Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 8
Kœrleikur í stjórnmálum imon Jóhannesson elskar þú mig? spurði Jesús lærisvein sinn Pétur eftir upprisu sína. Fyrr hafði hann séð afneitun hans fyrir og sagt honum að áður en haninn gal- aði myndi Pétur afneita sér þrisvar. Þannig er komið með íslenskum kjós- endum og ráðamönnum þeirra. Áður en haninn galar í næstu kosningum hafa þeir svikið þjóð sína þrisvar. Pjóðin veitti ákveðnum flokkum braut- argengi í síðustu kosningum. Á þeim tveimur árum sem liðin eru hafa þrjár ríkisstjórnir verið myndaðar. Slíkur er orðinn trúnaðarbrestur milli þjóðar og forystu að ráðamenn þora ekki að horfast í augu við álit almennings. Þeir þora ekki í kosningar. Þeir vita upp á sig skömmina. Grímulausir standa þeir frammi fyrir alþjóð sem hefur upp- götvað að þeir elska hana ekki en hugsa bara um eigin hag. Þeir gæta ekki lamba sinna né eru þeir sá klettur sem Pétur varð og kirkjan byggir á. Þeir þykjast vera klettur í hafinu sem stórsjórinn brýtur á en í reynd byggja þeir tilvist sína á sandi. Það skolast ekki aðeins undan þeim heldur og íslensku þjóðlífi öllu. Það er ótrúlegt hvernig komið er fyrir þessari harðgeru þjóð, afkomendum þeirra sem flúðu skattpíningu yfirboðara síns fyrir rúmum þúsund árum, þjóð sem hefur þolað sult og seyru, móðuharðindi af náttúrunnar völdum, þjóð sem hefur leyst deilumál sín og öðlast sjálfstæði án blóðsúthellinga, þjóð sem er sömu trúar og sama kynþáttar, talar eina tungu og á sameiginlegan menningararf., Efnahags- og at- vinnulíf þessarar þjóðar er í rúst. Fjöldi fólks er að flýja af landi brott. Gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja fjölgar með stjarnfræðilegum hraða, og almennt vonleysi er ríkjandi. Þegar illa árar, eins og um þessar mundir, er vís- að til þeirrar staðreyndar að við erum veiðimanna- þjóðfélag. Ráðamenn og aðrir tala um sveiflukennt eðli þjóð- arinnar sem aldrei öðlast stöðugleika. Þeir sem hafa dregið björg í bú hingað til hafa þurft að standa sína plikt. Það eru hinir sem eiga tilvist sína undir því að plata fólk sem sveiflast til og frá eins og apar milli trjáa í bananalýðveldum. Tími atvinnupólitíkusa af þeirri gerð sem hér um ræðir er að renna út, manna sem þjösnast í stjórnmálum með eigin hag og upphefð að leiðarljósi. Manna sem gala í tíma og ótíma og munu áður en langt um líður reyna að telja fólki trú um heil- indi sín og ást í þess garð, þótt eigin hylli og hagur sé þeim of- ar í huga. Þessi þjóð vill forystu sem ann henni og er tilbúin að færa fórnir fyrir hana. Elskar þú mig? spurði Hann sem allt vissi og hann spurði þrisvar. íslenska þjóðin veit ekki allt en flestir vita þó, að sá kærleikur sem er nauðsynlegur til forystu, er ekki til staðar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur vakið mikla athygli með greinum sínum um íslenskar ættir í HEIMSMYND. Á þessu ári hefur hann fjallað um Thorsættina, Engeyjarættina, ættartengsl Halldórs H. Jónssonar, sögu Sveins Valfells og stórveldið Ó.Johnson og Kaaber. í þessu blaði fjallar hann um Sigurð Nordal, afkomendur hans og ættir. Guðbjörg Guðmundsdóttir blaðamaður heillaði franska kvikmyndaleiksstjórann Jean Jacques Annaud í athyglisverðu viðtali sem hún átti við þennan merkilega leikstjóra. Guðbjörg er mikil áhugamanneskja um kvikmyndagerð og hefur hlotið styrk úr Kvikmyndasjóði. Indriði G. Þorsteinsson ritstjóri skrifar um hin umdeildu útskipti hjá Kvennalistanum. Ólafur Hannibalsson blaðamaður er alltaf með fréttaskýringar sínar og úttektir á síðum blaðsins. Grein hans um samskipti lögreglu og borgara í síðasta blaði hefur vakið mikla athygli. Örnólfur Thorlacius líffræðingur og skólastjóri Menntaskólans í Hamrahlíð er landskunnur. Hann hefur skrifað um vísindi í HEIMSMYND en í þessu blaði fjallar hann um alnæmi og fylgja greininni ljósmyndir af ferli alnæmissjúklings. Sigurður A. Magnússon rithöfundur skrifar reglulega í HEIMSMYND. Að þessu sinni fjallar hann um þýska Ijósmyndarann Hans Siwik en myndir Siwiks af Vigdísi forseta birtust í 3. tölublaði HEIMSMYNDAR 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.