Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 10
Grátur og
gnístran
Grátkór Suðurnesja hefur áunnið sér
verðskuldaða frægð á síðustu árum og
hreinlega grátið sig inn í hjörtu þjóðarinn-
ar í hvert skipti sem fiskvinnsluskúr þar
syðra hefur farið á hausinn eða selja hef-
ur átt bát burt úr kjördæminu. Hann
kemst þó varla í hálfkvisti við Grátkór
Patreksfjarðar, sem hefur látið að sér
kveða undanfarið í fjölmiðlum með tára-
flóði sem jafnast á við flóðbylgju. Auðvit-
að kemur það við kviku réttlætiskenndar
fólks almennt þegar heilu byggðarlagi
eru allar bjargir bannaðar með því að
svipta það réttinum til fiskveiða. Það
óréttlæti má skrifa á reikning kvóta-
löggjafarinnar. En það réttlætir ekki að
forsætisráðherrann skuli veitast að harð-
duglegu fólki, sem með atorku, útsjónar-
semi og harðfylgi hefur byggt upp út-
gerðarfyrirtæki án hjálpar opinbera fyrir-
greiðslukerfisins og úthrópa það sem
leppa fyrir erlent fjármagn. Það hafði ekki
unnið sér annað til óhelgis en að póli-
tíska fyrirgreiðslu- og sjóðakerfið hafði
engin þvingunartök á því til að hindra það
í að kaupa Sigureyna á uppboði. Sjóða-
kerfið taldi sig hafa útilokað alla væntan-
lega kaupendur með því að Byggða-
stofnun samþykkti að gjaldfella áhvílandi
lán á Sigurey, ef einhver dirfðist að bjóða
í það, og mun sú ákvörðun einsdæmi í
viðskiptum hér á landi og lyktar af póli-
tískum viðskiptaþvingunum. Og þvi er
heldur ekki rétt að gleyma, að sömu
mennirnir og settu hraðfrystihúsið á Pat-
reksfirði á hausinn stjórnuðu fleiri fyrir-
tækjum þar. Kaupfélagið fór á hausinn í
fyrra. Ekki var það kvótanum að kenna.
Áður hafði sláturhús, byggt upp úr gamla
frystihúsi HP, farið á hausinn. Nú ætluð-
ust sömu menn til þess að stjórnvöld
færðu þeim skipin aftur undir nýju fyrir-
tækisnafni, sem stofnað er með 1,2 millj-
ónir í hlutafé, eða sem svarar þokkalegu
bílverði.
Patreksfirðingar eiga vissulega um sárt
að binda vegna óráðsíu þeirrar klíku,
sem öllu hefur ráðið í plássinu. En eiga
þá stjórnendurnir að losna undan allri
ábyrgð og þorpið allt að vera samábyrgt
fyrir þeirra gerðirý
Brottfluttur Patreksfirðingur hafði sam-
band við Heimsmynd og sagði að Pat-
reksfjörður væri glöggt dæmi um það
sem í síðasta blaði var nefnt „samvirkt
ábyrgðarleysi". Ráðandi fyrirtæki á
staðnum hefðu alltaf verið stofnuð með
lágmarks eigið fé og treyst á pólitíska fyr-
irgreiðslu Kerfisins og SÍS. Stjórnenda-
skipti hefðu verið tíð, festu og ábyrgð
vantað í rekstri fyrirtækjanna. Smám
saman eignaðist SÍS nær öll hlutabréf í
HP og átti stjórnarformanninn. Heima-
menn hafi þá treyst á að SÍS hlyti að
bjarga öllu, en SÍS treyst á heimamenn
án þess að veita þeim aðhald og eftirlit.
Ef stjórnvöld og sjóðakerfiskallar hefðu
borið hag staðar og fyrirtækja fyrir brjósti,
hefðu þau, í stað þess að reyna að gera
hjónin Guðrúnu Lárusdóttur og Ágúst
Sigurðsson tortryggileg, átt að reyna að
semja við þau um að taka skip og fisk-
vinnslu á Patreksfirði til reksturs og
freista þess að gera þar sams konar
kraftaverk og þau hafa unnið í Hafnarfirði
á tæpum tveimur áratugum - reyndar í
óþökk kerfisins. Staðreyndin væri bara
sú, að enginn kærði sig hætishót um
hæfni, ef henni fylgdi ekki að makkað
væri rétt í pólitíkinni og helmingaskiptun-
um.
