Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 90
■ San Fransisco bjó Arngunnur
IÝr í Mexíkanahverfinu og seg-
ist hafa orðið fyrir miklum
áhrifum af lífinu í hverfinu og
lífsstíl fólksins sem þar býr.
„Þetta er lifandi hverfi, mikil
músík, litadýrð og allt fullt af
börnum. Þetta er yfirleitt fá-
tækt fólk, innflytjendur sem lit-
ið er niður á, og mikið af lista-
mönnum. Við bjuggum í yndis-
legu húsi með stórum garði og
oft vann ég í garðinum í náinni snert-
ingu við lífið umhverfis. Mexíkanskur
kúltúr er mjög spennandi og ekki síst
viðhorf þeirra til
dauðans og þján-
ingarinnar. Þeir
halda dag hinna
dauðu einu sinni á
ári og horfast ótta-
laust í augu við þá
staðreynd að dauð-
inn kemur til okkar
allra, sorgin er
hluti af lífinu og
engin ástæða til að
vera í þessum felu-
leik við dauðann
sem við Vestur-
landabúar stund-
um. Þeir eiga frá-
bæra listamenn,
eins og til dæmis
Fridu Kahlo, sem
tjá þjáninguna
óhikað. Þetta
hjálpaði mér mikið
eftir að Gunnhild-
ur dó og eins sú
staðreynd að sorg-
in hefur verið við-
fangsefni skálda og
listamanna í gegn-
um aldirnar. Ég
var ekki sú eina sem hafði þurft
vinna úr þeim tilfinningum.“
Það er auðséð á Arngunni Ýri að
henni fellur þungt að tala um dauða
systur sinnar: „Já, það er ennþá erfitt
að tala um þetta“, viðurkennir hún,
„og það var ólýsanlega erfitt að mála
þessar myndir, en það hjálpaði mér
mikið. í fyrstu var ég mjög efins um
að þær ættu nokkurt erindi út á við,
en viðbrögð fólks við sýningunni hafa
sannfært mig um að það var rétt að
sýna þær. Ég hafði ekki gert mér grein
fyrir því fyrr hversu margir hafa upp-
lifað það sama og það gaf mér mikið
að finna viðbrögð fólks. Ég vona bara
að ég hafi gefið þeim jafn mikið í stað-
inn.“
En Arngunnur Ýr hefur líka upplif-
að neikvæð viðbrögð fólks. Eiginmað-
ur hennar, Larry, er þeldökkur og
þótt henni finnist út í hött að litarhátt-
ur hans skipti máli, hefur hún rekið
sig óþyrmilega á það að ekki eru allir
sömu skoðunar. Hún vill þó lítið tjá
sig um það, segir miklu áhugaverðara
að tala um list hans, en hann er virtur
listamaður og hélt meðal annars sýn-
ingu í Sah Fransisco Museum of
Modern Art í vor og hlaut mjög góðar
viðtökur. Viðhorf fólks hefur þó ekki
fyllt hana fyrirlitningu á hroka hvíta
kynstofnsins, miklu fremur að hún
vorkenni fólki þröngsýnina: „Ég hafði
ekki gert mér grein fyrir því fyrr hvað
langt er í land í þessum málum“, segir
hún, „og hvað margir eiga mikið
ólært.“ Hún getur ekki hugsað sér að
setjast að á íslandi, ekki síst vegna
Pck) er erfitt al) vera hér
vegna þess hve þröngsýnir
Islendingar eru. Peir halda sig
frjálsljnda og átta sig ekki á
því hvcil feir eiga mikiö ókrt
vegna fess hve sjaldan rejnir
á þaé“
að
þeirra fordóma sem þau hafa mætt
hér. „Það er erfitt að vera hér vegna
þess hvað Islendingar eru þröngsýnir.
Þeir halda sig frjálslynda og átta sig
ekki á því hvað þeir eiga mikið ólært
vegna þess hve sjaldan reynir á það.
Ef það væru sömu aðstæður hér og til
dæmis í Danmörku, Svíþjóð og Vest-
ur-Þýskalandi, þar sem innflytjendur
flæða inn, er ég hrædd um að Islend-
ingar stæðu sjálfa sig að því að vera
ekki eins frjálslyndir og þeir þykjast
vera.“
Arngunnur Ýr hélt sýningu í San
Fransisco í vor, í galleríinu Show and
Tell, og þá komst hún í samband við
mjög virta og valdamikla konu í lista-
heimi San Fransisco, Ann MacDon-
ald, sem hún segist vonast til að eiga
góða samvinnu við í framtíðinni. Ann-
ars er framtíðin óskrifað blað og hún
segist aldrei gera áætlanir lengra en
eitt ár fram í tímann: „Þær standast
hvort eð er aldrei“, segir hún og
skellihlær. „Markmiðið er að halda
áfram að vinna að listinni, bæta sig
eins og framast er unnt, og auðvitað
dreymir mann um að geta einhvern
tíma lifað af henni. En þótt frægð og
sala skipti máli, þá er aðalatriðið að
vera heiðarlegur. Það þarf kjark til að
halda sínu striki, óháð markaðinum,
en ég tel að heiðarleiki, innri kraftur
og trú á sjálfan sig séu lykilatriði í því
að skapa góða list. Ef þetta skortir er
frægðin innantómt stundarfyrirbrigði
sem lognast út af. Til að listaverk geti
lifað verður það að vera ekta.“
Áður en Arn-
gunnur Ýr sneri sér
alfarið að myndlist-
inni var hún flautu-
leikari og hana
dreymir um að
tengja þessar tvær
listgreinar, tónlist-
ina og myndlistina,
meira saman en
gert hefur verið:
„Það ætti að vera
hægt að blanda öll-
um listgreinum
saman, auka sam-
vinnu listamanna í
ólíkum greinum og
gera fólk meðvit-
aðra um list hvers
annars. Þetta eru
óskaplega sjálfmið-
aðir heimar og ég
held að það væri
mjög spennandi að
opna dyrnar þarna
á milli.“
Hana dreymir líka
um að mennta al-
menning betur í
listum, allt frá
barnæsku, kynna Vesturlandabúum
list annarra menningarsvæða og fá þá
til að hætta að líta niður á hana. „Það
er mjög mikill áhugi í San Fransisco á
list frá öðrum menningarsvæðum, en
hún er alltaf flokkuð sem list Asíu-
búa, Indíána eða svartra og skín alls
staðar í gegn að það liggi í hlutarins
eðli, að hún sé ekki eins merkileg og
list Vesturlandabúa. Ef hægt væri að
fá fólk til að meta alla list á eigin for-
sendum og hætta þessum eilífa saman-
burði og flokkun held ég að það hefði
mjög upplífgandi áhrif á alla listsköp-
un.“
Þetta er augljóslega mikið hjartans
mál, og Arngunnur Yr notar hendurn-
ar óspart til að leggja áherslu á orð
sín. Hendurnar og hugurinn eru henn-
ar vopn og kæmi mér ekki á óvart þótt
hún ætti með þeim eftir að skapa lista-
verk sem muni eiga sinn þátt í því að
halda nafni íslands á lofti í augum
heimsins.D
90 HEIMSMYND