Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 67

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 67
föðurstað. Þegar Davíð var á sjötta ári lét afi hans af embætti og saman fluttust þau öll til Reykjavíkur. Nokkru síðar lést gamli héraðslæknirinn og ólst Davíð upp frá því hjá móður sinni og ömmu. Við tóku viðburðarrík æsku - og unglingsár. Davíð hélt sambandi við föður sinn sem var þá starfandi læknir i Reykjavík en börn hans og hálf- systkini Davíðs öll urðu sjö talsins áður en yfir lauk. Líf föður Davíðs og barna hans var ekki dans á rósum á þessum árum. Fjölskyldulífið var komið út í ógöngur á heimili Odds Ólafssonar þegar Davíð greip í taumana aðeins tólf ára gamall. Hann gerði það með eftir- minnilegum hætti og hafði sigur í viðkvæmu máli gegn barnaverndar- nefnd. Faðir Davíðs var þekktur maður í Reykjavík á sinni tíð. Oddur Ólafsson þótti mjög efnilegur þegar hann brautskráðist frá Háskóla fslands. Hann var einn af fyrstu sérfræðingunum í bamalækningum sem kom frá námi erlendis. Þrátt fyrir ótvíræða mannkosti og mikla persónutöfra var hann ekki gæfumaður í eigin lífi. Hann missti lækningaleyfi sitt. En fáir ef nokkrir reyndust honum betur en Davíð sonur hans, að því er Ingibjörg Lúðvíksdóttir segir. Þegar fokið var í flest skjól stóð drengurinn ,sem ólst upp föðurlaus, þétt við hlið föður síns. Oddur Ólafsson lést árið 1977. Það var fremur þröngt í búi á heimili Ingibjargar Lúðvíksdóttur og öll unglingsárin þurfti Davíð að vinna með námi sínu. Hann starfaði við hvað sem hönd á festi og var um skeið sætavísa í Austurbæjarbíói. Æska hans einkenndist af vissu rótleysi vegna tíðra búferlaflutninga úr einni leiguíbúðinni í aðra. Skólaganga hans var að sama skapi brösótt. Eftir tvær atrennur í landsprófi settist hann i Menntaskólann í Reykjavík. Þar þurfti hann að heyja tvær aðrar atrennur til að ná upp úr fyrsta bekk. Skólafélagar hans minnast þess að Davíð var alltaf blankur í mennta- skóla. Á miðjum skólaferli sínum sló hann skyndilega í gegn. Þá fór sól Davíðs Oddssonar að skína af slíkum krafti að hún skyggði á allar aðrar. Hann gerðist foringi uppreisnarmanna meðal nemenda í MR og sló auk þess í gegn sem Bubbi kóngur í uppfærslu Herranætur. Síðasta veturinn í menntaskóla var Davíð kosinn forseti skólafélagsins og grunnurinn að hans pólitísku framtið lagður. Hann kvæntist skömmu eftir stúdentspróf, Ástríði Thorarensen, og sonur þeirra Þorsteinn fædd- ist. Þegar Davíð var kominn með fjölskyldu urðu þeir draumar hans að engu að fara til Japans og læra leiklist eða til Bretlands í hagfræði. Laga- deildin í Háskóla (slands varð fyrir valinu. Samfara laganáminu var hann á kafi í öðrum hlutum; útvarpi Matthildi með félögum sínum Hrafni Gunnlaugssyni og Þórarni Eldjárn, skrifaði leikrit og revíur sem voru flutt bæði í Þjóðleikhúsinu og Iðnó og gegndi starfi leikhúsritara um skeið. Hann naut sín ekki í stúdentapólitíkinni þar sem Vökumenn voru í minnihluta öll árin sem hann var í háskóla. Að námi loknu hóf hann störf hjá Almenna Bókafélaginu og síðar hjá Sjúkrasamlaginu þar sem hann endaði sem forstjóri. Davíð Oddsson var kjörinn í Borgarstjórn Reykjavíkur árið 1974. Hann varð borgarstjóri Reykjavíkur árið 1982, 34 ára gamall. í