Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 85
betur en að þau lifi svona tiltölulega
venjulegu lífi: „Petta er rólegt og gott líf,
við erum mikið heima og njótum þess að
hafa börnin í kringum okkur. Ég elda og
finnst það ofsalega gaman, er mikið fyrir
tilraunamennsku í eldhúsinu. Jakob
kann ekkert að búa til mat. Pað eina
sem hann kann er að rista brauð og setja
banana, ost og marmelaði ofan á, það er
hans sérgrein. Jú, hafragrauturinn hefur
einu sinni heppnast hjá honum.“
“Börnin? Stuðmenn starfa ekki nema
tvo mánuði á ári og þá hafa systir Jakobs
og móðir mín hjálpað til með afkvæmin.
Við erum yfirleitt ekki í burtu nema eina
til tvær nætur í einu, svo ég held ekki að
þetta sé neitt alvarlegt fyrir þau. Ég við-
urkenni hins vegar að mér finnst leiðin-
legt þegar krakkar eru að nota eldri
stelpuna til að komast hérna inn og
spyrja spjörunum úr, en hún gerir sér
grein fyrir því að þegar fólk er í fjölmiðl-
um þá vekur það forvitni annarra og við
höfum gert með okkur samkomulag, ég
og hún, um það hvernig hún eigi að snúa
sér í þessu.“
Ragnhildur er treg til að tjá sig mikið
um félaga sína í hljómsveitinni, segist
halda að þjóðinni sé enginn greiði gerður
með því að raska þeim hugmyndum sem
hún hafi um þá. „Við erum náttúrlega
mest áberandi, ég, Jakob, og Egill, hinir
sjást minna. Geiri er algjörlega óþekkt
stærð fyrir fólki og hann vill held ég hafa
það þannig. Tómas og Þórður eru fyndn-
ustu menn sem ég hef kynnst á ævinni.
Þeir hafa svo hárbeittan húmor. Jakob?
Það hljómar náttúrulega hræðilega væm-
ið, en hann er óskaplega rómantískur og
blíður, góður við börnin og góður sínu
fólki. “
Ragnhildur kom beint úr Grýl-
unum inn í Stuðmenn og hlýt-
ur að hafa einna besta yfirsýn
hérlendra yfir muninn á kon-
um og körlum í bransanum.
„Mér finnst best að hafa konur
og karla í bland í þessu, rígur-
inn er búinn að vera. Það er
bara svo sjaldgæft að íslenskar konur
sérhæfi sig eitthvað á þessu sviði og leggi
allan sinn metnað í þetta. Þær vilja bara
koma fram sem sætar dúkkur og syngja
fallega og búið. Mér fannst þegar ég var
í Grýlunum að áhuginn væri talsverður
meðal kvenna, maður var í símanum
nætur og daga að telja kjark í stelpur
sem langaði til að læra á bassa eða eitt-
hvað. Núna virðist þessi áhugi vera horf-
inn. Mér finnst þetta fáránlegt, undar-
legt og óskiljanlegt. Það er ekki eins og
þessi leið sé lokuð konum, það eru ekki
uppi skilti í hljóðfæraverslunum þar sem
stendur: SELJUM EKKI KONUM
RAFMAGNSGÍTARA og engin klásúla
sem bannar konum aðgang að tónlistar-
skólum. Það vantar einhverja vakningu
meðal kvenna. Kannski er þetta snertur
af vanmetakennd og svo er þetta ekki
hin hefðbundna leið. Það er svo ríkt í ís-
lenskum konum að stofna bú, gifta sig,
eignast krakka, skella í kleinur og ég veit
ekki hvað og hvað. Og allt skeður þetta
svo hratt að fólk hefur ekki tíma til að
finna sig í neinu. Það eru vondir tímar
þegar fók flýtir sér svona mikið, það hef-
ur ekki tíma til að vera til. Það eru alltaf
einhver efnisleg gæði sem sitja fyrir; það
þarf að helluleggja garðinn, setja flísar á
baðið, það er aldrei sagt: “Nú þarfég að
vera til“. Þetta er sennilega stór ástæða
fyrir því að konur vilja ekki verða popp-
arar. Það er ekki normal að vera popp-
ari. Normal á íslenskan mæikvarða er að
fara í sambúð átján ára gifta sig tvítugur
og vera þá komin með barn, bæta nokkr-
um börnum við og skilja síðan.“
Aðalgagnrýnin sem Stuðmenn hafa
orðið fyrir hin síðari ár er að þeir séu að
farast úr peningagræðgi. Ragnhildi finnst
þetta fáránlegt: „Fólk trúir bara því sem
það vill trúa. Það þýðir ekkert fyrir mig
að segja þjóðinni að ég hafi verið tekju-
laus síðastliðin tvö ár, fólk trúir því ekki.
Enda er aldrei talað um töpin. Ekki varð
það stórfrétt í blöðunum að við hefðum
tapað á Atlavíkurhátíðinni um síðustu
verslunarmannahelgi, en ef við græðum
ætlar allt vitlaust að verða. Stuðmenn
eru ein af fáum hljómsveitum sem hefur
þorað að taka áhættur; fjármagnað eigin
kvikmyndir, plötur, bækur, farið til
Kína, alls konar tilraunastarfsemi. Ekki
er það ríkið sem kostar þetta. Við höfum
öll fengið okkar skerf af því að lifa fyrir
hugsjónina og fá enga peninga en ef við
græðum finnst fólki það ekki rétt. Ég
skil ekki af hverju fólk gleðst ekki bara
með okkur.“
vað segir Ragnhildur um fram-
tíð Stuðmanna? „Stuðmenn
eru einstætt fyrirbæri í hljóm-
sveitabransanum, því þeir taka
sig ekki of alvarlega, en leyfa
sér allt. Sumir poppsérfræðing-
ar kalla Stuðmenn fyrstu
nýbylgjuhljómsveit í heimin-
um, það er ansi fijálslegt. Og það er
þetta frelsi sem maður finnur svo vel fyr-
ir. Stuðmenn eru margar hljómsveitir í
einni og þar er enginn einn sem segir fyr-
ir verkum. Hugmyndirnar bara flæða yf-
ir og það virðist enginn hörgull á þeim.
Meðan fólk heldur heilsu og húmor sé ég
ekkert í veginum fyrir því að halda
áfram að kafa í hugmyndabrunninn, það
takmarkast ekki við aldur. Ég get þó
ekki séð aðrar hljómsveitir fyrir mér,
sem gætu haldið sínu striki í tuttugu ár.
Ekki Sykurmolana, Langa Sela eða
Strax, til dæmis, en Stuðmenn eru bara
einhvern veginn allt annars eðlis."
HEIMSMYND 85