleið 1887. Nafni hans, sem leit fyrst þennan heim 1886, kom því á vissan hátt í stað Sigurðar eldri, frænda síns, enda fetaði hann sömu slóð, hjónunum á Eyjólfsstöðum til mikillar gleði. Steinunn lifði það að fagna fóstursyni sínum heimkomn- um að loknu doktorsprófi í norrænum bókmenntum við Hafnarháskóla. Sigurður var snemma efnilegur og þegar hann var á þrett- ánda ári skrifaði faðir hans bréf til séra Hjörleifs Einarssonar á Undornfelli (föður Einars H. Kvarans rithöfundar) og bað hann að kenna drengnum til skóla. Sigurður sagði seinna: „Mér þótti þetta heldur en ekki tíðindi og labbaði heim aftur í sæluvímu. Ég hafði nauðalitla hugmynd um hvers konar lang- ferð lægi fyrir mér.“ Og sú átti eftir að verða lög og merkileg. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1906 og hóf um haustið nám í norrænum fræðum við Kaupmannahafnar- háskóla og var aðalkennari hans Finnur Jónsson. Hann lauk þar meistaraprófi eftir sex ár og 1914 varði hann doktorsrit- gerð um Ólafs sögu helga við skólann. Síðan lá leiðin út í heim. Hann las sálarfræði og heimspeki í Berlín og Oxford og heim fór hann árið 1918 til þess að taka við prófessorsstöðu í íslenskum bókmenntum sem hann gegndi til æviloka. Rit Sigurðar Nordals um Snorra Sturluson (1920) og Völu- spá (1923) sýndu strax að hér var enginn meðalmaður á ferð í fræðigrein sinni. Grein hans Samhengið í íslenskum bók- menntum (1924) hafði líka mikil áhrif á skáld og fræðimenn og skoðanir hans urðu ríkjandi meðal íslenskra menntamanna meðan hann lifði. Arið 1923 tók Sigurður boði Norðmanna um að verða prófessor í íslenskum fræðum við Oslóarháskóla en afsalaði sér embættinu og sat kyrr heima. Hann varð skjótt eftirsóttur fyrirlesari á Norðurlöndum og jafnvel í Bandaríkj- unum. Þar var honum boðin Charles Eliot Norton prófess- orsstaða í skáldskap við hinn fræga Harvardháskóla á árunum 1931 til 1932. Síðar kepptust háskólar á Norðurlöndum og Bretlandi við að gefa honum heiðursgráður, jafnvel Oxford gerði hann að heiðursdoktor og var vart hægt að komast lengra í alþjóðlegu áliti. ANDLEGUR LEIÐTOGI ÞJÓÐARINNAR Hér er ekki hægt að rekja fræðistörf Sigurðar en skrá um ritverk hans fylla heila bók. Hann taldi fornrit íslendinga vera höfundarverk og nánast skáldverk og var þannig helsti boð- beri svokallaðrar bókfestukenningar. Hann lenti í frægum rit- deilum við Einar H. Kvaran, flutti alþýðufyrirlestra og lét ótrúlega víða til sín taka. Ekkert mannlegt var honum óvið- komandi. En Sigurður var ekki bara þurr fræðimaður. Þegar árið 1910 fór að birtast eftir hann skáldskapur og árið 1919 kom út bókin Fornar ástir og í henni voru fjórar smásögur og prósaljóðið Hel sem þótti miklum tíðindum sæta. Halldór Laxness taldi að útkoma bókarinnar hefði valdið aldahvörfum í „óbundnum stíl og sögusmíð í landinu“ og Kristinn E. Andrésson sagði að ungu skáldin heima hefðu verið gagntekin. Þama var Sigurður að velta fyrir sér heimspekilegu vandamáli sem hann hafði áð- ur haldið fyrirlestra um og kallaði Einlyndi og marglyndi. ís- land hafði fram til þessa tíma verið þröngt þjóðfélag þar sem lífsgleðin fékk ekki að njóta sín. Kristinn segir að með Sigurði Nordal hafi komið hinn lærði menntamaður og heimsborgari til landsins og viðurkennt nýja tíma; ævintýraþrána, réttinn til að njóta lífsins, teyga bikar gleðinnar - réttinn til að syndga. Seinna skrifaði Sigurður leikritið Uppstigningu undir dulnefni og þótti það nútímalegt og frumlegt. Sagt var að Sigurður 48 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.