Sjálfstæðisflokknum hefur honum af sumum verið líkt við Ólaf Thors. Foringinn er fundinn, segja þeir hinir sömu. I ágústmánuði 1989 situr Davíð Odddsson í stól sínum á skrifstofu borgarstjóra við Austurvöll og bíður átekta. Landsfundur Sjálfstæðis- flokks verður haldinn eftir nokkrar vikur. Hann er 41 árs gamall. Pólítískt nef hans er næmt og sjálfur skynjar hann oft meðbyr á undan öðrum eða hvenær rétta augnablikið er. Þá stekkur hann. Stundum öllum að óvör- um. (Söguþráður verksins í hnotskurn samkvœmt upplýsingum höfundar) ast hafa dregið þessa ályktun, því til mín hafa hringt menn og komið með ýmsar upplýsingar á þeirri forsendu að ég væri andstæðingur Davíðs. Það er ekki rétt. Davíð Oddsson er sá stjórnmálamaður sem ég hef haft mestar mætur á. Maður- inn er svo fyndinn. Mitt fyrsta verk eftir að ég hitti Davíð var að hafa samband við móður hans. Ingibjörg er kona á besta aldri og býr á Seltjarnarnesi með manninum sínum. Hún er bankaritari og giftist aftur þegar Davíð var á unglingsaldri. Hún á einn son með núverandi eiginmanni sínum. Davíð er ekki líkur móður sinni í út- liti. Honum svipar til föður síns. Að vísu kann hann að líkjast henni í skapferli. Hún er sögð snögg upp á lagið. Vinkon- ur hennar segja að hún hafi alla tíð haft lag á því að gera menn orðlausa. Hún tók mér vel þegar ég heimsótti hana, en með fyrirvara. Henni fannst skrýtið að ég væri að skrifa bók um Dav- íð svona ungan. Hún spurði mig hvort það væri ekki best að hún skrifaði bók- ina fyrir mig ef ég vildi hafa hana góða. Hún sagði mér hvernig Davíð kom í heiminn sem á þeim tíma var mjög dramatískt. Næst fór ég á Selfoss þar sem Davíð ólst upp og ræddi við ótal aðila hér og þar. Einn daginn þegar ég átti bæði stefnumót við Björn Snorrason, mjólkur- fræðing, sem er eldri bróðir Davíðs sam- mæðra og Olöfu Runólfsdóttur píanó- leikara sem var gift föður hans, kom ég allt í einu að lokuðum dyrum. Þann dag fór allt í baklás. Þessi tvö höfðu bæði tal- að við Davíð og báru því við að Davíð vildi ekki taka þátt í þessu. Þá gekk ég á fund Davíðs öðru sinni. Ég vildi fá að vita af hverju græna ljósið var orðið rautt. Þetta var ákaflega skemmtilegur fundur þar sem við skipt- umst á skoðunum. Hann sagðist alls ekki vilja að þessi bók yrði skrifuð. Ég sagði honum að ég væri búinn að eyða miklum tíma og fé í þetta, og ef hann hefði sýnt þessi viðbrögð á okkar fyrsta fundi, hefði ég aldrei hafist handa. Þá var hann svo afslappaður, en þarna var það orðið honum kappsmál að ég hætti við verkið. Þessum fundi lauk með því að hann fór þess á leit við mig að þessi bók yrði aldrei að veruleika. Ég þrábað hann að vera með f ráðum þó ekki væri annað en að útvega mér myndir og fylla upp í eyð- ur. Það væri ekki síður honum en mér fyrir bestu. Þá sagði Davíð að um leið og hann lánaði mér eina mynd eða segði eina setningu væri hann farinn að bera ábyrgð á þessari bók. Þegar ég stóð andspænis honum þarna á þessari skrifstofu, skynjaði ég engu að síður hve tvístígandi hann var. Hann var allan tímann heitur. En ég gekk út með það veganesti að hann vildi þetta ekki. Ekki var ég fyrr kominn heim en ég fékk framhald á bls. 106 HblMSMYND 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.