Suiur og niður
Síðasti framkvæmdastjóri hraðfrysti-
hússins á Patreksfirði, Jens Valdimars-
son, hélt utan með togaranum Karlsefni
fyrir skömmu. Fyrirtækið ICECON, sem
verið hefur með þróunarverkefni í ýms-
um löndum er með samning við útgerð-
arfyrirtæki syðst í CHILE, svo sunnarlega
á hnettinum, að þar er orðið mun kaldara
loftslag en hér vestur á fjörðum. Liður í
þessu verkefni var sala á Karlsefninu og
fylgdi Jens því sem tæknilegur fram-
kvæmdastjóri, ráðinn til eins árs. Inn-
fæddur maður mun fara með fjármál fyr-
irtækisins.
Hvað er hinum
megin?
Tálknafjörður er næsta byggðarlag við
Patreksfjörð. Aðalfundur hraðfrystihúss-
ins þar var haldinn í byrjun september.
HEIMSMYND innti Pétur Þorsteinsson
framkvæmdastjóra eftir afkomu fyrirtæk-
isins. Hann sagði bókfærttap síðastliðins
árs nema 15.9 milljónum króna. Þess
bæri hinsvegar að gæta að gengistapið
eftir að horfið var frá fastgengisstefnunni
kæmi allt fram á árinu 1988. Endurskoð-
endur teldu því yfirleitt sanngjarnara að
slá árunum 1987 og 88 saman og líta á
þau í samhengi. Með því móti fengist sex
milljóna tekjuafgangur hvort ár. Fjár-
magnskostnaður milli ára hefði hækkað
úr 32 milljónum króna í 70 milljónir. Af-
skriftir hefðu numið 30 milljónum. Pétur
sagði fyrirtækið hafa sett upp fjögurra ára
framkvæmdaáætlun 1984, sem væri
raunar enn í gangi því að hægt hefði ver-
ið á henni með vaxandi erfiðleikum í
greininni. Þó hefði verið varið 100 millj-
ónum króna til fjárfestinga á síðastliðnum
þremur árum.
Þá er ekki úr vegi að geta þess að
Tálknfirðingar hafa fært sér í nyt jarðhita
á svæðinu og eru þar nú reknar fjórar
fiskeldisstöðvar, sem hafa verið að smá-
færast í aukana undanfarin ár. Ef allt
gengur samkvæmt áætlun verða þessar
stöðvar eftir fjögur til fimm ár komnar
með álika framleiðslu og nú er unnin f
frystihúsinu.
Allt segir þetta sína sögu. Ytri aðstæð-
ur ÍTálknafirði og á Patreksfirði hljóta eðli
málsins samkvæmt að vera mjög líkar.
Mismunurinn á gengi fiskvinnslu og tog-
araútgerðar á þessum stöðum hlýtur því
að liggja í mismunandi stjórnun fyrirtækj-
anna og mismunandi viðhorfum stjórn-
endanna. Annars vegar var treyst á póli-
tíska fyrirgreiðslu og lánsfé til hverra
stórframkvæmdanna á fætur öðrum, hins
vegar var málum þokað fram með hægð-
inni án stórskuldasöfnunar. Sömu leið
hafa Tálknfirðingar farið í fiskeldinu og
sloppið við stóráföllin sem hrjáð hafa
stóru draumafabrikkurnar hér syðra.
Það er um þessar tvær efnahagsstefn-
ur, sem átökin í þjóðfélaginu ættu að
snúast.
Mistök leiörétt
Þau mistök urðu í „Gestaboði" Sig-
urðar A. Magnússonar í síðasta tölublaði,
að á blaðsíðu 37 er talað um „tvo sendi-
herra og seðlabankastjóra", en átti að
sjálfsögðu að vera: „tveir þeirra eru nú
sendiherrar og einn landsbankastjóri".
10 HEIMSMYND