Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 55

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 55
Sigríður Thorberg ásamt börnum sínum Ólöfu, Bergi og Sesselju. kona Sigurðar Nordals, en bróðir þeirra var Bergur Jónsson (1898-1953) sýslumaður og alþingismaður. BERGUR OG ÓLÖF Bergur, mágur Sigurðar Nordals, var sýslumaður í Barða- strandasýslu 1927 til 1935 en þá var hann skipaður sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Sagt var um hann að það sem einkenndi hann væri óvenjulegur gervileiki, skýr hugsun og drengilegt kapp. Hann var settur í framboð fyrir Framsóknar- flokkinn í Barðastrandarsýslu eftir þingrofið 1931 og vann þá glæstan sigur á Hákoni Kristóferssyni í Haga sem hafði verið þingmaður kjördæmsins í áratugi. Þótti mikill héraðsbrestur er hann féll og kosningasigur Bergs vakti þjóðarathygli. Berg- ur var þingmaður Barðastrandarsýslu allt til 1942. Hann var skipaður sakadómari í Reykjavík 1945 en varð að láta af störf- um tveimur árum síðar vegna heilsubrests. Hann lést árið 1953 aðeins 55 ára gamall. Honum þótti kippa í kyn sitt fyrir djúp- hyggju og ríka tilfinningu fyrir réttlæti. Fyrri kona hans var Guðbjörg Lilja, dóttir Jóns Erlendssonar verkamanns í Reykjavík. Eignuðust þau þrjú börn en Guðbjörg Lilja andað- ist frá þeim litlum og giftist Bergur þá öðru sinni Ólafíu, dótt- ur Valdimars Loftssonar rakara í Reykjavík og gekk hún börnunum í móðurstað en þau Bergur áttu ekki börn saman. Elsta barn Bergs er Sigríður Þórdís Bergsdóttir, ekkja Oli- vers Steins Jóhannessonar bóksala og bókaútgefanda (Skugg- sjá) í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Guðbjörg Lilja Oliversdótt- ir verslunarstjóri í Hafnarfirði, gift Sævari Erni Stefánssyni rannsóknarlögreglumanni, Jóhannes Örn Oliversson fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði og Bergur Oliversson lögfræðing- ur. Annað barn þeirra Bergs sýslumanns og Guðbjargar Lilju er Jón Bergsson deildarstjóri. Börn hans eru Guðbjörg Lilja Jónsdóttir bankastarfsmaður, gift Snorra Guðmundssyni vél- stjóra, Þorbjörg Jónsdóttir á Blönduósi, gift Hauki Ásgeirs- syni tæknifræðingi, Bergur Jónsson rafvirki og Páll Vídalín Jónsson nemi. Þriðja barnið var Þórir Bergsson tryggingafræðingur sem lést fyrir fáeinum árum. Hann var menntaðastur allra Islend- inga í tryggingastærðfræði og tölfræði. Börn hans voru Hjalti Þórisson, starfsmaður Húsnæðisstofnunar, dr. Hermann Þór- isson prófessor í tölfræði í Svíþjóð, Guðbjörg Lilja Þórisdóttir leikkona og Bergur Þórisson tölfræðingur. Ólöf Jónsdóttir, eiginkona Sigurðar Nordals, var hin merk- asta kona, nokkuð þyngri en húsbóndinn eins og hún átti ætt til og átti oft við vanheilsu að stríða. Hún var prýðilega ritfær, fékkst nokkuð við þýðingar og var kunn að upplestri í útvarp. Þau eignuðust þijú börn. Elst var Bera Nordal sem þau misstu unga. Synirnir eru báðir þjóðkunnir og í þeim sameinast eigin- leikar þeir sem börðust um sál föður þeirra. Annar er fræði- maður en þó einkum fjármálamaður, hinn listamaður. RÍKI í RÍKINU Eldri bróðirinn er fyrrnefndur Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, fæddur 1924. Hann lauk doktorsprófi í hag- fræði frá University of London árið 1953. Fjallaði doktorsrit- gerðin um þjóðfélagslegar breytingar á íslandi frá lokum 18. aldar og var því söguleg ekki síður en hagfræðileg. Þegar hann kom heim var hann gerður að hagfræðingi Landsbankans og aðeins 34 ára gamall var hann orðinn bankastjóri Landsbank- ans. Þegar Seðlabanki íslands var stofnaður árið 1961 á upp- hafsárum viðreisnarstjórnarinnar var hann svo skipaður bankastjóri hans og gegndi veigamiklu hlutverki í þeim efna- hagsbreytingum sem sú stjórn kom til leiðar. Síðan hefur hann verið eins konar ríki í ríkinu og á hann hefur hlaðist mikill fjöldi trúnaðarstarfa svo að stundum hefur hann verið titlaður nefndakóngur íslands. Sérstaklega hafa völd hans á sviði virkjunar- og orkumála verið mikil. Hann hefur verið formað- ur stjórnar hinnar valdamiklu Landsvirkjunar í aldarfjórðung og var formaður stóriðjunefndar þegar samið var um álverið í HEIMSMYND 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.