Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 76
„Listin að lifa
af er fólgin í
því að láta fólk
krefjast meira
en látið er í
té. . .“
að er sumarkvöld í hljóðveri
ÞStuðmanna, Sýrlandi. Jakob
Magnússon svífur inn úr dyr-
unum, brosmildur og elskuleg-
ur í rósóttu vesti og gallabux-
um, fas og framkoma eins og
hjá framkvæmdastjóra stórfyr-
irtækis. Örskömmu síðar birt-
ist Þórður Árnason, galgopa-
legur að vanda og ekki á honum að sjá
að þar fari virðulegur tónlistarkennari.
Tómas Tómasson og Ásgeir Óskarsson
eru skikkaðir í pásu, en gera raunar lítið
annað en sitja bakatil og líta á klukkuna
til skiptis. Þeir eru að taka upp sólóplötu
Eiriks Haukssonar, vinnandi menn, al-
varlegir í bragði og annars hugar. Tómas
gefur sér þó tíma til að slá á léttari
strengi, vill ekkert við það kannast að
eiga tuttugu ára Stuðmennsku að baki,
segist vera algjör nýliði í hljómsveitinni,
ekki nema fimmtán ár síðan hann kom
inn í hana! Ásgeir segir ekkert, brosir
bara út í annað, „hinn langþráði tromm-
ari sem búið var að leita í tíu ár“ eins og
kynnir hann.
Það er greinilega Jakob sem hefur
á hendi í þessum félagsskap.
Það var líka hann sem stóð fyrir stofnun
Stuðmanna ásamt Valgeiri Guðjónssyni
um miðjan nóvember 1969, þegar þeir
félagar voru á fyrsta ári við MH. Jakobi
segist svo frá að hugmyndin hafi fæðst í
bíl á Hringbrautinni fyrir framan elli-
heimilið Grund, en sennilega hefur þá
ekki órað fyrir því þá að dilkurinn yrði
svona langur.